Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 21
bregða fyrir í augum hans. Nei, Della, þú komst hingað og grófst allt upp, það getur ekki gengið. Með því að halda Violu frænku þinni undir stöðugri notkun svefnlyfja hefur mér tekist að þagga niður i henni svo að hún komi ekki upp um leyndarmálið, hún vili ekki viðurkenna Ross sem son sinn. Hún þverneitar að tala við hann en mér reynist auðvelt að skýra það með því að benda á geðtruflun hennar.” Þunnar varir hans mynduðu eitthvað sem liktist brosi. „Ég hef uppgötvað að geðtruflunin er góður hjúpur sem getur breitt yfir margt sem betra er að fela." „Þú átt við að Simon — ég á við Ross, sé ekki geðveikur? Þú lætur hann lifa lifi manns sem stöðugt verður að hafa varðhund á hælum sér þegar hann er fullkomlega heilbrigður?” spurði ég óttasleginni, hvíslandi röddu. Frændi minn yppti öxlum. „Hver veit? Slæmur heilahristingur og minnis- leysi getur truflað geð manna. Það skiptir ekki máli." „En það skiptir máli!" mótmælti ég reiðilega. „Hann heldur að hann geti aldrei lifað eðlilegu lifi, aldrei gifst eða eignast börn. Hann verður að fá að vita þelta frændi. þú hlýtur að geta skilið það?" Andlit frænda míns var grátt eins og aska og röddin hörð. „Honum verður aldrei sagt frá þvi. Öll þessi ár sem ég hef barist við ótta og erfiðleika, eiga þau að verða til einskis? Á ég að skila frá mér óaðlinu sem skiptir mig meira máli en lifið sjálft?" Hviturnar í augum lians urðu rauðar um lcið og hann starði eitthvað út í bláinn. Siðan sagði hann það sem sendi kuldahroll um likama minn. „Eg verð að láta þig hverfa, Della." „Láta mig hverfa?” Ég skildi að þetta var enginn undarleg glettni heldur orð brjálæðings. Framkoma hans breyttist og rödd ' in varð næstum eins og venjulega. „Ég er ekki illur maður, Della. Þegar ég vissi að ég yrði að losa mig við þig þá gerði ég allt sem ég gat til að gera það á sem sársaukalausastan hátt. Eg braut niður margar laudanumtöflur og lét þær leysast upp i mjólkinni þinni svo að þú gætir sofnað án þess að vita meira. En þú gegndir mér ekki og drakkst ekki mjólkina." „Svo að það varst þú,” hvislaði ég. „Það hefur þá líka verið þú senj lagðir tómt meðalaglasið á náttborðið hjá mér svo að álitið yrði að ég hefði framið sjálfsmorð?” Hann kinkaði hægl kolli. „Já, einmitt. Ég vandaði mig ákaflega mikið við þetta. Og allt til einskis. En þó gaf ég þér annað tækifæri daginn sem þú fórst upp í turninn.” „Brotna handriðið! En þú varst ekki á staðnum, þú varst i London." Þá mundi ég allt í einu eftir því. „Eða sendirðu kannski Manning til að vinna fyrir þig óþrifaverkin?” Augu hans lýstu undrun. „Manning? Manning? Var Manning þarna?” „Já, það var hann. Hvort hann hefur verið þarna til að hrinda mér niður eða ekki veit ég ekki þvi að þetta gerðist allt svo snögglega. Eg held að það sé nóg að segja að vindurinn greip i mig, pilsið mitt festist i handriðinu og það bjargaði lífi mínu.” „Hvers vegna var Manning þarna?” tautaði hann. „Getur verið að hann hafi séð mig hoppa af vagninum og fara upp i turninn áður en ég fór til London? Ef hann hefur séð það þá verð ég að losa mig við hann líka.” Nýtt öskur frá brjálæðingnum berg- málaði um herbergið en það var ekki ægilegra en þaðsem frændi minn sagðn „Síðan hef ég hugsað mikið um hvernig ég ætti að losa mig við þig og ég er viss um að þessi leið getur ekki brugðist!” Ég varð að láta hann halda áfrant að tala. Ekki vegna þess að ég ætti von á björgun því að enginn vissi hvar við vorum. En fljótlega hlyti þetta æðiskast hans að líða hjá og þá yrði hann eins og hann átli aðsér. „Segðu mér fyrst frændi hvernig þú náðir i nunnubúninginn?" „Nunnubúning? Hvaða vitleysa er þetta í þér? Ég var aldrei í nunnu- búningi." Eg trúði honum. En ef það hafði ekki verið hann. hver Ital'ði þá dulbúið sig bannig? „En þú fórst hingað niður á næturna, er þaðekki?" „Auðvitað," svaraði liann sluttlega. „Ég fór niður rneð mat og vatn eins og ég sagði þér. Og pillur. Ég færð' honum laudanum, Della, svo að hann gæi sofið og fengið frið. Ég óska honunt einskis ills, Della. Hann er sonur minn.” Ég gaut augunum óttaslegin i áttina að skepnunni, slefið rann niður með skegginu á honum og hann litraði ákaf lega. Þvilík kaldhæðni örlaganna að svona barn skyldi falla í hlut frænku minnar og frænda. „Eins og ég sagði áðan, Della. þá er ég enginn morðingi. Éggætiekki lagl hend urnar um hálsinn á þér og þrýst þar til þú værir dauð." Hann lyfti löngum hvitum höndum sínum og leit á þær til skiptis áður en hann lét þær falla „En ég verð og get látið þig hverfa.” Hjarta mitt missti úr einn slátt. „Það er ekki hægt, frændi. Hvernig gætir þú útskýrt fjarveru mina? Mamma og pabbi vita að ég er hér. Það gera Simon og Clive líka, svo að ekki sé minnst á frú Buller Hunter og hr. Mowbray." Rödd min var töluvert öruggari en ég sjálf. „Hafðu engar áhyggjur, góða ntin. Eg er búinn að skipuleggja þetta út í ystu æsar. Hvers vegna heldurðu að ég hafi séð til þess að hr. Mowbray og frú Buller Hunter hafi farið héðan? Heldurðu ekki að mér sé sama hvað um þau verður? Eg lét hana fara þvi að ég vildi engin vitni. Hr. Mowbray er svo EFTIR Bud Blake Labbakútarnir 41. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.