Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 19
siðar. Blessaður maðurinn hafði ekki gieymt mér á þessu ferðalagi sínu þvi að hann kom aftur með gjöf til mín, fallega nælu alsetta gimsteinum. „Þetta er í stíl við augun þin, vina mín. Eg vona að þú sért ánægð með hana,” sagði hann. „Hvort ég er frændi,” sagði ég og faðmaði hann ákaft að mér þó að það væri öllu fremur hugulsemi hans en skartgripurinn sem gladdi mig. Hann sagði okkur öllum óvæntar fréttir við kvöldverðarborðið. Viðsátum þar öll og samræðurnar höfðu verið líf- legar, hann hafði verið að segja okkur frá ævintýrum sínum i stórborginni. Þá sagði hann skyndilega: „Það verða gerðar nokkrar breytingar nú á næst- unni á högum okkar. Á meðan ég var i London lauk ég nokkrum erindum sem ég hef nú þegar sagt frú Buller-Hunter og hr. Mowbray frá og þið viljið sjálfsagt vita um lika. Dóttir góðvinar míns hefur hugsað sér að fara til Spánar í heimsókn til foreldra mannsins sem hún ætlar að giftast en hún gat ekki fengið neinn af ættingjum sinum til að koma með sér. Þetta voru mikil vandræði því að auðvit- að getur stúlkan ekki farið ein. Þegar ég kom að henni hágrátandi datt mér snjallræði í hug og lofaði henni að ég myndi tala við frú Buller-Hunter og at- huga hvort hún gæti fengist til að verða leiðsögukona hennar. Það gerði ég um leið og ég kom aftur heim. Jafngóð- hjörtuð og hún er lofaði hún strax að gera þetta.” Hann brosti bliðlega til hennar. Eftir að við höfðum öll sagt ein- hver saknaðarorðsneri hann sér að mér. „Eg vona að ég fái frú Buller-Hunter aftur í heimsókn þegar sá timi rennur upp að kynna á þig við hirðina. Della." sagði hann. Frændi minn brosti vingjarnlega yfir borðið til min. „Við skulum láta okkur hlakka til f>ess vina mín, er það ekki? Og svo verð ég líka að biðja þig um að fyrir- gefa mér að ég skyldi stela vinkonu þinni svona frá þér því að hún mun verða að fara meðfyrstu lest í fyrramálið!” Þó að frændi minn hafi gefið i skyn að hann ætlaði að sjá um einhverjar breyt- ingar á högum frú Buller-Hunter í þessu ferðalagi sínu hafði mér ekki komið til hugar að hún myndi fara svofljótt. „Svo fljótt?” spurði ég. Ég hafði nú vanist veru hennar á staðnum og kveið fyrir að skilja við hana. „Ég er því miður hræddur um það. Unga stúlkan sem ég talaði um ætlar til Spánar seinna í þessari viku. Það er ein- staklega fallega gert af frú Buller-Hunter að vilja bregðast svo fljótt við.” „En ég er bara ánægð að geta orðið að einhverju liði, Cunningham lávarður. Þetta getur lika orðið skemmtilegt því að það eru þó nokkur ár siðan ég var síðast í Malaga, þá skemmti ég mér dásamlega og eignaðist marga vini.” Frændi minn sneri sér siðan að Vaughan. „Hr. Mowbray mun einnig yfirgefa okkur fljótlega. Ég er viss um að hann veit að við erum honum þakklát fyrir hve vel hann hefur lagfært mál- verkin okkar. Það er einmitt honum að þakka og því hve slyngur listamaður hann er að hægt hefur verið að gera við þau og það skiptir mig ákaflega miklu máli.” Augu Vaughans lýstu af ánægju. „Það var mikill heiður að fá að vinna að því og hefur verið mér ákaflega skemmtilegt verkefni.” Frændi leit ástúðlega á mig. „Sérstak- lega er ég þér þó þakklátur vegna mynd arinnar af frænku minni. Hún er ein- staklega vel gerð og þegar sá dagur hlýtur að renna upp að hún fljúgi héðan frá mér rnun þessi mynd verða mér til mikiltar huggunar.” Elsku