Vikan


Vikan - 14.06.1979, Page 38

Vikan - 14.06.1979, Page 38
Trfakurðarmeistarinn Hannes Flosason, i baksýn er eiginkonan, Kristjana Pólsdóttir. það sé í upphafi myndað eftir gotnesku letri (munkaletrinu svokallaða), og ef til vill einkum eftir smáletursstöfunum. Sennilega er höfðaletrið eina letrið, sem hefur verið myndað á íslandi, og það hefur gengið eins og rauður þráður í gegnum skrautlist þjóðarinnar. Ekki þarf langa gönguferð um Þjóðminjasafnið til þess að sann- færast um þýðingu skrautlistar í menningarsögu þjóðarinnar. Vegna fjarlægðar og einangrunar íslands varðveittist tréskurðarlist hérlendis sem alþýðulist að langmestu leyti. Atvinnuvegir hafa verið hér svo 38 Vikan 24. tbl. fábrotnir að útilokað hefur verið að mynda starfsstéttir í ýmsum greinum, sem hafa átt sér langa sögu hjá öðrum þjóðum. En með aukinni tækni og hraða- kröfum hefur list þessi verið á stöðugu undanhaldi. Um tíma var þessi grein kennd hér við Iðnskólann, en hin síðari ár hefur þar ekki útskrifast neinn nýr meistari eða sveinn í grein- inni. Með aukinni þörf nútíma- mannsins fyrir iðkun einhvers konar tómstundaiðju hefur aftur vaknað áhugi fyrir þessari fornu alþýðulist. Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar leitað er leiða til náms í þessari grein, en Hannes Flosason tré- skurðarmeistari hefur þó átt sinn rika þátt í því að vekja tré- skurðarlistina úr dvala. Hann hefur kennt tréskurð í tóm- stundum sínum i mörg ár og hafa alltaf komist færri að en vilja. Þar er fólk úr öllum stéttum, af báðum kynjum, og ekki er óalgengt að hjón fari saman á slíkt námskeið. Áhuginn verður sífellt meiri og þess eru dæmi að sama fólkið sé árum saman í námi hjá Hannesi og myndi þá jafnvel eins konar klúbba. Kostnaður við tréskurð er nokkuð breytilegur og fer það mest eftir kröfum hvers

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.