Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 17
Ég hélt aö ég væri farin að skilja hugsanagang ykkar..." Hann settist við hliðina á mér. „George er úr hinni fylkingunni i Padbourne. Þess vegna hefur þú aldrei séð hann áður. Hann fékk sprengjubrot í handlegginn i siðustu árás á Hamborg. Hann flaug Spitfire í baráttunni um Bretland. Það er slæmt þegar kviknar i flugstjórnarklefanum. sérstaklega ef ekki tekst að opna tjaldið. Þá frjósa menn, eins og George. En hann var samt heppinn. Það bjargaði honum að hann lenti i sjónum. Þeir hafa gert kraftaverk á svona mönnum." Hann rétti fram hendurnar. „Það er heldur ekki svo slæmt sem þeir gerðu fyrir mig." Ég greip hægri hönd hans og kyssti hana. „Ég ætti að skammast min." „Það ættir þú að gera.” sagði hann kuldalega. „Förum nú og lítuni á Bunny ogTed." Mér átti eftir að bregða betur. þegar við komum á deild þrjú. Einn gekk á Johnny í dyrunum. Hann var með bundið fyrir augun og var að reyna að fálma sig áfram með staf. Hann baðst auðmjúklega afsökunar. Johnny þekkti röddina og aftur hófust samræður í létt- um dúr, sem mér fannst hræðilegar. Þegar inn kom lá mjög fölur piltur í fyrsta rúminu. Undir sænginni var aðeins rammi þar sem fæturnir höfðu áður verið. Náunginn í næsta rúmi heilsaði Johnny líka kátur i bragði. Sumaríö sem var Hann var búinn að rnissa vinstri hand- legginn framan viðolnboga. Johnny sleppti þvi að kynna mig og ég stóð þarna við fótagaflinn með aulalegt bros á vör. Þegar við gengum i burtu sagði hann. „Veistu hvað hann gerði áður? Hann var golfleikari. Þannig er kaldhæðni örlaganna." Mér leið enn verr en áður og óttinn greip mig á ný. Johnny tók í höndina á mér og sagði blíðlega. „Vertu nú dugleg stúlka. Þetta er að verða búið.” Bunny sást hvergi, en Ted lá i rúminu á endanum. Hann var með lokuð augun og mjög veiklulegur. Johnny leit á mig og hristi höfuðið þegar við læddumst i burtu. Ted opnaði aðeins augun. Hann brosti undirfurðulega. „Komið þið sæl," sagði hann. Svar Johnny er ekki prenthæft. Ég hafði aldrei heyrt hann nota slíkt götu- mál. Síðan bætti hann við: „Kate er hérna.” Ted teygði sig til að taka i höndina á mér. Ég beygði mig niður og kyssti hann. „Þetta er sá eini rétti. Kate,” hvislaði hann. „Ef þú hefur eitthvert vit I kollinum þá heldurðu þig við hann, vinkona, og sleppir honum ekki.” Hann lokaði augunum og það var auðséð að hann kvaldist mikið. „Hvíldu þig nú, Ted. Við lítum til þín seinna," muldraði Johnny. Það rifaði í augun. „Hafðu ekki áhyggjur af mér, Johnny. Það er allt i lagi með mig. Þeir geta ekki snert mig framar." Við mættum ungum skurðlækni i dyr- unum á leiðinni út. Hann var i hvítum flaksandi slopp utan yfir einkennisbún- ingnum. „Afsakið, get ég fengið að vita hvernig Ted Ormeroyd líður?” spurði Johnny. Læknirinn leit á borðana hans. „Já," sagði hann. „Þú ert Stewart, náunginn sem stökk með hann. Hann er með sprengjubrot i vinstra iunga, en hann nær sér. Það mun vitanlega taka sinn tíma, en eitt er vist. Hann mun aldrei fljúga framar. Mun ekki þola loft- hæðina.” „Þú átt við að hann sé laus?" spurði Johnny. „Já, svo mikið er vist.” Læknirinn hrosti. „Ef þú ert að leita að flugmannin- um þínum, O’Hara, þá sá ég hann rétt áðan í hvildarherberginu. Við útskrifum hann á morgun.” Við gengum út af deildinni. Mér til mikillar undrunar hallaði Johnny sér að veggnum og hló. „Hvað er svona fyndið?" spurði ég. „Góði, gamli Ted," sagði hann. „Skilurðu ekki,-Kate? Hann er laus. Ég nteina, hann mun örugglega Irfa. Finnst þér þaðekki stórkostlegt?" Skyndilega óskaði ég þess af öllu hjarta að það væri Johnny sem lægi þarna svolitið særður. jafnvel bæklaður. en öruggur um að halda lifi. Við fundum Bunny við kaffiborð í horninu i hvíldarherberginu þar sem hann var að leggja kapal, með vinstri handlegginn i fatla. Hann var ntjög ánægður að sjá okkur, þrýsti höndina á Johnny og heimtaði að fá að kyssa mig. „Mér liður vel." sagði hann. „Einungis líkantleg sár, eins og Errol Flynn i Hollywood myndunum." „Ég frétti að það ætti að útskrifa þig á morgun,” sagði Johnny og rétti honum sigarettu. „Rétt er það. Hálfs mánaðar veikindafri og síðan aftur i blóðbaðið.” Hann klappaði á öxlina á Johnnt. „Þú lætur þá ekki flytja þig áður en ég kem aftur, Johnny?" Honum var þungt niðri fyrir, þó að hann brosti. „Ég treysti á þig. Ég meina við Ijúkunt þessu santan, er þaðekki?” „Þú getur bölvað þér upp á það." Johnny greip um heilu öxlina. „Hvað ætlar þú að gera i friinu? Ætlarðu heim?" Bunny kinkaði kolli. „Það er allt ákveðið. Ég fæ far með flutningavél til Limavady á Norður írlandi. Þaðan fer ég með lest suður á bóginn." gissur 24. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.