Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 44
Útdráttur: „Faðir þinn drap þrjá menn og dæmdi mig til lífstíðar í þennan hjólastól.” Hin bitra fullvissa í orðum Gareths Jenkins hitti Luke Owen sem svipuhögg. Var þetta virkilega sannleikurinn, sem hann hafði leitað um svo langan veg? Hann var kominn til Abermorvent alla leið frá Afríku til að reyna að komast til botns i þvi, hvað olli föður hans, Enoch, slikum hugarkvölum, að hann gat ekki dáið rólegur, fyrr en sonur hans hafði lofað honum, að hann skyldi fara og segja íbúum Abermorvent, að sökin hefði ekki verið hans. Nú hafa þrír af íbúum Abermorvent staðfest sekt föður hans, þrjár manneskjur, sem ekki ættu að hafa neina ástæðu til að Ijúga að honum, þeir Jenkinsfeðgar og Nancy Nation, eina konan, sem faðir hans hafði elskað. Svo virðist, sem Luke komist ekki nær sannleikanunt, þótt hann sé allt annað en sáttur við þá sögu, sem hann hefur fengið að heyra. En svo mjög sem þessi niðurstaða fær á hann, á hann þó viö annað vandantál að glíma, sem ekki vcldur honum minni hugarkvölum. Af því sem Nancy hefur sagt honum, getur hann ekki betur skilið en að Rhiannon, stúlkan, sem hann hefur fellt ástarhug til eftir stutt kynni, sé hálfsystir hans. Honum er nú Ijóst, að hann verður að fara frá Abermorvent, en honum hrýs hugur við því að kveðja Rhiannon. „Sagði faðir minn þér frá því?” „Já. Hann er virðingarverður maður.” Jenkins leit hvasst á hann. „Öllum þykja feður sínir virðingarverðir menn, hr. Owen. Faðir minn vildi, að ég ynni í verkfærakofanum eftir slysið. En ég gat það ekki. Að vera einn daginn niðri í námunum við mestu erfiðisvinnu sem til er; og þann næsta í verkfærakofanum að gera við námulampana. Það er sú vinna, sem þeir eru vanir að láta gömlum námamönnum í té og...” BlTURLEIKI hans fyllti skúrinn, en reiðin var horfin. Nú fyrst gat Luke litið í kringum sig. Vinnubekkurinn var hlaðinn viðarbútum og sagi, og á slá við vegginn héngu margir göngustafir. Margir þeirra voru mjög venjulegir útlits, en úrval af sérkennilega útskorn- um stöfum hékk næst vinnuborðinu. Luke gat ekki annað en starað á þá. Hvert og eitt af handföngunum var listavel skorið út; hundshaus með grein í kjaftinum, regnbogasilungur milli tveggja mannsfingra, lax veiddur í net — og þann siðasta gat Luke ekki annað en orðið starsýnt á. Þessi göngustafur hafði handfang, sem skorið var út eins og örn, sem hefur sig til flugs. lætta var svo vel unnið. að hann virtist næstum lifandi. Rödd Jenkins truflaði hugsanir Lukes. „Hvað finnst þér, hr. Owen?” „Þetta er hreinasta meistaraverk. Má ég skoða hann betur?” Framhaldssaga eftir Malcolm Williams Pílagrímsferð tíl fortíðarinnar „Gjörðu svo vel.” Honum virtist standa á sama, en þó fylgdist hann gaumgæfilega með Luke, þegar hann lyfti stafnum varlega upp og skoðaði hann. „lætta er einhver fallegasti hlutur. sem ég hef séð." Jenkins reyndi að mótmæla. „Þetta er aðeins til að eyða tímanum. Ég hef nóg af honum. Hvers vegna ertu svona hrifinn af þessum?” Luke reyndi að velja orð sín. „Vegna þess... að hann er sérlega vel gerður. Og það er svo mikil tilfinning lögð i útskurð- inn, að auðséð er, að hann hefur skipt þig miklu máli.” Gareth Jenkins hló, ekki eins bitur- lega í þetta skiptið. „Þú hefur rétt fyrir þér. Þessi stafur er sá, sem ég held mest upp á. Fyrir mér táknar hann — frelsi. Frelsi frá þessum.” Hann klappaði á handfangið á hjóla- stólnum, en það var engin sjálfsvorkunn í rödd hans. Luke vissi þá að hann hafði haft á réttu að standa. Gareth Jenkins var nógu mikill maður til að horfast í augu við fortíðina — og framtíðina. En Luke varð að orða hugsanir sínar. „Á vissan hátt held ég, að faðir minn hafieinnig þráðfrelsi.” „Frá sektartilfinningu sinni?” „Ég veit jjað ekki, hr. Jenkins. Það er það sem égekki veit...” Luke kvaddi og gekk út í sólskinið. Morlais Jenkins hafði haft rétt fyrir sér með sársaukann. Með því að koma hingað hafði hann ekki aðeins ýft upp sin eigin gömlu sár, heldur einnig sár Gareths Jenkins. Hafði það í raun og veru verið þess virði? Hann hafði viljað, að einhver segði honum, að þau hefðu öll haft rangt fyrir sér i sambandi við Enoch Owen. En enginn hafði sagt það, og nú hafði hann heyrt sannleikann hjá eina manninum, sem var til frásagnar. Dapurleikinn hvolfdist yfir hann, þar sem hann gekk aftur að bílnum. Nú yrði 44 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.