Vikan


Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 11.10.1979, Blaðsíða 62
POSTl Get ég fengið þunglyndispillur? Póstur góður. Ég ætla að byrja á því að þakka þér fyrir allt gamall og gott efni í Vikunni. Ég les hana alltaf og ég mótmœli þeim sem segja að í henni sé ekkert fyrir unglinga. Það er fulll af efni sem mér finnst gaman að lesa. En nóg um það. Nú ætla ég að biðja þig til tilbreytingar að hjálpa mér aðeins. Ég á nefni- lega við alvarlegt vandamál að stríða. Ég er svo ferlega þung- lynd á veturna að það er alveg að fara með mig. Ég er ekki alltaf þunglynd, en þegar ég á að fara snemma I skólann og veðrið úti er hryllingur, kalt og rok og rigning og slydda og hálka og brrrr, brrrr, þá verð ég svo þunglynd þann dag og kannski næsta dag líka að það er ekkert eðlilegt. Hvað get ég gert? Ég er ekki nema 14 ára. Get égfengið einhverjar þunglyndispillur hjá lækni? Hjálpaðu mér, öllum fmnst ég nefnilega svo mikill fýlupoki, en ég er það ekki. Ég ræð bara ekkert við þetta. Hjálp. Ein þunglynd. . ég hef verið að bíða eftir hcntugu tækifæri til að tala við þig... Svona, hertu upp hugann, þú ert örugglega ekkert þunglynd og þarft alls ekkert á því að halda að innbyrða einhver geðlyf. Hins vegar er ekkert ósennilegt að þú þjáist af vítamínskorti og það valdi þessari slentilfinningu. Farðu til læknis og láttu athuga hvort þig vantar ekki bæði blóð og víta- mín og vittu til, skapið verður fljótt að komast i samt lag. Síðan skaltu taka þig saman í andlitinu og hella þér út í einhverja tómstundaiðju, breyta í her- berginu þínu og allt annað, sem þér hugkvæmist til að breyta núverandi ástandi. Þegar þú hefur aftur safnað kröftum finnst þér ekki nema hressandi að fara í skólann i roki og rigningu og tilveran verður öllu litríkari en áður. Eitthvað til þess að brjóstin stækki Halló, kæri Póstur! Hvað á ég að vera þung ef ég er 170 sm á hæð? Hvernig er hægt að losna við fúapensla? Ég er að verða 15 ára og ég er með brjóst á við 10-11 ára stelpu. Hvað get ég gert? Ekki segja að þau komi með tímanum, heldur gefðu mér nú góð ráð. Ef maður notar eitthvað sér- stakt mataræði geta brjóstin þá stœkkað? Eru engar æfingar sem gera brjóstin stærri? En lyf hvað með þau? Getur maður ekki fengið nein svoleiðis lyf ég meina til að láta brjóstin stækka? Gefið þið mér nú einhver mjög góð ráð. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. 22-33 P.S. Auða blaðið er til Helgu svo hún éti þetta ekki, því mér liggur svo á svari. Ég hef nefni- lega skrifað ykkur áður og þá hefur Helga verið svöng, því mér var aldrei svarað. Eins og þú sérð ákvað Helga að þyrma þér í þetta skiptið, en henni finnst samt litið í auð blöð varið. Þú átt samkvæmt töflunni að vera 59 kíló, ef þú ert beinasmá, annars aðeins jyngri. Til þess að losna við fíla pensla þarftu að gæta þess að borða ekki mjög sætan mat eða sætindi og mjög gott er að fara reglulega í gufubað. Æfingar til ?ess að stækka brjóst eru 'jölmargar en skiptar skoðanir um ágæti þeirra og einnig hvort mataræði hefur þar nokkur áhrif. Þú getur treyst þvi að brjóstin eru alls ekki fullvaxin og þú átt eftir að þroskast mikið ennþá. Lyf myndi varla nokkur æknir gefa þér I þessum tilgangi. Fegurðarsam- keppni karla Halló, Póstur. Við erum hérna nokkrar vinkonur sem eigum eina ósk, sem við vitum ekki hvar við eigum að koma á framfæri. Þess vegna ákváðum við að skrifa þér og vonum við að þú komir óskinni til réttra aðila. Og þá komum við að því hver óskin er. Hún er sú að það sé haldin karlafegurðar- samkeppni eins og það er haldin kvennafegurðar- samkeppni á hverju ári. Okkur finnst óréttlátt, þegar alltaf er verið að tala um jafnrétti kynjanna, að við getum ekki fengið leyfi til að dást að hinum fallegu íslensku karlmonnum, öllum á einu bretti. Við vitum líka um marga Stráka sem væru alveg til í að fara I svoleiðis fegurðar- samkepþni. Við treystum því að þú komir þessari ósk til skila og að þú sjáir til þess að karla- fegurðarsamkeppnin fái tvær opnur í lit í Vikunni, þegar hún verður haldin! Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina. Saumaklúbburinn fimm fríkaðar Þið eigið vísan stuðning Póstsins í þessu efni og óskinni er hér með komið á framfæri. Ef af keppninni yrði má telja nokkuð öruggt að frá því yrði skýrt hér á síðum Vikunnar, jafnvel í lit! 62 Vikan 41. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.