Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 27

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 27
Ég held að ég hafi séð þig í gær Þaö voru enn töfrar í kossum hans og hjarta mitt sló enn örar og blóðið hljóp enn fram þegar hann tók mig i faðm sinn, en annað var það ekki. Og hægt fór ég að skilja að það var ekki nóg. Ég held að það haft runnið upp fyrir mér > morguninn sem ég leit í dagblaðið og sá eina af myndunum sem Stewart hafði tekið á leikskólanum, hún hafði verið birt aftur vegna þess að hann hafði fengið verðlaun fyrir hana. Þetta var mynd af mér að hneppa úlpu að barni. Ég horfði á litla andlitið i blaðinu og i fyrsta sinn frá því að ég fór að heiman fylltust augu min tárum. Eg gat í annað sinn fundið grófleika litlu ullarúlpunnar, og ég gat aftur séð litla alvarlega andlitið hans Adams. Hann liktist þér, Ray, alvarlegur litill drengur. Manstu þegar ég sagði þér frá honum, sagði þér hve hann minnti á þig sem barn? Og manstu að ég sagði einu sinni að ég vonaði að við eignuðumst son eins og Adam? Orvingluð og hrærð vissi ég á þessu augnabliki hvað ég hafði gert. Ég hafði sært foreldra mína, sært þig. Ég hafði varpað frá mér öllu þvi sem var mér kært og einhvers virði, fyrir einhvern sem skipti svo sáralitlu máli. Þegar Stewart sá að ég var ákveðin þá held ég að hann hafi ekki hugsað um það frekar, heldur flutti hann bara. Ég skipti um starf og seinna gat ég skrifað mömmu með góðri samvisku og sagt henni að þetta væri stórkostlegt starf. En ég sagði henni ekki að þrátt fyrir allt væri ég einmana. Eftir því sem vikur og mánuðir liðu gerði ég mér grein fyrir því hvað ég vildi i rauninni gera. Og þvifór ég heim. Mamma grét, ég grét og pabbi snýtti sér. Þau spurðu engra spurninga og ég sagði þeim ekki mikið. Þá stundina vildi ég ekki annað en að vera með þeim, örugg heima hjá mér. Ég vissi að fyrr eða síðar myndum við hittast, en ég vissi ekki almennilega hvernig mér yrði við. Ekki fyrr en í gær, þegar ég sá þig. Já, ég veit að það varst þú. Það þýðir ekkert fyrir mig að telja sjálfri mér trú um að mér hafi aðeins sýnst þetta vera þú. Ég myndi þekkja þig hvar sem væri. En ég veit ekki hvað ég á aðgera. Ég veit að það er engin önnur: Mamma sagði mér það i gærkvöldi, þegar ég sagði henni að ég héldi að ég hefði séð þig. Ég svaf ekki mikið þá nótt. 1 myrkrinu hugsaði ég um það aftur og aftur, hvaða áhrif það hefði á mig ef ég kæmi til þín, segði að ég iðraðist og þú vildir ekki líta við mér, segðir að þú elskaðir migekki lengur. Trúðu mér, ég myndi ekki ásaka þig fyrir það. Nei, ég myndi ekki ásaka þig. En ég held að ég þyldi það ekki. Það væri kannski best að ég héldi þessu áfram, að vita ekki neitt um það. Ég get dvalið hjá foreldrum minuni _örJitið lengur og farið síðan aftur i burtu, án þess að hitta þig. Þess vegna skrifa ég þér þetta. Ég veit ekki hvort ég sendi það — liklega rif ég það og brenni, reyni að gleyma því að ég hafi skrifað þetta. Því það þarf meira hugrekki en ég hef til að bera til þess að geta horft á það sem augu þin lýsa núna — fyrirlitningu, beiskju, jafnvel með- aumkun. Nei. Ray, ég hef ekki slíkt hugrekki til að bera. Og þvi sit ég hér i svefnherberginu mínu og hundurinn sem þú gafst mér liggur við fætur niina. Hann sefur ekki. hann lætur trýnið hvíla á fram löppunum og horfir stöðugt á mig. Eins og mamma, þá biður hann, en hann verður líka að taka því að ég hef ekki hugrekki til þess að hitta þig, til þess að sjá hvernig þú horfir á mig, hvað þú hugsar um mig. Ég held mig frekar við minningarnar. Ég geng um i herberginu mínu, snerti þetta, horfi á hitt og ég veit að i þetta sinn verður það miklu erfiðara fyrir mig að fara í burtu. Ég sé gamla matador- spilið. Og í gegnum árin heyri ég rödd þina, unga og alvarlega, byrja að tala. „Þú getur ekki gert þetta, Lisa," áminnir þú mig. „Þú verður að fara eftir reglunum, það er erfiðara, en það er réttlátara.” Ég ýti gamla spilinu frá mér og sný mér við, ég veit hvaðég ætla að gera. En sem ég stend við simann. þá hika ég. Munt þú trúa mér þegar ég segi þér allt saman? Munt þú trúa því að ég kom ekki til þín bara vegna þess að Stewart vildi mig ekki? Með sorg í huga geri ég mér grein fyrir þvi, að jafnvel þó þú trúir því. þá er ekki hægt að halda áfram þar sem frá var horfið, ekki eftir allt þetta. En kannski getum við byrjað upp á nýtt. Kannski ekki. Kannski talar þú til mín með rödd. sem er köld og fjarlæg, kannski veit ég um leið og ég heyri i þér að þetta sé þýðingarlaust. En ég verð að reyna. Ég segi sjálfri mér að það eina sem ég hafi í rauninni að tapa séstolt mitt. Ég heyri að siminn hringir hjá þér og ég velti þvi fyrir mér hvað ég eigi að gera, ef móðir þín svarar. Þá heyri ég rödd þína. „Ray?" segi ég. Ég stania og er með grátstafinn i kverkunum. Það líður nokkur stund áður en þú svarar. „Ég frétti að þú værir komin aftur," segir þú, þú ert á verði. Nú á ég völina. Ég get sagt þér að ég sé að hringja til þess eins að segja halló og bless áður en ég fer. eða . . . ég get haldiðáfram. Ég dreg djúpt að mér andann og held áfram. „Ray, ég held að ég hafi séð þig i gær." Ég bíð eftir að þú takir til máls og ég veit að allt riður á því sem þú segir núna. „Ég veit," svarar þú að lokum. hljóðlega, og nú er rödd þín ekki eins mikið á verði. Það renna tár niður kinnar minar þar sem ég stend og bið eftir þvi að þú haldir áfram. „Ég held að ég hafi líka séð þig." Endir 42. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.