Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 25
'EM HÖTTCHE er aögufrmgt hús, fullt fomminja og góðs matar. PARK-HOTEL við Poppelsdorfer höll. Þar er verðið 65-75 mörk einstaklings- herbergið og 95-130 mörk tveggja manna herbergið. Ódýrara hótel i gamla miðbænum, naístum alveg við Rín, er RHEIN- LAND, við Berliner Freiheit 11. Þareru 28 herbergi, öll með baði. Verðið er 55 mörk einstaklingsherbergið og 92 mörk tveggja manna herbergið. Enn ódýrara hótel á svipuðum slóðum er hið örsmáa LÖHNDORF við Stockenstrasse 6, en þar eru fæst hinna fimmtán herbergja með baði. Verðið er 35-42 mörk einstaklingsherbergið og 48- 72 mörk tveggja manna herbergið. Eins og önnur hótelverð, sem hér hafa verið rakin, felur þetta i sér morgunverð. Gamlir viöir, bindiverk og arin- eidur Besta veitingahúsið í miðbænum er CHEZ LOUP við Oxfordstrasse 18. Það er lítil hola, sem tekur aðeins 45 manns í sæti. Eigandinn og matsveinninn Karl- Heinz Wolf fær mikið af hráefnum beint af mörkuðum Parisar. Hann býður ekki upp á neitt úr frysti né dósum. Matreiðslan er á nútíma franska vísu. Á Chez Loup get ég mælt með dúfna- og gæsalifrarkæfu, lambaskinku með hvítlaukskryddi og grænmetissoðnum krabbadýrum. Vínlistinn er óvenju 4 skotínu við hlifl ráðhússins er veitingahúsið EM HÖTTCHE. góður. Það er dýrt að borða á Chez Loup og má reikna með, að maturinn fari tæpast niður fyrir 60 mörk og hæglega upp í 100 mörk. Sögufrægasta veitingahúsið i Bonn er EM HÖTTCHE, sem þýðir 1 kofanum. Það er ákaflega vel í sveit sett, þrengir sér milli ráðhússins og Sternhotel við torgið Markt. Þar hefur verið rekið veitingahús síðan 1389 eða i nærri sex aldir. Eftir loftárásir siðari heimsstyrjaldar- innar var veitingahúsið endurreist í gömlum stíl úr viðum gamalla bónda- bæja og fyllt forngripum af ýmsu tagi. Það er notalegt að hverfa úr hringiðu torgsins fyrir utan inn í þetta rómantíska umhverfi. Fremst er bjórkrá að nafni Kutscher- stube eða Kúskastofa á íslensku. Hún er i sama stíl og veitingastofan inn af henni. Á veitingastofunni hef ég fengið ágætan mat i hefðbundnum stil, kálfa- bris og kálfanýru, smjörsteikt með hvítum kartöflum og litlum grænum baunum. Súpa dagsins var rjómuð og með ristuðum brauðbitum, krydduð vel. Em Höttche býður upp á tvíréttaðan mat á 8,50 mörk, 12,50 mörk, 15,50 mörk og 17,50 mörk. Verðið má því teljast hóflegt eftir þvi sem kaupin gerast í Þýskalandi. Ég sat innst, þar sem myndin er tekin. Í öllum veggjum var gamalt timbur og bindiverk í bland. Að vetrarlagi logar þar eldur í arni. Matstofan er svo vinsæl. að borð verður að panta með sólarhrings fyrirvara. Heimurinn er lítill, líka þar Í Bonn er einna mest gaman að koma á 1M STIEFEL eða 1 stígvélinu við Bonngasse 30 í hjarta borgarinnar. Þafl er á IM STIEFEL sem stúdentamir borða, þegar þeir eiga „aur". Þangað koma stúdentar og prófessorar, þegar þeir eiga „aur” og fá sér snarl með bjór. 1 150 ár hefur þetta verið stúdenta- búlan i Bonn. Þarna drekka menn bjór og snæða svinsbóg eða síldarflök, súrkál eða baunir, sjólax eða blóðpylsur. Réttirnir eru frá 7 mörkum upp í 17 mörk. Ég og kunningi minn lentum i hróka- samræðum við tvo prófessora, sem voru að hvíla lúin bein eftir vel heppnaðan innkaupaleiðangur milli vínkaupmanna borgarinnar. Síðar komst ég að því, að heimurinn er litill, því að ég hitti annan þeirra fáum dögum síðar á götu i Berlín. Annað sögufrægt veitingahús, sem ég þekki í Bonn er IM BÁREN á númer 1 í öngstrætinu Acherstrasse. Þar er boðið upp á 30 rétti frá 6 mörkum upp i 20 i þessu húsi fæddist Beethoven. mörk. Matreiðslan þar er í hefðbundn- um stíl eins og innréttingin. Góða vínkrá þekki ég i gamla þænum, WEINHAUS JACOBS í Friedrich- strasse 23. Þar er hægt að fá sæmilegt snarl og ágætis þýsk hvitvín á hóflegu verði. 25 mismunandi vin fást þar í glasatali og 80 eru seld i heilum flöskum. Þarna hef ég fengið Meddersheimer Edelberg, Riesling Spátlese, af árgangi 1976, á tæplega 18 mörk, svo og hið heimsfræga Steinberger, Riesling Kabinett, af árgangi 1975, á 18,50 mörk. Það eru til hlutir, sem eru ódýrari í Þýskalandi en á íslandi. Fína fólkið í utanrikisþjónustunni og sendiráðunum borðar svo á St. Michael, Haus Maternus eða Mövenpick suður í Bad Godesberg. 1 þau hús hef ég ekki komið, en maturinn er sagður ekki bara dýr, heldur líka góður. Öll hótelin og veitingahúsin, sem hér hefur verið bent á, eru í gamla miðbænum í Bonn, en þar er einmitt ánægjulegast að vera, ef menn eru ein- hverra hluta vegna á ferðinni í höfuð- borg Vestur-Þýskalands. Jónas Kristiánsson / næstu Viku: Köln 24. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.