Vikan - 16.08.1979, Blaðsíða 27
... aðeins nokkrar
hræður á fyrsta bekk
Kæri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig að ráða fyrir
mig draum, sem mig dreymdi.
Mig dreymdi strák, sem ég er ofsa-
lega hrifin af. Draumurinn var þannig,
að mér fannst hann vera dáinn. Við
jarðarförina fannst mér að ég og vin-
kona mín sætum á aftasta bekk. Það
voru mjög fáir i kirkjunni, aðeins
nokkrar hræður á fyrsta bekk. Þegar
verið var að jarðsetja hann fannst mér
að við stœðum einar sér, langt frá
öllum hinum.
Með fyrirfram þökkum fyrir birt-
ingu.
Ein hrifin.
Draumurinn er nefndum strák fyrir
langlífi, svo ekki þarftu að óttast að neitt
komi fyrir hann. Einnig er sennilegt að
þið vinkonurnar giftist báðar mjög ung-
ar og þá jafnvel með óvenju stuttum að-
draganda, en farið samt varlega i að
taka þetta of bókstaflega!
Ég og Travolta
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi að ég væri í skólanum
og ég var í bol, sem ég á. Hann er
rauður og hvítur (uppáhaldslitirnir
hans). Við krakkarnir vorum með
skólaborðin og röðuðum þeim þannig
að þau mynduðu nokkurn veginn
beina röð. Svo fórum við að steypa
okkur kollhnís eftir borðunum, en
Travolta stóð við endann til að taka á
móti okkur. Nú voru allir búnir nema
ég, en þegar ég ætlaði að snúa mér
rann ég alltaf til á borðinu. Það var
sama hvað ég reyndi og reyndi, ég
komst bara alls ekki. Við hlógum öll
innilega, þó sérstaklega ég og Travolta.
Svo sagði Travolta að við yrðum að fá
einhvern til að styðja við borðið, þá
hlógu allir. Þannig endaði þessi
draumur.
Með fyrirfram þökk.
H.S.H.D.l.
Farðu varlega i að treysta þeim, sem
þú þekkir ekki nema að takmörkuðu
leyti. Þú gætir átt á hættu að verða
fyrir miklum vonbrigðum og að ein-
hver notfæri sér hrekkleysi þitt. 1
draumnum er líka ábending til þín um
að þér myndi happadrýgst að hugsa
sjálfstæðar og láta ekki leiðast af skoð-
unum hópsins í flestum málum.
H ^H
drejmdi
Blóð úr augum
systurinnar
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig um að
ráða fyrir mig draum sem var svona:
Mér fannst ég vera á balli einhvers
staðar og ég var að labba um húsið og
tala við fólkið. Allt í einu þusti allt
fólkið út og fór það allt á bakvið hús-
ið. Eg elti af forvitni til að gá hvað
væri að ske. Þegar ég er komin bak-
við sé ég hvar tvær manneskjur liggja.
Eg fer að skoða aðra þeirra og sé að
þetta er systir mín, en ekki sá ég hver
hin var. Allt í einu er mér litið upp að
húsinu og sé að ein stór rúða er brotin,
um leið og ég horfi upp heyri ég að all-
ir eru að tala um að systir mín sé háls-
brotin. Ég fer að skoða hana betur og
sé að blóð rennur úr augum hennar
eins og tár. Mér finnst húsið standa
við sjó en þar sem steipurnar lágu (mér
fannst hin vera stelpa) var steypt plan.
Eg vaknaði við öskrin í sjálfri mér er
égsásysturmína.
Ég vona að þú getir ráðið þennan
draum fyrir mig því að mér mun líða
illa á meðan ég veit ekki merkingu
hans.
K.K.
Það er langlíklegast að þetta eigi sér
enga tengingu í raunveruleikanum, þú
hafir einungis borðað of mikið fyrir
svefninn og fengið martröð. Þó gæti
þetta verið fyrirboði einhverra óhappa,
sem systir þín verður fyrir, en þó er
það ósennilegri skýring en sú fyrri.
Það er ágæt regla að borða sem
minnsta og auðmeltasta fæðu fyrir
svefninn.
Tunglið dansaði yfír
sjóndeildarhringnum
Kæri draumráðandi!
Fyrir nokkru dreymdi migdraum,
sem var svo ákveðinn og skýr að mér
þætti vœnt um að fá hann ráðinn, ef
þú getur. Það er ef til vill betra að
taka það fram að ég vaknaði um miðja
nótt og skrifaði hálfsofandi niður
drauminn.
Samkennari minn og ég fórum upp í
skóla, þó ekki þann, sem við kennum
við. Samkennarinn heitir... Er að
skólanum kom var eitthvað af fólki
þar fyrir utan, sem hvarf fljótlega. ...
settist fyrir utan en ég gekk inn um
glugga. Það var erflðleikalaust og eðli-
legtfannst mér að ganga þar inn. Er
inn var komið fannst mér ég verða vör
við titring eða einhverja hreyfmgu. Þá j
gekk ég að glugganum og horfði út.
Sá ég hvar tunglið eins og dansaði
yflr sjóndeildarhringnum. Það var
fullt. Þá komu tveir fuglar úr gagn-
stæðum áttum ogflugu hvor á móti
öðrum. Þeir voru mjög stórir og
nokkuð dökkir. Síðan kom geimskip
eða eitthvað í líkingu við gamalt loft-
far.
Himinninn breyttist og litfallegar
skýjamyndir komu í Ijós. Þær voru
líkar Maríutásum, fjólubláar og græn-
ar. Öllu þessu fylgdu Ijós og einhver
hljóð. Þá komu fuglarnir aftur í Ijós og
annar þeirra flaug að glugganum, sem
ég stóð við. Mér varð hugsað heim,
fannst ég þurfa að fara þangað, heims-
endir væri í nánd og börnin gætu
orðið hrædd.
Með fyrirfram þökk, Elísabet.
Það ber allt að sama brunni i þessum
draumi, einhver mjög skyndileg um-
skipti verða á högum fjölskyldu þinnar
og í fyrstu áttu erfitt með að átta þig á
breytingunni. Breyting þessi verður á
margan hátt mjög söguleg og að flestu
leyti mjög til góðs fyrir alla aðila. Ein-
hver skyndileg upphefð og velgengni
er þarna undirrót alls og ef til vill mun.
þarna vera um að ræða hluti, sem
ykkur hjónin hefur ekki einu sinni
dreymt um að gætu gerst. Gættu þín
samt á að flas er ekki til fagnaðar og
allri velgengni fylgir eitthvað neikvætt,
svo sem öfund annarra og fleira í þá
áttina.
Atburðir þessir þurfa ekki að gerast
alveg nú á næstunni, því allir draumar
af þessari tegund eiga við langan tíma.
Þó mun breytingin verða mjög skyndi-
leg þegar þar að kemur.
33. tbl. Vikan 27