Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 12

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 12
Jónas Kristjánsson skrífar frá Gríkklandi: 9. grein rískir yoðarrettir (irikkir lial'a ölilum o{! árþúsundum saman setið á krossgötum vesturs og austur. suðurs og norðurs. nieðan íslendingar voru fyrst ekki lil sem slíkir og sátu síðan á endimörkum veraldar. Þjóðhrautarstöðu (irikkja gætir i matargerðarlist eins og á ýmsum öðrum sviðum. Þar blandast eigin uppfinningar saman við egypsk og persnesk áhrif. rómversk og tvrknesk áhrif. (iriskur matur er íslendingum dálitið framandi og þar al' leiðandi spennandi. Þjóðleg matargerðarlist er alltaf forvitni leg. Og á þvi sviði hafa (irikkir meira fram að l'æra en l'lestar aðrar þjóðir. Róntverjar lærðu matargerð af (irikkjum og bættu nokkru um betur. Siðan lærðu hrakkar af Rómverjum og bættu enn um betur. Og loks lóku I rakkar upp á því að læra af sjálfum sér og el'na til endurtekinna byltinga i þess ari merku listgrein. Slik nýjungagirni er ekki i griskri mat reitfslu. Hún er íhaldssöm. gamaldagsog einkum þó fitandi. Þar tróna sykur. hveiti og olíur. Enda missa margar griskar konur virxtinn unt þritugt og karlar um fcrtugt. Kunna betur en viö með tlsk að fara íslendingar hal'a þvi i rauninni ekki margl að læra i matargerðarlist af (irikkjum. Uppskriftir frá Grikklandi eiga l'remur erindi hingað sent til- breyting l'rá hefðbundinni matargerð á Íslandi. A |x;ssu er ein ákaflega mikilvæg undantckning. (Srikkir kunna mun Ix'tur nteð fisk og sjávarrétti að fara en íslendingar. Það er hreinasta unun að snæða á grisku fiskréttahúsi. Grikkir slógdraga l'iskinn. en afhausa hann hvorki né flaka. Þeir grilla hann eða ofnsjóða og gæta þess vel aö ofbjóða ekki viðkvæmum fiskinum nteð of lang vinnri matreiðslu. Viö erum hins vegar forfallnir i fisk- flökum. helst roðflettum ofan á aðra spillingu. I>essi l’lök mauksjóðum við siðan i sundur i vatni cða gr.jótherðum i djúpstcikingarpotti. SKARAS Grillaður fiskur Einfaldasta matreiðslan er besta matreiðslan. (irikkir slógdraga Miðjarðarhafsfiska sina. en skilja þó gjarnan lifrina eftir i kviðarholinu. Inn i holið nudda þeir stundum kryddi. svo sem steinselju. blóðbergi eða safa úr sitrónu. Að utan smyrja þeir fiskinn með olifuoliu. Siðan er fiskurinn grillaður. en alls ekki. ALI.S EKKI. of lengi. Eftir grillun er fiskurinn svo borinn á borð i heilu lagi og oft með kryddsmjöri. Beinin eru litt til trafala. þegar grillaður fiskur er borinn heill á borð. Efra flakinu er rennt ofan af beinagrind inni. Hún er siðan fjarlægð i heilu lagi og þá liggur ncðra flakiðeftir. PLAKI Ofnsoðinn fiskur Þessi aðferðer i Grikklandi ekki siður algeng en sú. sem nefnd er hér að framan. Fiskurinn er slógdreginn. en ckki hausskorinn. flakaður né roðflettur. Hann er saltaður. pipraður. úðaður sitrónusafa og settur i eldfast mót. Siðan er ein uppskriftin sem hér segir: Steikið lauk. hvitlauk og heilmikið af steinselju i olifuoliu. Þið setjið tómat báta út í. þegar laukurinn er orðinn meyr. og látið stikna i nokkrar minútur. Að þvi búnu bætið þiðdálitlu vatni úl i og látið malla áfram i nokkrar minútur. Þessari blöndu hellið þið síðan ofan á fiskinn i mótinu. ennfremur einu glasi af víni. fleiri sneiddum tómötum og þunnum sitrónusneiðum. Að lokum sjóðið þið fiskinn i bökunarofni við vægan hita i um 45 minútur eða cftir stærð fisksins. SOIJVLAKIA Teingrillaðir lambabitar Tcingrillun er önnur fyrirmyndar- aðferð i griskri matargerðarlist. cnda koma þar ekki viö sögu oliur eða annað fitandi bras. Skemmtilegasti rétturinn er þessi: Þú hlutar lambalæri i þumlungsstóra teninga. saltar þá, piprar. úðar sitrónu