Vikan


Vikan - 14.06.1979, Side 5

Vikan - 14.06.1979, Side 5
Chrysler Windsor árgerð 1947 Þessi glæsilegi bíll er í eigu Þorsteins Baldurssonar fram- kvæmdastjóra. — Ludvig Storr, konsúll, flutti þennan bíl til landsins, þá alveg nýjan, og notaði hann sem danskan konsúlbíl í hartnær 30 ár. Enda er á honum gat sem sér- staklega er ætlað fyrir danska fánann. Þegar Storr seldi bílinn lenti hann á flækingi og fór illa á því að skipta svo oft um eigendur. Aðeins einn af þeim mörgu sem áttu bílinn fór vel með hann, en það var Tómas Tómasson, bætir Þorsteinn við. — Svo eignast ég bílinn suður í Keflavík og þá var hann ekkert nema flak. Síðan hefur fjöldi manns unnið i honum og nú er hann að komast í gott lag. Það er búið að skipta um margt í þessum bíl en allt sem hefur verið sett i hann hefur verið gert á réttan hátt. Ég er nýbúinn að finna hræ af sams konar bil austur í Hrunamannahreppi og það verður rifið á vísindalegan hátt og notað í þennan. Við sem erum að fást við að safna og gera við fornbíla litum svo á að hlutverk okkar sé að geyma þessa bíla þangað til að risið hefur safn fyrir þessa gömlu höfðingja þar sem þeir verða geymdir sem minnisvarði um sérstakan þátt í þjóðlífinu. Umsögn VIKUNNAR: 1 þessum stórglæsilega bíl er 6 strokka vél, hálfsjálfskipting (fluid-drive) og hann eyðir ekki nema um 20 lítrum á 100 km. Bíllinn er stór og þungur og öll keyrsla afar þétt, þannig að engu er líkara en maður sitji í Jumbo- þotu frekar en bíl. í bílnum er ýmislegt sem talið hefur verið lúxus á sínum tíma, útvarp sem gellur betur en nokkur hljóm- flutningstæki, gamalt og hefur alltaf verið I bílnum, tvær miðstöðvar og fleira. Allur er bíllinn hinn fegursti að innan, mjúkur og stór og verður best lýst með orðunum: Hann var mjúkur, stór og fallegur. Er hægtað biðja um meira? 24. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.