Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 30

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 30
Þrír ólíkir draumar Kæri draumrábandi. Ég sendi þér fyrir löngu drauma, sem ég bab þig að ráöa fyrir mig, en þeir voru aldrei birtir. Ég skrifaði ekki fulll nafn og kannski er það ástæðan. Mig langar aftur að biðja þig að ráða þessa drauma en vel getur verið að þeir séu ekki eins orðaðir og í fyrra skiptið. Mér fannst ég vera stödd úti á landi á mjög fallegum stað. Ég var stödd uppi á hœð þorpsins ásamt mágkonu minni. Hæðin var kalkmáluð og hvítur sandur alls staðar. Glaðasólskin var. Svo finnst mér ég vera komin á dans- stað, mjög lítinn. Fyrir utan eða við inn- ganginn voru mjögfalleg pálmatré alveg að inngangi. Ég fer inn á þennan dansstað ásamt mágkonu minni (þeirri sömu og í upphaft draumsins). Við setlumsl við borð eitt og tókum tal saman. A lll í einu segir hún: Hvar er maðurinn þinn? (sem ég kalla x). Það veit ég ekki svara ég. Þegar við höfum setið þarna dágóða stund þá verður mér litið á nokkra menn og finnst mér einn þeirra vera x (sat hann beint á móti mér). Ég sagði við mágkonu mína: Þarna er hann. Ég stóð upp og gekk að borðinu en þegar þangað kom voru allir mennirnir klæddir eins fötum og x á, en enginn þeirra var hann sjálfur. Mér þótti það furðulegt, en labbaði aftur að borðinu mínu. Þá var mágkona mín farin en mágur minn kom til mín, er ég var sest. Hann segir við mig: Þú tekur lífið of alvarlega, þú ert ung og lœtur kúga þig: Komdu með mér. Þrír kvenmenn sátu við næsta borð. Ein þeirra fór skyndilega að hágrála og reyndu hinar tvær að hugga hana. Við horfðum á þetta, en fannst okkur ekki koma þetta við. Mágur minn tekur I öxlina á mér og segir aftur: Komdu með mér. í því birtist x og var augnaráð hans illskulegt en ég tók það ekki nærri mér. Aðrir þrír kvenmenn (allar Ijóshærðar, ungar og sætar) komu aðvífandi meö miklum látum. Mér fannst eins og þær ætluðu að reyna að gera mér gramt í geði. En ég sagði: Fáið ykkur sæti hjá manninum mínum. Ein þeirra segir þá: Komdu aðeins með okkur út. Ég fylgdi þeim eftir, en þær fæmdu mig inn I dimman skóg. A llt í einu birtust þrír karlmenn. Allir litu þeir útfyrir aö Mig dreymdi vera útlendingar. Tveir þeirra héldu I sinn handlegginn hvor en sá þriðji gekk á undan, allir voru þeir vopnaðir spjótum og byssum. Þeir sneru mér við, áleiðis til baka. Ég man ekki, hvað þeir sögðu við mig, en mérfannst ég skilja tungumál þeirra. Þegar við komum aftur á staðinn, stóð þar heill hópur af kvenfólki, sem sýnilega vildi mér illt, en ég hélt hnarreist áfram og allir viku úr vegi fyrir mér. Draumurinn endaði eins og hann byrjaði. Annar draumur: Mér fannst ég halda dreng undir skírn. Hann hafði eldrautt hár, mér fannst ég eiga hann. Þegar presturinn spurði hvað hann ætti að heita svaraði ég Játvarður. Þriðji draumur: Mér fannst ég vera að fara á ball með vinkonu minni en þegar þangað var komið sagði ég: Nei, við förum ekki inn, þetta er unglingaball. Mér fannst ég gista hjá henni um nóttina, en daginn eftir, þegar ég ætlaði að fara, fann ég hvergi skóna mína. Móðir hennar heyrir að ég er að tala um skóna. Kom hún þá með þá og hafði hún burstaö þá svo að þeir voru glans- andi og enn faUegri en þeir I raun eru. Ég er mjög spennt að fá þessa drauma ráðna. Með fyrirfram þökk. H.Þ. Fyrsti draumurinn er nokkuð erfiður i ráðningu, því til þess að geta ráðið hann er nauðsynlegt að þekkja betur til dreymandans. Þó er þarna líklega um að ræða fyrirboða ákveðinna afmarkaðra atburða, sem eiga eftir að henda þig, þótt í nokkuð öðru formi verði. í draumnum eru sterk tákn sem vara þig við að láta afbrýðisemi ná of miklum tökum á þér, því það gæti valdið þér miklum erfiðleikum. Þér mun þó líklega takast að komast yfir þessa erfiðleika og jafnvel standa betur að vígi eftir en áður. Annar draumurinn boðar þér mikla upphefð og þú mátt eiga von á að eitthvað, sem þú hefur lengi þráð, rætist mjög óvænt. Þriðji draumurinn er reyndar fyrirboði þess sama, og allir draumarnir gefa í skyn að þú eigir trygga vini, sem koma til skjalanna þegar þú þarft þeirra mest við. Blár páfagaukur í kassa Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi um daginn. Hann er svona: Mér fannst ég vera að labba niður I bæ með vini mínum og var ég voða fin (í spari- fötunum). Allt I einu var ég komin meö kassa undir höndina og kíkti ég ofan I hann. í einu horninu á kassanum var blár páfagaukur, illur á svip, en samt svolítið hræddur. Ég hugsaði með mér: Hvað var ég að kaupa mér páfagauk? Ég hef ekkert með hann að gera. Svo fannst mér ég ganga aðeins áfram og hugsa svo: Ætli hann geti ekki kafnað með engin göt á kassanum. Ég spyr vin minn en hann segir að það sé allt I lagi. Þá kíki ég aðeins á páfagaukinn. Hann var á sama stað og var nú ekki hræddur við mig og ekki var hann heldur eins illur og hann varfyrst. Og ég hugsa með mér: Æ, greyið, og mér fer að þykja vænt um hann. Svo fnnst mér ég alltaf ganga I bænum og alltaf er ég öðru hverju að kíkja ofan I kassann og páfagaukurinn verður alltaf mildari og mildari og mér fnnst ég ekki geta án hans verið því mér þykir svo vœnt um hann. Svo gekk ég áleiðis heim með pakkann I fanginu og með vini mínum, og þá vaknaði ég. Á.H. Fuglar eru oft taldir mannafylgjur og þessi draumur boðar þér talsverðar breytingar í lífinu og þá tengdar giftingu. Öll tákn í draumnum benda í sömu átt, að þú kynnist bráðlega mannsefninu eða hafir kynnst því nú þegar og flest bendir til að samband ykkar verði óvenju gæfusamt og að þín bíði mikil velgengni. 30 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.