Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 62
PÓSTURIM Ég naga alltaf neglurnar Kæri Póstur. Þetta er fyrsta bréfið sem ég skrifa þér og ég vona að þú svarir mér. Hvernig á ég að fara að því að láta neglurnar vaxa? Ég naga þær alltaf þó að ég lakki þær. Er bókbandsiðn kennd í Iðnskólanum? Hvar getur maður fengið nánari upplýsing- ar um þessa grein? Syngur Ellen Kristjánsdóttir með hljómsveitinni íslensk kjötsúpa? Hvernig væri að birta plakat með Leif Garrett og Billy Joel? Ein spurningaóð. P.S. Gefðu mérgott ráð til að gleyma strák, sem ég var með fyrir hálfu ári. Það er fáanlegt ágætis efni í lyfjabúðum, sem er í eins konar naglalakksformi og ætlað til að koma í veg fyrir að fólk nagi neglurnar. Þetta er borið á fingurgómana eða fremsta hluta naglanna og er svo hræði- lega bragðvont að yfirleitt ber notkun þess skjótan árangur. Bókbandsiðn er kennd í Iðnskólanum og námið tekur fjögur ár. Allar nánari upplýsingar um námið er hægt að fá í Iðnskólanum. Á þessu ári hafa bæði birst plaköt með Leif Garrett (24. tbl.) og Billy Joel (25. tbl.) og annað plakat því ekki væntanlegt alveg á næstunni. P.S.-ið Hættu bara horfa á eftir honum og farðu að líta í kringum þig, sko sagði ég ekki það er fullt af af . . . . vá! sérðu þennan þarna. Vinsamlegast klippið þennan hluta frá auglýsingunni og sendið okkur ásamt kr. 4.000.- ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlista haust/vetur ’79-’80. Greiðslu er best að inna af hendi með því að greiða inn á póstgiróreikning okkar nr. 15600 eða senda ávísun með afklippunni til: Quelle-umboðið. Pósthólf 39, 230 Njarðvík. Sími 92-3576. Stærstu póstverslun í Evrópu heim til þín ... HAUST VETUR, Hofum opnaó #gn að Borgartúm 29>g Sími r~\ \ i,i 1 rr ____ ------------------------------------------------ Greiðsla: nafn sendanda q Av. meðfylgjandi ________________________________________________ □ Gíró nr. 15600 heimilisfang □ Póstkrafa + kostn. ________________________________________________Vinsamlegast krossið við réttan reit. sveitarfélag póstnúmer Nú hangir kall utan í mömmu Þú þarna, Póstur! Ég veit eiginlega ekki af h verju ég er að skrifa þér, en ég er svo brjálaður að það er alveg eins gott að skrifa þér eins og að sitja á rassinum og bölva út um gluggann. Þú vilt kannskifá að vita af hverju ég er svona brjál- aður. Og þú skalt sko fá að heyra það. Eyrir 3 árum dó pabbi og síðan höfum við mamma búið ein saman, því öll hin systkini mín eru flutt að heiman. Við höfum haft það ofsagott, mamma erágæt og skemmtilegast höfðum við það þegar við trylltum um allt land í fyrrasumar. En nú er sko ekkert gaman lengur. Nú hangir alltaf kall utan í mömmu, og hann er svo leiðinlegur og Ijótur að ég þoli hann ekki. Svo er hann að koma með tvo litla grislinga með sér, sem skemma allt fyrir mér. Mamma sér ekkert nema kallinn og krakkana hans og segir mér að ég eigi að skilja að nú séu breyttar aðstæður og að hún hafi verið einmana og bla bla bla. En ég? Var ég þá ekki einmana Hka? Ég hélt að við hefðum það ágætt saman. Svo kemur kallinn með hlussu- pakka og heldur að hann sé rosa góður gæi, en ég sé sko í gegnum hann. Hann gerir þetta bara til að plata mömmu svo hún haldi að við séum vinir. En ég þoli hann ekki. Það er Hka vond lykt af honum og hann er lúðalega klæddur. Ekki baun líkur pabba mínum. Hvað get ég gert til að losna við hann? Ég vil að allt verði eins og áður hjá okkur mömmu. Við höfðum það svo fint saman. Ég er búinn að segja honum að hann eigi að pilla sig í burt en hann hlustar ekki á mig. Mér er a/veg sama þó þú svarir þessu ekki. Einn leiður á lífinu Jahérna, ekki hefur skapið verið sem allra best, þegar þú settist niður til að skrifa Póstinum. Reyndar hefur Pósturinn grun um að þér sé ekki alveg sama hvort þú færð svar eða ekki. Þið hafið örugglega bæði verið einmana, þú og móðir þín, eftir að pabbi þinn dó og því ekki nema eðlilegt að, þið hölluðuð ykkur hvort að öðru. En það er ekki þar með sagt að það sé eitthvert óumbreytanlegt ástand, sem betur fer. Öll sár gróa um síðir og satt að segja ættir þú að gleðjast yfir því að móðir þín hefur fundið sér félaga. Það gæti orðið þér tals- verður fjötur um fót siðar, ef þú ætlar að gifta þig, en getur ekkert gert án þess að mamma þín fylgi. Það eru fáar stúlkur sem vildu deila eiginmanninum svo algerlega með tengda- móðurinni. Það væri þinn hagur að laða þennan „rosa góða gæja” sem fastast að mömmu þinni, svo hún verði þér ekki óþolandi höfuðverkur síðar. Sennilega er þetta hinn mesti ágætismaður, sem elskar móður þína og er staðráðinn í að láta þennan viðskotailla son hennar engin áhrif hafa á samband þeirra. Það sem þig þjáir er ekkert annað en snertur af afbrýði- semi og eigingirni, sem læknast vonandi eftir því sem þú eldist og þroskast. Forðastu að dæma fólk eftir klæðaburði og miðaðu ekki alla við föður þinn. Ef þú reynir að kynnast manninum nánar kemstu ef til vill að raun um að hann er stórskemmtilegur félagi. Hvernig væri að þú gæfir honum einn „hlussupakka”? b2 Vlfcan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.