Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 30

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 30
Löngu látnar konur og bleik föt Kæri draumráöandi! Mig langar til aö biðja þig aö ráða tvo drauma sem mig dreymdi í nótt sem leið. Mér fannst ég koma inn á sjúkra- húsiö heima (á Xfirði, en ég á ekki heima þar núnaj ogganga þar á efri hæöinni ogspyrja hjúkrunarkonu hvort amma sé ekki ennþá á stofu 6. (Þessi amma mín dó árið . . . ) Jú, segir hún, en að ég eigi ekkert að, vera að heimsœkja hana í dag því hún sé svo lasin. Jú, segi ég, ég verð að fara til hennar því að það er svo langt síðan ég hef heimsótt hana. Ég fer og banka á dyrnar og geng inn og þar inni voru allar gömlu konurnar sem lágu með henni á stofu 6 en eru allar dánar núna. Ég kasta kveðju á þœr en heilsa gamalli konu, sem var I heimsókn hjá ömmu, með handabandi. Þessi kona hét . . . oger stutt siðan hún dó, en hún varð hundrað ára. Svo leit égá ömmu en hún var svo hvít og veikluleg. Mér fannst ég verða að heilsa henni með kossi þó svo mig hryllti við því. Ég man ekki hvorl úr því varð (að ég kyssti hana). Hinn draumurinn var svona: Ég kom inn I búð og sá þar voða fallega brúndrappaða peysu og brúna blússu. Þetta var sett og kostaði 16000 kr. Bað ég um að fá að máta þetta. Þegar ég kem inn I mátunarklefann standa þar þrjár gamlar skólasystur mínar, Guðrún, Margrél og Elín. Þær fara að dást að kjólnum sem ég var I en hann var bleikdrappaður. Ég máta blússuna og reynist hún númeri of lítil (eða nr. 40 en ég nota nr. 42). Ég lít í spegilinn til að sjá hvernig hún fari mér, þá var hún orðin nábleik á litinn. Ég fór aftur I kjólinn, þá var hann allur í saumsprettum. Ég keypti ekki settið. Þökk fyrir birtinguna. Ein dreymin. Fyrri draumurinn er ákveðið tákn öryggis og góðrar lífsafkomu, sem þú munt verða aðnjótandi í lífinu. Eitthvað sérstakt verður til þess að minna þig á þessa ömmu þína og liklega áttu eftir að öðlast aukinn skilning á æviferli hennar. Hvað síðari drauminn varðar skal sér- stök áhersla á það lögð að bleikur litur í draumi táknar ekki óumflýjanlega veik- indi eða dauða. í þessu ákveðna tilviki bendir fátt til þess að svo sé og miklu líklegra að þarna sé um að ræða aðvörun til þín um að stundir þú skemmtanalífið um of getir þú lent í margþættum erfiðleikum. Mig dreymdi Bíllinn hrapaði niður bjarg Kæri draumráðandi! Viltu vera svo vænn að ráða draum- inn fyrir mig þótt hann sé stuttur. Hann er þannig: Ég og þrjár vinkonur mínar vorum að fara út úr bænum (vinkona mín X keyrði). Hún keyrði svo hratt, að við sögðum henni að keyra ekki svona hratt því að vegurinn væri svo vondur og allur I holum og hæðum. Allt í einu missti hún stjórn á bílnum og hann hrapaði niður bjarg, við ultum til og frá og vinkona mín X steyptist út úr bílnum. Við hinar vorum ennþá inni í bílnum og engin okkar meiddist neitt, það sást ekki skráma á okkur. Okkur varð litið á bílinn og það sást ekki rispa á honum. P.S. Mig langar til að vita hvort þetta geti verið í sambandi við vin minn, sem ég missti um daginn. Hann ók út af og var sá eini sem lést. Þakka þér fyrir birtinguna. Ein berdreymin Draumur þessi gæti verið afleiðing hugsana þinna, ef vinur þinn var látinn áður en þig dreymdi drauminn. Annars er þetta viðvörun til ykkar vinkvenna um að fara gætilega í skemmtanalífinu og gæta þess að framkvæma ekkert óhugsað. Flest bendir þó til að frá öllum meiriháttar fljótfærnisákvörðunum munið þið sleppa betur en horfir í upphafi. Féllu fram af svölunum Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi I nótt. Hann er svona: Mér fannst ég vera stödd í stofu með stráknum, sem ég er með, og hann skulum við kalla X. Við sátum I stórum sófa með svartan kött. Þá kemur annar svartur köttur, sem við vissum að vildi fara I slag við köttinn okkar. Fórum við því inn I hjóna- herbergi en skildum köttinn eftir. Vorum við X búin að bíða litla stund þegar svalahurðin á herberginu opnaðist og í dyrunum stóð stelpa, ca 3 ára, með svart, hrokkið hár. Eg hef mjög mikið yndi af börnum og hljóp þess vegna á eftir henni út á svalir, en þar kastaði hún sér niður mér til mikilla vonbrigða. Hljóp ég niður þangað sem ég taldi stelpuna liggja. En þar fann ég stelpu, ca 5 vikna, frekar litla og Ijósa með Ijóst hár. Tók ég stelpuna og vorum við báðar mjög glaðar. Fór ég með stelpuna upp og lagði hana í hjónarúmið. Reyndi ég að finna pela til að gefa henni að drekka. Undir rúminu fann ég /oks tvo pela. Valdi ég þann minni, sem var með appelsínusafa í, og gaf henni að drekka. Þegar hún var búin að drekka fannst mér eins og hún væri að deyja, og eftir smástund dó hún. Eg man vel að mér fannst hún hafa lifað I 15 mínútur. Nú þegar stelpan var dáin var ég mjög leið, en þá opnuðust svaladyrnar og I dyrunum stóð strákur, Ijós með Ijóst hár. Hann reyndi að segja eitthvað, en ég veit ekki hvað það var. Nú var það X, sem hljóp á eftir honum og gerðist það sama og með stelpuna, nema að X kallaði á mig og sagði mér að hann hefði dottið niður. Hlupum við nú bæði niður, en fundum ekki neitt. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu og von um að þú getir ráðið drauminn. Ein barngóð. Á næstunni færðu að kynnast því að það er engin rós án þyrna. Þegar allt virðist ganga þér í haginn og allir erfiðleikar í órafjarlægð koma ýmis óvænt atvik þér óþægilega í koll. Farðu mjög varlega í að treysta um of á annarra forsjá og gerðu þér grein fyrir að þú verður sjálf að vinna að þínum hugðarefnum. Líklega máttu þola þung vonbrigði á fleiri en einu sviði og það reynir mjög á þolinmæði þína og skapstyrk. 30 Vikan 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.