Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 49

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 49
„Ég er varkárari en mamma. Það hef ég frá pabba...” „Þarna kemur það!” hrópaði Luke sigri hrósandi. „Rhiannon er ekki hálf- systir mín. Hún er dóttir Geraints Nations!” Hann gekk fram og aftur um svcfn herbergisgólfið. I>etta virtist allt vera svo augljósl. Rhiannon og hann liktust alls ekki hvort öðru — hun liktist heldur ekki föóur hans. Hann stansaði. Nancy hafði borið barn Enoch Owens undir belti, en hún hafði aldrei sagt að hún hefði komið með það aftur til Abermorvent. Það var nokkuð sem hún hafði aðeins gefið i skyn. En hvað hafði orðið um bam Enochs og Nancyar? Luke hleypti brúnum. Það hlaut að finnast einhver eðlileg skýring. Kannski hafði hún gefið það? Það virtist honum ekki ólíklegt, er hann minntist lýsingar Nancyar á foreldrum sínum. Þetta voru að vísu allt getgátur einar, en honum létti. Eitt virtist honum augljóst. Hann og Rhiannon voru ekki skyld. Hann settist á rúmið og reyndi að koma reglu á órólegar hugsanir sínar. Einni spurningu var enn ósvarað. Hvers vegna hafði Nancy viljandi reynt að telja honum trú um að hann og Rhiannon vaeru hálfsystkini? Nancy hafði auðsjáanlega likað vel við hann. Hvers vegna hafði hún þá gert þetta? Hann vissi það ekki. En hann einsetti sér að komast að því. Á morgun færi hann aftur til Abermorvent. Hundarnir tilkynntu komu hans til bæjarins. Fyrsta manneskjan sem hann sá var Nancy, sem stóð í eldhús- dyrunum. Sólin skein i augu hennar og hún þerraði hendurnar á svuntunni. Þegar hún sá hann, breyttist forvitni hennar í undrun. „Luke....” hún lauk ekki spurningunni, og móða kom í augu hennar. Hann staðnæmdist fyrir framan hana. „Já, Nancy, ég er kominn aftur," sagði liann hörkulega. „Ég þarf að spyrja nokkurra spurn inga i viðbót. Og i þetta skiplið læt ég mér ckki nægja ncitt nema sannlcik- ann!” Það var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir óttanum og ráðaleysinu í augum Nancyar. Hún hraðaði sér inn i eldhúsið. „Ég — ég veit ekki við hvað þú átt. Ég hélt að þú værir í London.” „Ég VAR í London,” Luke gekk á eftir henni inn í húsið. „Og það var fyrst eftir að ég kom þangað, að ég sá hlutina í réttu ljósi.” Hann þagnaði og beið eftir viöbrögðum hennar, en Nancy stóð aðeins hreyfingarlaus. „Þá fyrst." sagði hann hægl. „fór ég að hugsa um það sem Morlais Jenkins hafði sagt við mig." Hún sneri sér snöggt að honum. „Morlais?" „Já. Einmitt. Að minnsta kosti sagði hann mér sannleikann. Hvar er Rhiannon?” Hún leit niður. „Hún er úti. Hún fór í útreiðartúr með gestina." „Það hentar mér ágætlega. Við höfum ýmislegt að ræða um." Nancy settist þunglega við eldhús- borðið. „Hvaðsagði Morlais þér?” „Hann sagði ýmislegt um Rhiannon.” Hún hristi höfuðið. „Hann hefur engan rétt —” „Engan RÉTT? Og hvaða rétt hafðir þú á að Ijúga mig fullan?" Hún svaraði ekki. Rhiannon líkist föður sinum, ekki satt? Ekki fljótfær eins og þú. Varkárari. Varkár? Það var ekki Enoch Owen. Það varGeraint Nation.” Nancy sat enn við borðið og starði niður. „Hann hefði ekki átt að segja þér þetta,” sagði hún mjúklega, eins og hún væri að tala við sjálfa sig. „Þú skalt ekki álasa Morlais Jenkins. Hann sagði mér það ekki hreint út. Ég lagði sjálfur saman tvo og tvo.” Það var komin harka í rödd Lukes. Moltex Combinette buxurog bleia í einu laai Heildsolubirgðir Halldor Jonsson hf „En hvers vegna sagði ÞÚ mér ekki sannleikann?” Hún leit upp, og rödd hennar var ákveðnari. „Ég laug aldrei að þér.” „Ó, nei," rödd Lukes var bitur. „Þú sagðir ekki ósatt, er það? En þú fékkst mig til að halda að ég og Rhiannon værum hálfsystkini!” Hún leit inn í ásakandi augu hans. „Þú dróst sjálfur þínar ályktanir.” „Já, og það væri synd að segja að þú hefðir reynt að leiðrétta mig. Þú sagðir mér aðeins hálfan sannleikann, ekki satt? Og þó virtist þú vera svo sannsögul og heiöarleg! Ég treysti þér. Ég hélt að þú bærir of mikla virðingu fyrir mér til að ljúga. Nú veit ég að það var ekki rétt.” Framhald i næ\(a hladi 24. tbl. Vlkan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.