Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 22
trompið mitt, því máttu trúa, Allir vita
að þú varst send hingað vegna þess að
þú varst hrifin af þessum unga málara.
Er nokkur skýring einfaldari en sú að þú
hafir elt hann til London, ákveðið þar að
stinga af með honuni og farið til Ítaliu
og Frakklands?"
Ég hristi höfuðið vantrúuð. „En
þetta er ekki svona einfalt. Það yrði
spurst fyrir um mig og þá myndi komast
upp að við hefðum ekki komið saman."
..Heldurðu að ég sé svo vitlaus? Til
hvers eru [teningar ef ekki er hægt að fá
fyrir þá þaðsem maður vill? Vinir minir
hafa fengið borgað fyrir að sverja að þú
hafir verið með honum, þegar hann kom
til Frakklands.
Kuldinn i þessu ráðabruggi hans vakti
furðu mína og ég leitaði eins og vitlaus
manneskja í huga mér að einhverri
smugu. „Clive og Simon — ég á við
Ross — munu aldrei trúa því," sagði ég
aðvarandi.
Hann lyfti andliti mínu svo að ég varð
að líta I augu hans.
„Þú \ irðist halda að cg sé háll’gerður
kjáni, er það ekki? Ég skal þó fullvissa
þig urn að svo er ekki Síðan ég byrjaði
að ráðgera þetta hef ég undirbúið það
vandlega. Þannig hef ég oftar en einu
sinni lálið eitt og annað flakka i návist
þeirra, sem gaf I skyn að eitthvað meira
væri á milli þin og hr. Mowbrays en
mætti auganu."
„Þú gerðir það? Sagðir það við Clive?
Við — við Ross? 0 frændi, hvernig
gastu verið svona óréttlátur?” sagði ég
hálfsnöktandi.
Hann ýtti mér hranalega til hliðar.
„Þér er ekki sama hvað Ross heldur, er
það ekki rétt hjá mér? Ég hef séð þig
gefa honum auga jafnvel þó að þú hafir
ekki vitað betur en að hann væri brjál-
aður. Þar sem geðveiki vekur ekki meiri
viðbjóð hjá þér en svo þá gæti það sem
ég hef ákveðið að gera jafnvel verið þér
til ánægju."
Ég beiðeftir þvi sem hann ætlaði að
Við sváfum ekki saman — við
vorum vakandi!
Leyndardómar
aamla klaustursins
segja og ég var svo dáleidd af augnaráði
hans að ég gat ekki slitið augun frá
honum.
„Sonur minn, Simon, hefur alltaf
orðið að vera án þeirrar ánægju sem lifið
hefttr upp á að bjóða án þess að það sé
honum sjálfum að kenna á nokkurn
hátt. Ég geri það sem ég get fyrir hann,
færi honum góðan mat, læt hann hafa
góð hrein föt og ég hef séð til þess að
hann þyrfti ekki að umgangast aðra geð-
sjúklinga. En hann er stór og sterkur og
hefur eflaust sömu hvatir og eðlilegur
karlmaður."
Óttinn læstist um mig. Ég þerraði
hendur mínar á kjólnum og hörfaði frá
honum. Ég varð að ná til dyranna. Ég
varð að komast í burtu, ég gat ekki hlust-
að lengur á illskulegt ráðabrugg hans.
En orð hans náðu enn til min eins og
steinkast.
„Kannski mun hann drepa þig. Eins
og ég sagði þá er ég enginn morðingi en
ég get séð um dauðsfall þitt fyrir það."
„Drepið mig?” Ég leit litrandi á búrið.
„Vertu róleg, Della. Þaðer líklegra að
hann nruni taka þig eins og karlmaður
tekur konu, þó mun hann verða
hörkulegri því að hann er likamlega
sveltur.” Illskulegt bros lék um varir
hans um leiðog hann bætti við: „Þar að
auki hef ég ekki látið hann hafa
töflurnar í nokkra daga því ég vil ekki að
liann verði of daufur og sljór."
„Nei, nei," hrópaði ég um leið og ég
kastaði mér á dyrnar og reyndi að opna
þær.
Frændi minn greip I mig og hélt mér í
járngreipum. Allt i einu dró hann mig
nær sér og þrýsti svo fast að ég gat mig
hvergi hreyft. Ég kastaði höfðinu til
hliðar til að þurfa ekki að finna heitan
andardrátt hans á hálsi minum né sjá
þunnar varirnar sem nálguðust mínar.
„Nei frændi, nei! Dreptu mig, gerðu
það fyrir mig, dreptu mig!” baðég.
Hendur hans fóru um allan líkama
minn, ég fann að mér varð óglatt en
það var þó skárra en kossar hans. Ég
barðist á móti eftir þvi sem ég gat og reif
og klóraði en hann sneri upp á hand-
leggi mína svo að ég æpti upp yfir mig
af sársauka.
„Gerðu það fyrir mig frændi, sendu
mig i burtu. Ég skal fara hvert sem er og
ég lofa að segja engum neitt. Leyfðu mér
aðfara," bað ég.
Með styrk vitfirrings kastaði
hann mér yfir þvert herbergið svo að ég
datt á rimlana, skrámuð og rugluð.
Brjálæðingurinn fyrir innan náði taki á
hári niinu. um lcið og hann vældi og
ýlfraði eins og æst dýr.
Frændi minn leit niðut á mig meðsvip
þess sem fullnægir réttlætinu og lyfti
mér frá rimlunum meðstígvélinu svoað
ég óttaðist að dýrið fyrir innan ntyndi
rifa af mér hárið.
