Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 47
Berry hafði fengið að mæla klukku tima seinna en vanalega á vaktina vcgna |x;ss að hann hafði vakað meirihluta nætur. ..Það var þá mikið." muldraði Joyce meðan hann át morgunverð sinn syfju- lega og leit á blaðið. Hann hafði ekki sagt mikið þegar hann kom heini um nóttina en núna sagði hann henni að hún mætti aldrei hleypa neinum inn sem hún þekkti ekki eða ætti ekki von á. Hann virtist æstur þegar hann sagði þetta. Það var möguleiki á að Sandra King hefði leitt morðingja sinn út i sam- farir. En þó hún hefði gert það og siðan skipt um skoðun mildaði það ekki glæp hans. Ef hún hefði ekki gert það þá gæti hver einasta kona orðið fórnarlamb hans. ..Það er mikið um ntálið i blaðinu." sagði Joyce þegar eiginmaður hennar las forsiðuna sem á var ný mynd af Söndru. Lögð var áhersla á þá áskorun að hver sem hefði séð hana skipta um hjól á bil sinum fyrir sunnan Risely gæfi sig fram. „Lögreglan hefur sérstakan áhuga á að hafa samband við ökumann hvits Ford Escort bils. sem talið er að hafi verið þar á staðnum." las Berry. Blöðin höfðu svo sannarlega verið samstarfsfús, þessari forsíðu hlaut að hafa verið breytt rétt áður en hún fór i prentun. Berry rak nú augun i aðra grein neöar á blaðsiðunni. „Lögreglan. sem rannsakar innbrotið i barnafatnaverslun i Fotherhurst i Kent. hefur tilkynnt að innbrotsþjófurinn hafi skilið eftir fótspor i bakgarðinum þaðan sem hann fór inn. Frú Winifred McBride, 67 ára gömul ekkja sem býr fyrir ofan búðina. vaknaði við það á sunnudagsnótt að maður var i herbergi hennar. Hann flýði og komst út um rúð- una i verslunardyrunum. Frú McBride var nýkomin heim úr helgarfrii sem hún eyddi á hóteli i Risely i Warwichshire. Svo mætti halda að þjófurinn hefði vitað um fjarvistir hennar og því búist við að koma aðauðu húsi." Berry las greinina tvisvar. Morðingi Söndru King hafði enga ástæðu til þess að fara til Kent. Ef hann var bókasölu- maðurinn þá var hann að selja bækur I Wattleton á mánudagsmorgun. Sú stað- reynd að Risely kom fyrir i báðum mál- ununi var tilviljun. En sá sem sett hafði blaðsíðuna hafði einnig tekið eftir þess- ari tilviljun og fundist það þess virði að benda á það. annars hefði neðri greinin verið prentuð inni i blaðinu eða alls ekki veriðprentuð. Slíkar tilviljanir átti að rannsaka. Hann ætlaði aðsýna Bailey blaðið. A miðvikudagsmorgun klukkan níu stakk frú Burke lykli sinum I skrána á númer ellefu, opnaði dyrnar og næstum þvi um leið æpti hún. þó ekki hátt. Frú Wilson lá á gólfinu innarlega í forstofunni. Hún var i ullamáttslopp utan yfir nælonnáttkjólinn og annar inniskórinn hafði dottið af henni svo hrukkóttur, hvitur fóturinn kom i Ijós. „Guð minn góður! Hamingjan sanna." hrópaði frú Burke og hraðaði sér til húsmóður sinnar sem virtist látin. En frú Wilson andaði ennþá og þegar frú Burke beygði sig yfir hana opnaði hún augun og stundi. Ekki var þó hægt að greina að hún segði neitt skiljanlegt. Andlit hennar var skakkt og munnurinn hékk út i aðra hliðina, hún virtist ekki geta hreyft sig. Frú Burke steig yfir hana og fór inn i litlu setustofuna þangað seni Kate hafði fært símann, öllum til óþæginda að áliti frú Burkes. Hún sá að tólið hékk niður og reiðilegt suð kom úr þvi. Frú Burke var ómögulegt að fá nokkurn són. „Hamingjan sanna," hélt hún áfram að luldra. hún lét tólið á sinn stað og náði i púða til að sctja undir höfuð frú Wilson. Nú þegar ekkert heyrðist lengur i símanum barst annað hljóð að eyrun hennar. Útvarpstæki Kates lá á gólfinu og þaðan barst rödd þularins. Eins og ósjálfrátt tók frú Burke það upp . slökkti á því og lét það á lílið borð. Hvað hafði eiginlega komið Kate til að skilja það eftir i gangi? Bakki með tebolla og undir- skál. litlum brúnum tekatli og mjólkur könnu var einnig á borðinu. en frú Burke tók varla eftir þessari óvanalegu sjón þegar hún flýtti sér aftur inn I for- stofuna. Þegar hún var búin að hagræða frú Wilson betur. draga náttkjólinn og sloppinn yfir fætur hennar og setja inni- skóinn á sinn stað ákvað frú Burkc að reyna simann aftur. Ef hann væri ekki kominn i lag ætlaði hún að fá að hringja í næsta húsi. En nú var kontinn sónn og hún hringdi á sjúkrabíl. Frú Burke fór beint upp og náði i teppi til þess að breiða yfir gömlu kon- una. Hún opnaði augun og stundi. „Hafðu engar áhyggjur. sjúkrabillinn kemur bráðum. Við munum koma þér á fætur fyrr en þú veist af.” fullvissaði frú Burke hana þó hún væri ekki allskostar viss. Hvers vegna hafði gamla konan farið niður svona snemma? í þau fáu skipti sem hún lagði það á sig. beið hún þar til frú Burke var kontin svo hún gæti hjálpað henni niður stigana eða þangað til Kate kom heim i matartiman- um. Stundum langaði hana til þess að vappa svolilið um meðan Kate var ekki heima og leita að einhverju sem hún gæti kvartað um seinna. Frú Burke vissi allt um þetta, hún hafði oft heyrt frú Wilson rekja raunir sínar. Nú varð að segja Kate að móðir hennar hefði lent í slysi. Frú Burke tók upp símtólið til þess að hringja i lækna- miðstöðina. Hún gat gert það eins og hvað annað meðan hún beið eftir sjúkra- bilnum, hún hefði kannski átt að hringja i dr. Wetherbee fyrstan af öllum og biðja hann um að koma. Það var ekki svarað strax í simann og þegar það gerðisl heyrðist í ókunnri kvenmannsrödd. „Kate? Þetta ert ekki þú. er það?" spurði frú Burke. „Móðir þín hefur orðið fyrirslysi." Framhald í næsta b Morgcm Kane Louis Masterson RIO GRANDE Það var eins gott að devja með skammbyssu í hendinni eins og að drekka sig í hel... Ný vasabrotsbók frá Prenthúsinu á næsta blaðsölustað 41. tbl Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.