frændi minn! Mig langaði til að fara til hans og segja honum að ég myndi aldrei yfirgefa hann en ég vissi að þannig loforð var ekki hægt að gefa þvi við þekkjum ekki framtíð okkar. En hann myndi ætíð eiga alveg sérstakan stað i hjarta minu. Hann hélt áfram: „Ég ræddi um það við Clive hvernig við gætum best launað honum þessa góðu þjónustu. Ég held að allir viti að listamenn geta lært margt af snillingunum i Frakklandi og á ltalíu svo að við ákváðum að koma þvi þannig fyrir að hann gæti gert einmitt það. Ég er svo heppinn að eiga góða vini, bæði í París og Florence, og mun láta honum í té meðmælabréf svo að hann geti lært i þessum borgum. Eg er mjög feginn að hann skuli vera ánægður með þessar ráðstafanir minar.” Andlit Vaughans lýsti á þann hátt sem ég hafði eitt sinn vonað að það myndi gera mín vegna fyrir löngu síðan heima í Cornwall. En hve ég hafði verið kjánalega barnaleg! Ég var mjög glöð vegna þess að frændi minn gat gert svo mikið fyrir hann og óskaði honum nú alls góðs. „Eins og ég hef áður sagt er ég bæði undrandi og ánægður vegna þessarar óvæntu gjafmildi og ég mun nýta tima minn eins vel og mér er unnt. Ég mun gera allt sem i mínu valdi stendur til að sýna að ég sé verður þess trausts sem hæfileikum minum hefur verið sýnt,” sagði hann. Gestir okkar mundu nú bráðum hverfa héðan. Ég ákvað að biða þar til þeir væru farnir með að segja frænda mínum frá leyniganginum. Ég var viss um að saman gætum við komist að þvi hver gengi um húsið á næturnar í nunnugervi og þá myndi allur ótti minn hverfa. Þetta tækifæri til að tala við frænda minn, sem ég hafði beðið svo spennt eftir, kom eftir hádegisverð, daginn sem við vorum aðeins þrjú við borðið. Clive hafði farið fyrr um morguninn til að fara í veislu í Skotlandi. Simon lalaði um að kaupa inn i Canterbury eftir hádegið og hvarf siðan. Frændi minn leit hugsi á mig. „Nú erum við aðeins tvö eftir, Della, hvað langar þig til að gera?” Ég hafði ákafan hjartslátt þegar ég svaraði: „Viltu gera það fyrir mig, frændi minn, að koma með mér i leyni- göngin svo að við getum komist að því hvert þau liggja? Og hvað er á bak við læstu dyrnar?” Hann varð allt i einu mjög þreytu legur. „Leynigang? Læstar dyr? Svo að þú þjáist enn af þessum hugarórum?” „Þér er óhætt að trúa mér, frændi minn, það sem ég er að segja er satt og raunverulegt. Það eru leynidyr í viðnum á veggnum sem liggur að kirkjunni. Ég hef opnað þær og gengið sjálf niður. Þetta er ekkert hugarfóstur. Leyfðu mér aðsýna þér þetta." Hann gekk að glugganum og stóð jrar mjög beinn i baki og hann horfði út yfir garðana og gosbrunnana. „Elsku frændi, ekki verða reiður,” bað ég og flýtti mér að hlið hans og setti handlegginn utan um handlegg hans. Hann svaraði ekki en skoðaði útsýnið fyrir framan sig. Loksins svaraði hann svo lágt aðég heyrði varla til hans. „Þetta er svo glæsilegt og það er mitt, allt mitt.” Páfuglar gengu um flatirnar veifandi stélunum. „Þeir eru jafnstoltir af að eiga heima hér og þú frændi.” striddi ég honum. Hann leit næstum ofstækisfullur á mig. „Égefast um það. Della. En komdu nú, þig langar til að rannsaka neðanjarð- < argöng, og ég skal fylgja þér.” „Veistu um leynigöngin? Þegar ég Electrolux ryksugur D 720 er ein gerðin af bessum frábæru ryksugum frá Electrolux irumarkaðurinn hf. múla 1a, sími 86117 41. tbl. ViKan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.