Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 34
Rauðir skór á geð- veikrahæli Kæri draumrábandi: Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi i nótt. Mér fannst ég vera á dýrasýningu og vera að skoða tvær slöngur, sem voru þarna í búri. Ég var að pæla í, hvort þær slyppu ekki út og spyr gæsiumanninn að því. Hann kvað nei við því og fer við svo búið. Þá sé ég að þær eru að skríða út og mérfannst endilega að þœr myndu ráðast á mig. Ég tek á sprett og hleyp og hleyp en sé gæslumanninn hvergi. Ég var að leita að honum til þess að láta hann vita að þær væru að skríða út. Ég spyr nokkra um manninn en enginn hafði séð hann. Kem ég svo að hárri brekku og var ofsalega mikill snjór, alveg mann- hæðar háir skaflar á brekkunni og mokaður hafði verið smá stígur í snjóinn. Treð ég mér þar upp en það var svo þröngt að ég varð að skríða aftur á bak uppeftir henni, en kemst þó upp. Þá var alveg jafnbratt niður hinum megin og ég renn á rassinum niður eftir. Mæti ég þá tveimur strákum, sem eru að leika sér og annar var ívið eldri. Hann tekur utan um mig en mér fannst hann heldur ungur til slíkra hluta og fer frá þeim. Þá kem ég í Austurstræti og mœti tveimur rónum og annar eltir mig. Ég verð alveg ofsalega hrædd og hleyp yfir götuna og þar situr ungt par og spyr ég þau, hvort ég megi ekki sitja, sem ég og geri. Sé ég þá að ég er komin í alveg ógeðslega rauða skó, slitnir og rifnir voru þeir en samt var dálítið gott að ganga á þeim. En ég vildi fyrir alla muni fá mína skó, því ég skammaðist mín fyrir þessa. Stelpan sagðist vita hvar skórnir mínir væru og væru þeir á geðveikrahæli þar I grennd og býðst hún til að fylgja mér. Hún lætur mig hafa brúna skó, skárri en þessa rauðu, og vill lána mér þá á meðan við leitum að mínum. En þeir meiða mig, það var ferlega óþægilegt að ganga á þeim og ég skila þeim aftur. Svo komum við að hælinu og ég fer ein inn. Þá kemur forstöðukonan með skó, sem hún sagði að væru mínir og hefði hún geymt þá fyrir mig. Hún réttir mér skóna, en þetta voru alls ekki mínir skór. Þessir voru brúnir með opinni tá en vel útlít- andi og sagði ég henni frá þessu. Hún Mig dreymdi verður þá reið og segist vita mjög vel að þetta séu mínir skór. Þrætum við um þetta smástund og hún rýkur I burtu í fússi. Þá sé ég fatahengi og mikið af skóm. Ég fer að leita að mínum og var alveg viss um að þarna hlytu skórnir mínir að vera. Á meðan ég var að gramsa þarna sé ég tvær gamlar konur, greinilega sjúklinga, og tók ég bara eftir annarri sökum þess hve gömul og hrukkótt og alveg hræðilega Ijót hún var. Hún situr og tuldrar eitthvað fyrir munni sér, sem ég heyrði ekki hvað var. Ég held svo áfram að leita en það er einhver beygur I mér og vildi fyrir alla muni drífa mig I burtu, en held þó áfram að leita ogfnn annan skóinn, en hinn fnn ég ekki. Ég var alveg viss um að hann vœri þarna en ég bara fann hann ekki. Svo sé ég hvítan plastpoka þarna með fötum, sem ég átti að mér fannst og tek hann. Þá rek ég augun I brúna peysu, frekar karlmanns helduren hitt. Mig langaði að eiga hana, stel henni og treð henni I annan poka ásamt öðrum fötum, sem ég stal þarna. Svo fer ég en á leiðinni út mæti ég vistmanni, sem var ungur maður. Hann segir að hann sé nú bara leigjandi þarna, raunar búi hann I Erakklandi. Svo kveðjumst við og þá eru tvíburadætur mínar komnar þarna ogfannst mér að pabbi þeirra hefði laumað þeim til mín þangað. Ég er að pæla I því hvernig I ósköpunum ég ætti að fara að því að komast I burtu með tvo plastpoka, tvö börn og bara einn skó. Við þetta vaknaði ég og bið ég þig kæri draumráðandi að ráða fyrir mig þennan draum sem fyrst, því hann er ákaflega þýðingarmikill í ákveðnu sambandi. Ég sendi draum fyrir nokkru og hann var alveg ofsalega lengi að komast á prent hjá ykkur, ég veit að það er alveg ferlega mikið að gera þarna en gœtuð þið ekki gert smáundantekningu? Ég er nefnilega svolítið hrædd um að þessi draumur boði ekkert gott og hef raunar fengið ráðningu á honum, en treysti ykkur betur. Andrea P.S. Rétt áður en mig dreymdi draum þennan, þá dreymir mig að ég er að tína blóm og er að hnýta mér vönd, sem var ofsalega fallegur. Þetta var sömu nóttina. Því miður verður því ekki breytt að Vikan þarf nokkuð langan vinnslutíma og því verður þú að sætta þig við að bíða ráðningar í nokkrar vikur. Það er rétt hjá þér að draumur þessi er á margan hátt frekar slæmur, en þó ekki að öllu leyti. Hann er líklega fyrir nokkuð stórum atvikum í lífsgöngu þinni og gæti komið fram á nokkuð mörgum árum. Líklega er þarna sterk bending um erfiðleika í sambandi við tvíburadætur þínar, og þá einkanlega fjárhagslega. Það mun samt verða þér happadrýgst að láta ekki undan þótt móti blási og reyna að nýta þau tæki- færi sem bjóðast. Ýmislegt í einkalífinu á eftir að ganga brösótt, annaðhvort finnst þér sem allt gangi sem best verður á kosið, eða tilveran alveg óbærileg. Skaplyndi þitt er þér þröskuldur við að reyna að rata hinn gullna meðalveg. Þú skalt reyna að flýta j)ér hægt í sambandi við allar meiriháttar ákvarðanir og líklega verður ýmislegt í sambandi við makaval þitt ekki með öllu tíðindalaust. Til þess að ná settu marki í lífinu átt þú ef til vill eftir að þurfa að sýna meiri hörku og dugnað en flestir aðrir og sæta talsverðu baktali en takist þér að láta ekkert á þig fá mun framtíðin verða bjartari en þú átt von á um þessar mundir. 34 Vikan 24.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.