Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 31
Ungt lið
á gömlum
Knattspyrnufélagið Fram var stofnað
árið 1908. Eins og nafn félagsins gefur
til kynna var félagið upphaflega hugsað
sem knattspyrnufélag enda hand-
knattleiksíþróttin með öllu óþekkt hér á
landi í þá daga. Handboltinn barst ekki
til íslands fyrr en upp úr 1920. Fram lét
þó lítið að sér kveða á handknattleiks-
sviðinu, a.m.k. framan af, og það er ekki
fyrr en um og upp úr 1950 að liðið fer
að vinna mikilvæga sigra.
Það var einmitt árið 1950 að Fram
vann sinn fyrsta íslandsmeistaratitil.
Félagið lét ekki þar við sitja og vann
einnig íslandsmótið utanhúss. Ekki
tókst að fylgja þessum góðu sigrum
nægilega vel eftir, en árið 1954 varð
Fram aftur íslandsmeistari utanhúss en
síðan hefur félagið ekki unnið til þess
titils.
E.t.v. má segja að árið 1959 hafi verið
tímamótaár 1 sögu Fram. Þá komu fram
á sjónarsviðið ungir leikmenn, sem
AtH Mknarsaon *r hér h«Wur batur »<g«>«gur
á svif> er hann býr sig undir að senda
knöttinn i netið hjá FH.
merg
höfðu leikið upp í gegnum alla yngri
flokka félagsins og þessir sömu leikmenn
áttu eftir að mynda kjarnann í sterkasta
liði Fram fyrr og síðar. Þetta voru, svo
einhverjir séu nefndir, þeir Ingólfur
Óskarsson, Guðjón Jónsson, Tómas
Tómasson, Sigurður Einarsson og Karl
Benediktsson. Þetta lið var, ásamt FH,
nær einrátt í íslenskum handknattleik
allt fram til ársins 1970 en þá fóru
Valsmenn að höggva skarð í einokun
þessara tveggja risa íslensks handknatt-
leiks.
Þetta Framlið var einstaklega létt-
leikandi og Framarar voru fyrstir allra
liða hérlendis til að innleiða línuspil.
Fram að þeim tíma hafði það ekki
þekkst hérlendis og handknattleikurinn
var ákaflega ótaktískur. Á þessum árum
og allt fram til ársins 1967 var leikið í
•gamla Hálogalandsbragganum og
Framararnir léku oft með 3 línumenn
í þessu litla húsi og þeir sem til sáu
sögðu það hreina unun að sjá til þessara
kappa í sínu besta formi.
Það tók þessa leikmenn 3 ár að
komast á toppinn og Fram varð
íslandsmeistari árin 1962, 1963 og
1964. FH skaust síðan inn á milli og
vann mótið 2 næstu ár en síðan vann
Fram árin 1967 og 1968. Það var
einmitt veturinn 1967 að íslandsmótið
var í fyrsta sinn haldið í Laugardals-
höllinni og þóttu viðbrigðin geysileg frá
litla vinalega Hálogalandsbragganum. Á
sjöunda áratugnum voru allir leikir á
milli Fram og FH hreinir úrslitaleikir og
alltaf var troðfullt hús að fylgjast með
leikjum þeirra. Þar mættust flestir bestu
handknattleiksmenn landsins og þessi
tvö lið mynduðu kjarnann í landsliðinu
árum saman. Gunnlaugur Hjálmarsson,
ein skærasta stjarna íslensks hand-
knattleiks fyrr og síðar, gekk árið 1967
úr ÍR, sem hann hafði alltaf leikið með,
og yfir í Fram. Framarar höfðu þá
óneitanlega tvær mestu skytturnar í
íslenskum handknattleik.
Um og upp úr 1970 fóru nýir
leikmenn að láta á sér bera hjá Fram og
einkum hafa 3 þeirra náð mjög langt þó
margir fleiri hafi verið góðir. Þetta eru
þeir Axel Axelsson, Björgvin Björgvins-
son og Sigurbergur Sigsteinsson. Þessir
leikmenn voru fastamenn í íslenska
landsliðinu allt fram til síðasta vetrar er
Sigurbergur datt út og Björgvin missti
leiki úr. Með þessa leikmenn 'í farar-
broddi og gamlar leikreyndar kempur
sigraði Fram í íslandsmótinu 1970 og
1972 en síðan hefur Fram ekki hlotið
íslandsmeistaratitil.
Nú er lið Fram skipað mjög ungum
leikmönnum og margir þeirra eru stór-
kostleg handknattleiksefni. Framarar
hafa nú fengið til liðs við sig tvo félaga
sem fóru í „útlegð” í eitt ár en það eru
þeir Hannes Leifsson og Andrés Bridde,
sem báðir léku með Þór í Vestmanna-
eyjum í fyrra. Birgir Jóhannsson og Atli
Hilmarsson hafa báðir leikið í landsliði
en auk þeirra á félagið marga unglinga-
landsliðsmenn og framtiðin er óneitan-
lega björt hjá félaginu. Fram varð í 5.
sæti í 1. deildinni sl. vetur með mjög
óreynt lið — aðeins Sigurbergur með
einhverja reynslu að ráði. Félagið ætti
að geta staðið sig vel í hinni hörðu
baráttu 1. deildar. Framliðið nHin verða
undir stjórn hins kunna þjálfara Karls
Benediktssonar í vetur. Vart geta
Framarar fengið betri þjálfara. Hann
gjörþekkir til liðsins og þau lið, sem Karl
hefur stjórnað, hafa ávallt skilað
árangri.
SSv.
41. tbl. Vikan 31