Vikan


Vikan - 12.07.1979, Side 34

Vikan - 12.07.1979, Side 34
Hringar á fermingar- daginn Kœri draumráðandi. Ég vona að ég fái svar við þessum draumi því hann er mérsvo minnis- stæður. Þá kemur hann: Mér fannst ég vera stödd í herberg- inu mínu. Þetta var daginn sem ég var fermd. Það voru engir veislugestir og lítil veisla. Ég var í mjög vondu skapi en var að skoða tvo hringa sem mér voru gefnir. Annar passaði á hægri baugfingur en hinum kom ég á hálfan vinstri litlafingur. Þeir voru báðir mjög fallegir en þessi stærri var mikið stærri um sig, með stórum steini og snúru í kring en hinn var með litlum steini og einhverju skrauti. Ég vissi ekki frá hverjum þeir voru og var að fara að spyrja mömmu, hvort hún vissi það, þegar ég vaknaði. Kæri draumráðandi, ég vona að þú ráðir þennan draum fljótt og vel. 31 74- 7678 Heppnin fylgir þér eins og rauður þráð- ur í gegnum hina ýmsu erfiðleika og flest snýst þér í hag. Þú mátt eiga von á að bindast heldur ung að árum og er ráðlegast að fara þér hægt í því efni. Einhver góður vinur reynist þér ómet- anleg stoð og stytta i framtíðinni og þú munt kunna vel að meta mannkosti hans. Mamma og pabbi í heimsókn Kæri draumráðandi. Mig dreymdi svo einkennilegan draum sem mig langar að biðja þig að ráða. Þannig var að mér fannst pabbi, mamma, systir mín og barnið hennar koma í heimsókn til mín. Hún réttir barnið strax til mín og ég fer að leika við það. Þá segir pabbi allt í einu: „Systir þín á engan mann lengur. Hann tók alla peningana, sem þau voru búin að safna saman, og fór til Færeyja, ” — að mér skildist. Lengri var draumurinn ekki. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Jóna. Mig dreymdi Þér berast óvæntar fréttir af einhverjum í fjölskyldunni og líklega hefur það meiri áhrif á gang mála en sést í fljótu bragði. Þetta þarf þó ekki að vera á nokkurn hátt tengt þessum mági þínum og frétt- irnar gætu allt eins verið mjög jákvæð- ar. Gömul kona brennir in ' Kœri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég og önnur stelpa koma inn í hús. Þar var fyrir gömul kona og stendur hún við stóran ofn. Við förum til hennar og spyrjum hvað hún sé að gera. Hún segist vera að brenna lík. Þegar við spyrjum hana hver það sé segir hún okkur það og reyndist það þá vera vinur föður míns. Einnig sagði hún að hann hefði óskað þess áður en hann dó að hann yrði brenndur. Síðan tekur hún líkið út og fer að skafa öskuna af andlitinu. Hún sagðist gera það til þess að það brynni betur. Nú sagði stelpan, sem með mér var, að hún þekkti manninn. Þegar búið var að jarða hann fórum við stelpan að gröfinni hans og hún setti blóm á leiðið. Eg tek það fram að mér fannst ekkert ógeðslegt að horfa á þetta. Með fyrirfram þökk. G.Þ. Það er sennilegast að draumur þessi boði ekkert heldur sé einungis martröð. Að vísu er lík stundum fyrir láti þess sem líkið er af en það þarf þó alls ekki að vera i þessu tilviki. Svo er einnig sagt að ungri stúlku sé það fyrir misráðinni gift- ingu að sjá lík í draumi, en eins og áður sagði er draumur þessi þó einna helst af- leiðing einhverrar vanlíðunar i raun- veruleikanum sem brýst svo út í draumi en hefur enga raunverulega merkingu. Vinkonan missti fóstur Kæri draumráðandi! Mig langar mikið til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem móður mína dreymdi. Það var þannig að hún var með egg og var búin að spæla eitt og ætlaði að fara að spæla hin tvö. Svo dreymdi hana einnig að vinkona mín væri veik og væri að missa fóstur. Hún sá einnig Ijósmóðurina, sem hún þekkir, og hún var í hvítum slopp. Ég vona að þú ráðir þennan draum fyrir mig, því þetta vekur mikla forvitni hjá mér. Getur þetta verið í sambandi við að einhver ífjölskyldunni verði barns- hafandi? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Ein mjög forvitin Merking draums þessa er mjög óljós, enda ýmis atriði sem vantar með til skýringar annarra tákna hans. Þetta gæti verið fyrirboði þriggja barnabarna móður þinnar, sem þá myndu fæðast jafnvel öll á einu til tveimur árum. Þó þarf það ekki að vera, því stundum eru egg í draumi fyrir erfiðleikum og mannorðstjóni. Sennilega eru atvik þessi vinkonu þinni einungis fyrir góðu, en þó má hún gæta sín á að falla ekki fyrir öllum freistingum, sem á vegi hennar verða. 34 Vikan 28. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.