Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 24
Vikan skoðar hótel og veitingahús í Þýskalandi Gott er 1 Bonn að vera í gamla miðbænum Bonn var lítill og syfjulegur háskóla- bær, þegar Adenauer kanslari gerði hann að höfuðborg Vestur-Þýskalands. Og enn þann dag í dag er miðbærinn i Bonn lítill og syfjulegur háskólabær, meira að segja bara notalegur. Þinghúsin og ráðuneytin voru reist sunnan við gamla bæinn. Sendimenn erlendra rikja komu sér fyrir enn sunnar, í smábænum Bad Godesberg. Það fer þvi ekki mikið fyrir höfuðborg eins voldugasta ríkis heims, þegar þú ert staddur i einni af hinum fjölmörgu göngugötum í gamla miðbænum. Til eru minni um keltneska búsetu í Bonn fyrir örófi alda. Frægastur er þó bærinn sem fæðingarstaður tónskáldsins Beethovens. Húsið stendur enn og er vinsæll skoðunarstaður ferðamanna. Dómkirkjan í Bonn, Munster að nafni, er 900 ára gömul. Aðrar sögufrægar byggingar eru meðal annars ráðhúsið, sem er frá 1737, háskólinn og Poppelsdorfer-höll. Öll eru þessi hús i miðbænum, svo og hin glæsilega Beethoven-höll, nýtískulegt tónlistar- virki á Rínarbakka. Einkar þægilegt er að skoða sig um i litlum fjarlægðum gömlu Bonnar. Miðpunkturinn er torgið Markt, þar sem er útimarkaðurinn, ráðhúsið, veitinga- húsið Em Höttche og hótelið Sternhotel. Umhverfis torgið liggja þægilegar göngugötur til allra átta. Útimarkaður við herbergis- gluggann Mér þykir mest gaman að þúa á STERNHOTEL við Markt 8 og fá herbergi, sem snýr út að torginu. Það er fjörlegt að vakna við ysinn og þysinn, þegar viðskiptin í grænmeti, ávöxtum og blómum eru að hefjast á útimarkað- inum. Sternhotel er ekki I hópi fínustu hótelanna í Bonn. Það er gamalt og fremur gamaldags, en bað fylgir þó næstum öllum herbergjunum, sem eru 55 að tölu. Einstaklingsherbergi með morgunverði kostar nú 45-77 mörk og tveggja manna herbergi 66-116 mörk. Ef menn vilja sofa út á morgnana, er líklega betra að gista á KÖNIGSHOF við Adenauerallee 9, sem er I rólegum garði við háskólann í borgarmiðju, aðeins fimm mínútna göngu frá Markt. Á þvi hóteli ríkir sæmileg ró allan sólar- hringinn. Öll 83 herbergin á Königshof eru með baði. Verðið er nokkru hærra en á Sternhotel eða 70-90 mörk einstaklings- herbergið og 110 mörk tveggja manna herbergið. Sjálfur þekki ég Königshof og get mælt með því. En kunnugir segja mér, að þægilegasta og rólegasta hótelið i Bonn sé hið 67 herbergja SCHLOSS- Elskan, vekjaraklukkan y er búin afl < hringja. J Berti og , Bína eru * stundvís að vanda. \ Það tilheyrir að kveikja ) 'v'—í á sjónvarpinu. V Allt er tilbúið inni i stofu. sjáumst á morgun. r*V£EÞ- © Bvlls 24 Vikan 24. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.