Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 18
Leyndnrdómar gamla klaustursins legir atburðir sem ég vildi fá skýringu á. Var það Manning sem hafði ráðist á mig um nóttina? Atjándi kafli Vissan um aðeinhver gengi um húsið. dulhúinn sem nunna, hræddi mig. Þó ákvað ég með hugrekki sem ég hélt ekki að ég ælti til að gera allt sem i mínu valdi stóð til að koma upp um þessa illu mannveru, fyrr gat ég ekki orðið örugg um líf mitt. Það var þess vegna að ég hélt uppi bókinni sem ég var að lesa um leið og ég þakkaði frú Buller-Hunter fyrir þegar hún kom með volga mjólk og svefntöflu. „Ég ætla að lesa einn kafla til að róa taugarnar, það ásamt pillunni ætti að geta veitl mér góðan nætursvefn,” sagði ég. Hún hikaði og ég óttaðist að hún tnyndi setjast hjá mér. En útiveran hafði þreytt hana. svo að hún bauð mér góða nótt og gekk út. Eg hafði raunverulega ekki neinn áhuga á bókinni og iagði hana þvi strax frá mér. Siðan losaði ég inig við mjólk- ina og töfluna á sania hátt og venjulega. Eg gat ekki sofnað þvi að hugur minn var upptekinn af þvi sem gerst hafði fyrr um daginn. Hafði einhver cyðilagt handriðið með viija? Ef svo var, hver átti þá að hljóta skaða af því? Hver hafði gert það? Einu manneskjumar sem voru líklegar til að fara upp lil að lita á utsýnið voru ég sjálf og l'rú Buller-Hunter og sá eini sent vissi að við höfðum hugsað okkur að fara upp I klukkuturninn var James frændi. Eg t'ékk allt I einu hjartslátt. Simon vissi það lika. Hafði ég ekki einmitt sagt honum frá þessari fyrirhuguðu ferðokkar þá unt morguninn? Og Manning hafði verið á svölunum. Hann hafði verið rétt fyrir aftan mig jtegar ég datt. Hafði vindurinn bjargað mér frá einhverju illu sem hann hafði haft i huga?‘ Eg lagði hendurnar fyrir andlit mitt og hristi höfuðið til að losna undan jtessum hræðilegu hugsun- um. Eg róaðist smám saman og skamm- aði sjálfa mig fyrir kjánaskapinn, sann- leikurinn var sennilega sá að handriðið hefði verið bilað af eðlilegum orsökum og ég einfaldlega verið svo óheppin að verða sú fyrsta sem hallaði sér að þvi. Ég sofnaði loksins órólega, velti mér í rúminu við og við og vaknaði stundum allt i einu. Ég var farin að óska þess að ég hefði tekið inn laudanumtöfluna. Hvað var þetta? Allt í einu glaðvaknaði ég og vissi að ég hafði heyrt þetta viður- styggilega fótatak enn einu sinni! Ég flýtti ntér út úr ruinniu . innislopp og skó. Siðan kveikti ég á kert- inu og opnaði dyrnar varlega. Ég var ákaflega hrædd en hvað svo sem ég myndi uppgötva y-rði jtað betra en þessi hræðilegi ótti sent hafði nagað mig und anfarið. Eg lagði höndina fyrir ljósið. Um leið og ég leit að kirkjuveggnum sá ég viðinn færast úr stað og dyr lokast. Ég hraðaði mér þangað og ákvað að finna dyrnar í þetta skiptið en þær voru jafnósýnilegar og fyrr. Ég minntist jteirrar aðferðar sem frú Buller-Hunter hafði notað til að opna dyrnar að klukkuturninum og fylgdi dæmi hennar. En ekkert gerðist. Ég ákvað þó að gefast ekki upp. Ég lagði kertið á gólfið og ýtti á viðinn þar til ég var orðin aum i fingr- unum. Ég leit óróleg um öxl mér. Allt i einu færðist viðurinn úr stað svo snögg- lega að ég var næstum fallin inn í gegn- um þær með höfuðið á undan. Á móti mér lagði daun af innilokuðu lofti og rotnun og ég snéri mér við og hóstaði áður en ég gat litið i kringum mig. Ég starði niður i myrkrið en sá engin merki um mannaferðir. Þó heyrði ég hljóð sent annaðhvorl gat verið dauft fótatak eða vatnsdropar. Áhugi minn á að komast að því hver það væri sent truflaði mig svo ákaflega varð óttanum yfirsterkari, ég reyndi að hugsa ekki um þá hættu sem ég lagði mig i en tók upp kertið og hélt af stað niður stigann. Ég gekk niður hringstigann eins hljóð- lega og mér var unnt og stansaði alltaf við og við til að hlusta. Þegar ég var komin niður á neðstu hæðina hélt ég áfram lengra niður, niður í kjallarann. Þar fann ég enn einn stigann sem hlaut að liggja niður að iðrum jarðar. Við stig- ann voru Ijósker en þau voru svo dauf að þau máttu sín litils gegn myrkrinu þarna niðri. Ég lyfti kertinu minu hærra upp og sá einhverja hreyfingu langt i burtu. Ég hlifði kertinu sem snöggvast . þvi að loginn titraði undan andardrætti mínum og kom þá auga á útlínur nunnu. Ég nam samstundis staðar, slökkti á kertinu af ótta við að verða uppgötvuð og hallaði mér nær veggnum ef hún tæki upp á að ganga i áttina til min. En þegar ég hallaði mér aftur fann ég ekki fyrir neinni mótstöðu. Þar sem ég baðaði höndunum til að ná jafnvæginu komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hlyti að vera stödd í einhvers konar hliðargangi. Ég beið þar hreyfingarlaus eftir að nunnan kæmi aftur til baka en allt var hljótt. Þegar ég áleit það óhætt kveikti ég aftur á kertinu mínu og leit í kringum mig. Við endann á ganginum, fyrir aftan mig, voru þykkar útskornar viðardyr, með skrautlegum ryðguðum lömum. Ég nálgaðist þær varfærnislega. Hvað var á bak við þær? Átti ég að þora að rann- saka það? Hugrekki mitt var ótrúlegt þessa stundina, ég byrjaði að snúa hún- inum hægt með titrandi höndunum. En það varð til einskis því að dyrnar voru læstar. Mér fannst [jó að ég hefði komist töluvert lengra I málinu og ég var stolt af sjálfri mér þegar ég sneri aftur að aðal- ganginum. Eftir að hafa komist að raun um að öllu var óhætt og enginn var á ferli sneri ég aftur til svefnherbergis mins og þægilegs rúms. Nú hafði égeitt- hvað til að segja frænda mínum frá þegar hann kæmi til baka. Þó að hann tryði ekki sögu minni um nunnuna gat ég þó sýnt honum leyniganginn og sýnt honum fram á að hann væri ekki hugar- fóstur sjúkrar sálar. Sú fullnæging sem lá i þessari vissu og þægilegt rúmið mitt gerðu mig syfjaða, fljótlega var ég steinsofnuð. Húsið fylltist aftur af lifi þegar frændi minn kom frá London nokkrum dögum Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. mmiABiB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 18 Vikan 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.