„Ég gæti auðveldlega haft þig fyrir
mig," varaði hann mig við, ,þvi að mér
er óneitanlega freisting að því. Þó mun
ég ekki gera það þvi að nokkurra
mínútna ástriða gæti orðið til þess að ég
gæti ekki staðið við ákvörðun mína og
það gæti þýtt endi hamingju minnar.
Svo að áður en það verður of seint verð
ég að gera það sem gera þarf. Þú getur
verið viss um að þú munt fá allt sem þig
vantar og verðir þú með barni mun ég
sjá til þess að vel verði hugsað um þig.
Ég er ekki að kveðja þig þvi að eins og
þú veist kem ég hingað á hverri nóttu."
Hann tók lykilinn úr vasa sínum, og
setti hann i skrána á rimladyrunum,
um leið (rylltist mannveran fyrir innan
af spenningi. Allt I einu náði ofsa-
hræðslan tökum á mér og ég fékk krafta
sem ég hélt ekki að ég ætti tii. Ég spark-
aði og klóraði og reyndi að ná I háls og
augu frænda mins. Ég hefði drepið hann
ef ég hefði getað það. En ég var aðeins
smávaxin stúlka en hann sterkur karl-
maður svo að styrkur minn varð ekki
langlifur. Miskunnarlaust var ég dregin I
áttina að dyrunum. Ég neytti síðustu
kraftanna til að snúa mér til hliðar.
Það gaf honum aðeins tækifæri til að
opna dyrnar og allt i einu var hann
byrjaður að ýta mér inn.
Ég hékk I rimlunum og vissi að ég
gæti aðeins seinkað þessum örlögum
mínum um sekúndur þegar ytri dyrnar
opnuðust allt í einu og einhver kom
hlaupandi inn, sleit mig úr fangi frænda
míns og kastaði mér til hliðar. Frændi
minn reyndi að ná mér aftur en um leið
féll hann aftur fyrir sig. Brjálæðingurinn
reif hann strax til sín og lokaði
dyrunum.
„Hleypið mér út, hleypið mér út."
hrópaði hann.
En dyrnar voru læstar og lykillinn lá á
gólfinu fyrir innan. Hann var nú fangi i
örmum brjálæðingsins.
„Fljót, við verðum að sækja hjálp,"
sagði björgunarmaður minn um leið og
hann hljóp út úr herberginu. égsáum
leið að þetta var maðurinn sem ég hafði
þekkt sem Simon.
„Guði sé lof fyrir að þú komst nógu
snemma,” snökti ég. „Hvernig vissirðu
þetta?”
Hann var móður. „Ég segi þér það allt
saman seinna. Nú verðum við að flýta
okkur því að annars er ég hræddur um
að eitthvað hræðilegt muni gerast.
Bíddu í herberginu þinu, Della, á meðan
ég flýti mér að sækja þjónana og finna
einhvern sem á járnsög og getur sagað I
sundur rimlana.”
Hann hljóp upp stigann og svo heyrði
ég hann nálgast ásamt fleirum þar sem
ég sat inni i herbergi minu, illa útleikin
og með hálfgert taugaáfall. Likami minn
skalf, tennurnar nötruðu og ég endur-
lifði ósjálfrátt allt hið skelfilega sem ég
hafði gengiði gegnum.
Tuttugasti kafli
Ross tók utan um hendur mínar.
„Hann er dáinn, Della, drepinn af sinum
eigin syni. Við fengum ekkert að gert,
rimlarnir voru sterkir og þegar búið var
að saga þá í sundur, var það of seint."
Ég lokaði augunum og reyndi að úti-
loka þá hræðilegu mynd sem kom upp i
huga mér. „Nei, ó nei! Vesalings
frændi,” snökti ég, og gleymdi í sorg
minni þeim fólskulegu framtíðar
áætlunum sem hann hafði ætlað mér.
„Ég veit það, Della, ég veit," sagði
Ross róandi. „Þetta er hræðilegur
atburður. Í öll þcssi ár hef ég álitið að
hann væri faðir minn og elskað hann
sem slíkan, því að hann var á margan
hátt góður maður. Það var ofurást hans
á óðalinu sem varð honum að falli, það
var sjúkdómur sem hann gat ekki frekar
gert að en vesalings brjálæðingurinn á
bak við rimlana." Hann þagði I nokkrar
mínútur, siðan tautaði hann: „Svo að
þetta var Simon. Ég áleit að það hlyti að
leynast eitthvað sem gæti sannað hver
ég væri niðri I göngunum. Einhverjir
pappirar eða plögg. Aldrei i mínum
villtustu draumum hefði mér getað
dottið I hug að þar væri manneskja
fangin."
Ég varð undrandi þegar ég heyrði
þetta. „Vissirðu þá allan timann að þú
varst Ross?"
„Nei, ekki allan tímann, Della, ekki
fyrr en þú komst hingað. Þegar þú sagðir
að þú hefðir komið hingað sem barn og
myndir eftir Ross fann ég eitthvað byrja
að hreyfast I huga mínum. Og svo þegar
þú sagðir að hann hefði haft ör eða eitt-
hvað þvíumlikt mundi ég að ég hafði
einhvemtíma verið að sýna litilli stúlku
fæðingarblett sem ég var með á
öxlinni.”
„Já, já," sagði ég og mundi allt I einu
eftir því. „Hann var lítill, og eins og ör I
laginu.”
Hann kinkaði kolli. „Daginn sem
þú kastaðir I mig árinni og rotaðir
mig fullkomnaðir þú lækninguna.
Þegar ég vaknaði mundi ég allt sem
hafði gerst þegar skipið sökk og ég vissi
fyrir vist að James frændi og Viola
frænka voru ekki foreldrar mínir.”
Ég leit undrandi á hann. „Þú vissir
það og þó sagðir þú ekkert?”
22 Vikan 41. tbl.