safa og kryddar aö auki með marjoram eða oregano. Bilana þræðir þú siðan upp á steikarspjót og grillar. helst i svo stuttan tíma. að blcikjan sé ekki horfin úr kjötinu. Spjótin má siðan bera fram á beði úr steinselju eða blaðsalati og með sitrónuhátum. KOBOB Grískur grillteinn Hinn frægi grilltcinaréttur i Grikklandi er búinn til á svipaðan liátl: Þú hlutar lambalæri i teninga eins og sagt er l'rá hér að framan. Þú fjórðungar einnig tómata og lauka og tekur lárviöarlauf til handargagns. Fyrst þræðir þú tómatbát upp á spjótið og lætur sárið snúa aö spjótsoddinum. Siðan þræðir þú upp til skiptis kjöthita. laukbáta. tómatbáta og lárviðarlauf og endar á tómatbáti með sárinu i átt frá spjótsoddinum. Þú krvddar svo spjótið mcð salti. pipar. marjoram og sitrónu safa og grillar loks réttinn. STIFAÐO Nautamauk (irikkir nota marga og margvislega rétti úr litlum kjötbitum. Hér kentur uppskrift aðeinum hinna frægustu: Þú hlutar 1 kg af nautakjöti niður i litla bita og hrasar þá i olifuoliu með 1.5 kg lauk. helst litlum. og nokkrum hvít lauksgeirum. Síðan setur þú út í 25 senti litra af þykku og vel krydduðu tómat mauki og I glas af rauðvini. Þetta lætur þú siðan malla i 4-5 klukkustundir. Á þá kjötið að vera orðið maukað og meyrt og sósan orðin þykk sem sulta. Hlutföll hráel'na eiga að haldast. þótt magnið breytist. MÚSAKA Kjötmaukskaka Mun l'rægari er þó annar réttur og sennilega frægasti rétlur grískur. sem til er: Það er músakan. sem túristar i Grikklandi fá kvölds og morgna: Þú hitar 2 þeyttar eggjarauður. 25 sentilílra af mjólk. salti og pipar og lætur þykkna vel. en kælir siðan. Þú skerð 0.5 kiló af lamba- eða nautakjöti í mjög fína bita. Þú steikir þrjá niðursneidda lauka i olífuoliu. uns þeir verða brúnir. Þú skerð 3-4 eggaldin með hýðinu í stórar sneiðar ogsteikir i olifuoliu. Að þessu loknu hellir þú olifuolíu í bökunarform. Þú þekur botninn með lagi af eggaldinum. siðan lagi af kjöt- bitum. þá lagi af lauk og siðan koll af kolli. uns eggaldinin. kjötið og laukurinn er allt upp gengið. Að endingu hellir þú hálfum bolla af kjötseyði og hálfum bolla af tómatsósu ofan á gumsið. svo og efst mjólkur og eggjaþykkninu. sem þú varst búinn að kæla. Bökunarformið setur þú I ofn og bakar réttinn við vægan hita i eina klukkustund eða þangað til skorpan verður brún. Venjulega er músaka borin fram heit. en hún er cinnig algcng köld. Hana er líka auðvelt að hita upp einu sinni. án |iess að hún tapi sér. svo merkja megi. ÐOLMAÐES Vínblaöahrísgrjón Fyrr I þessum greinaflokki birlist uppskrift að hrisgrjónum. soðnum mcð lauki. mintu og öðru kryddi inni i uppvöfðum vínviðarblöðum. Af þessari ákaflega algcngu grisku uppskrift má búa til islcnskl afbrigði með þvi að vefja hrisgrjónin inn i mýkt salatblöð. TARAMOSALATA Þorskhrognamauk Að þessum mjög svo fræga. griska rélti hafa þegar vcrið gcfnar nokkrar uppskriftir i greinaflokknum. Sú venju lega er. að 100 grömmum al' nýjum þorskhrognum eða úr dós er blandað saman viö 1-2 hvitlauksgeira. silrónu sal'a. 4 matskeiðar af olifuoliu og 4 matskeiðar af köldu vatni. svo að úr verði þykkt mauk. sem er gott með ristuðu brauði og salati. AVOLOMENO Hrísgrjónasúpa Þelta er griskasta súpan af öllum griskum súpum: Þú gerir I litra af hænsnasoði. t.d. úr hænsnakrafts teningi. og sýður 60 grömm af hris grjónum i soðinu i 20 minútur. Þú þcytir 2 egg og safa úr I xitrónu. Soðinu hellir þú varlega út i þetta. fyrst dropa fyrir dropa. og þevtir allan timann. Súpuna hitar þú loks upp við vægan hita í smá- sund og hrærir í á meðan. Þetta er ódýr súpa. r I næstu Viku: Grísku vínin reyndust góð 12 Vikan 41. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.