Vikan


Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 14.06.1979, Blaðsíða 5
Chrysler Windsor árgerð 1947 Þessi glæsilegi bíll er í eigu Þorsteins Baldurssonar fram- kvæmdastjóra. — Ludvig Storr, konsúll, flutti þennan bíl til landsins, þá alveg nýjan, og notaði hann sem danskan konsúlbíl í hartnær 30 ár. Enda er á honum gat sem sér- staklega er ætlað fyrir danska fánann. Þegar Storr seldi bílinn lenti hann á flækingi og fór illa á því að skipta svo oft um eigendur. Aðeins einn af þeim mörgu sem áttu bílinn fór vel með hann, en það var Tómas Tómasson, bætir Þorsteinn við. — Svo eignast ég bílinn suður í Keflavík og þá var hann ekkert nema flak. Síðan hefur fjöldi manns unnið i honum og nú er hann að komast í gott lag. Það er búið að skipta um margt í þessum bíl en allt sem hefur verið sett i hann hefur verið gert á réttan hátt. Ég er nýbúinn að finna hræ af sams konar bil austur í Hrunamannahreppi og það verður rifið á vísindalegan hátt og notað í þennan. Við sem erum að fást við að safna og gera við fornbíla litum svo á að hlutverk okkar sé að geyma þessa bíla þangað til að risið hefur safn fyrir þessa gömlu höfðingja þar sem þeir verða geymdir sem minnisvarði um sérstakan þátt í þjóðlífinu. Umsögn VIKUNNAR: 1 þessum stórglæsilega bíl er 6 strokka vél, hálfsjálfskipting (fluid-drive) og hann eyðir ekki nema um 20 lítrum á 100 km. Bíllinn er stór og þungur og öll keyrsla afar þétt, þannig að engu er líkara en maður sitji í Jumbo- þotu frekar en bíl. í bílnum er ýmislegt sem talið hefur verið lúxus á sínum tíma, útvarp sem gellur betur en nokkur hljóm- flutningstæki, gamalt og hefur alltaf verið I bílnum, tvær miðstöðvar og fleira. Allur er bíllinn hinn fegursti að innan, mjúkur og stór og verður best lýst með orðunum: Hann var mjúkur, stór og fallegur. Er hægtað biðja um meira? 24. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.