Vikan


Vikan - 14.06.1979, Side 24

Vikan - 14.06.1979, Side 24
Vikan skoðar hótel og veitingahús í Þýskalandi Gott er 1 Bonn að vera í gamla miðbænum Bonn var lítill og syfjulegur háskóla- bær, þegar Adenauer kanslari gerði hann að höfuðborg Vestur-Þýskalands. Og enn þann dag í dag er miðbærinn i Bonn lítill og syfjulegur háskólabær, meira að segja bara notalegur. Þinghúsin og ráðuneytin voru reist sunnan við gamla bæinn. Sendimenn erlendra rikja komu sér fyrir enn sunnar, í smábænum Bad Godesberg. Það fer þvi ekki mikið fyrir höfuðborg eins voldugasta ríkis heims, þegar þú ert staddur i einni af hinum fjölmörgu göngugötum í gamla miðbænum. Til eru minni um keltneska búsetu í Bonn fyrir örófi alda. Frægastur er þó bærinn sem fæðingarstaður tónskáldsins Beethovens. Húsið stendur enn og er vinsæll skoðunarstaður ferðamanna. Dómkirkjan í Bonn, Munster að nafni, er 900 ára gömul. Aðrar sögufrægar byggingar eru meðal annars ráðhúsið, sem er frá 1737, háskólinn og Poppelsdorfer-höll. Öll eru þessi hús i miðbænum, svo og hin glæsilega Beethoven-höll, nýtískulegt tónlistar- virki á Rínarbakka. Einkar þægilegt er að skoða sig um i litlum fjarlægðum gömlu Bonnar. Miðpunkturinn er torgið Markt, þar sem er útimarkaðurinn, ráðhúsið, veitinga- húsið Em Höttche og hótelið Sternhotel. Umhverfis torgið liggja þægilegar göngugötur til allra átta. Útimarkaður við herbergis- gluggann Mér þykir mest gaman að þúa á STERNHOTEL við Markt 8 og fá herbergi, sem snýr út að torginu. Það er fjörlegt að vakna við ysinn og þysinn, þegar viðskiptin í grænmeti, ávöxtum og blómum eru að hefjast á útimarkað- inum. Sternhotel er ekki I hópi fínustu hótelanna í Bonn. Það er gamalt og fremur gamaldags, en bað fylgir þó næstum öllum herbergjunum, sem eru 55 að tölu. Einstaklingsherbergi með morgunverði kostar nú 45-77 mörk og tveggja manna herbergi 66-116 mörk. Ef menn vilja sofa út á morgnana, er líklega betra að gista á KÖNIGSHOF við Adenauerallee 9, sem er I rólegum garði við háskólann í borgarmiðju, aðeins fimm mínútna göngu frá Markt. Á þvi hóteli ríkir sæmileg ró allan sólar- hringinn. Öll 83 herbergin á Königshof eru með baði. Verðið er nokkru hærra en á Sternhotel eða 70-90 mörk einstaklings- herbergið og 110 mörk tveggja manna herbergið. Sjálfur þekki ég Königshof og get mælt með því. En kunnugir segja mér, að þægilegasta og rólegasta hótelið i Bonn sé hið 67 herbergja SCHLOSS- Elskan, vekjaraklukkan y er búin afl < hringja. J Berti og , Bína eru * stundvís að vanda. \ Það tilheyrir að kveikja ) 'v'—í á sjónvarpinu. V Allt er tilbúið inni i stofu. sjáumst á morgun. r*V£EÞ- © Bvlls 24 Vikan 24. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.