Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 51
hann hjá séra Páli Ámundasyni á Kolfreyjustað, þangað til hann var tekinn í latínuskólann í Skálholti 1679. Þaðan út- skrifaðist hann að þrem árum liðnum, 1682. Eftir það er talið að hann hafi verið hjá ýmsum frændum sinum til meiri lærdómsframa, en mest mun hann þó hafa dvalið hjá Oddi Eyjólfssyni í Holti undir Eyjafjöllum. En séra Oddur hafði verið rektor I Skálholti og var nafnkunnur lærdóms- og fremdarmaður. Á þessum árum reri hann tvær vertíðir í Vestmannaeyjum. Árið 1685 veitir Þórður biskup Þorláksson honum predikunarleyfi, og fer biskup þar um Jón fögrum orðum. Árið eftir sótti hann um kennarastöðu (heyrarastarf) í Skálholti, en Þórður bróðir hans hlaut hana þá, enda var hann orðinn guðfraéðingur frá háskólanum i Kaupmannahöfn og í metum hjá Heidemann landfógeta. Árið 1687 ákvað Jón loks að fara utan til háskólanáms. Hann fékk ágæt meðmæli til háskólans, bæði frá rektor Skálholtsskóla, Ólafi Jónssyni, og Þórði biskupi. Þegar Jón fór utan varð honum samferða til náms Arngrímur bróðir hans, sem síðar varð lærður maður og rektor I Danrnörku en andaðist ungur. Þeir bræður voru skrásettir I tölu stúdenta í háskólanum I Kaupmannahöfn 20. september 1687. Þann 25. júní næsta ár hlutu þeir bræður báðir baccalaureusnafnbót í heimspeki. Árið eftir lauk Jón prófi í guðfræði með sjaldgæfum sæmdarvitnisburði. Það var eigi ótítt að háskólagengnir menn tækjust á hendur herþjónustu, sumir af neyð, aðrir af tilhneiging eða framagirni. Jón var alla tíð ör i lund, fljótfær nokkuð og stórhuga. Hann hugði að hann myndi skjótari að ná nokkrum frama með því að velja þessa leið í bili, enda eggjuðu kunningjar hans í undirforingjastétt hann óspart á það. En við sáum hér að framan hvernig þær vonir brugðust. Honum var annað ætlað. Haustið 1691 réðst Jón í Skálholt í þjón- ustu Þórðar biskups, sem mat hann mikils sökum þekkingar, og komst hann I mesta gengi hjá biskupi. Hann varð þar brátt kennari og kirkjuprestur og svo mikið dálæti hafði biskup á Jóni að hann sendi hann jafnvel í sinn stað í yfirreiðir um biskupsdæmið, þegar hann var sjúkur sjálfur eða vant við látinn. Jón varð að lokum officialis í biskupsdæminu fyrir tilstilli Þórðar biskups, sem vildi að hann yrði eftirmaður sinn og hafði til þess meðmæli amtmanns, sem bar hið mesta lof á Jón fyrir ræðusnilld og lærdóm. Svo fór og að lokum að Jón varð eftir- maður Þórðar og krýndur til biskups af Henrik Sjálandsbiskupi Bornemann 1. maí 1698 og 1. júní sama ár sæmdi háskólinn hann magistersnafnbót í heimspeki. Kom Jón til íslands snemma um vorið og tók við Skálholtsstað í fardögum. Jón biskup tók þegar við búi í Skálholti að hálfu, og að fullu þegar liðið var náðarár biskupsekkjunnar, en hún hafði stutt hann með ráðum og dáð til frama síns. Jón gerðist brátt umsvifamikill og forsjármaður til aðdráttar um búsföng öll, enda auðgaðist hann fljótt þótt hann væri bæði veitull og stórmannlegur, gjöfull og gestrisinn. Hann lét aldrei nauðstaddan synjandi frá sér fara. En í hagsæld hans mun mikið hafa munað um konu hans, Sigríði frá Leirá, en hún var dóttir Bauka- Jóns, sem áður var biskup að Hólum. Hún var hyggin og skynsöm og merkiskona að öllu leyti. Um hana segir séra Jón Halldórs- son, að hún hafi verið trúföst, lastvör um aðra menn, lítillát og góðgerðasöm. Jón prestur var hinn mesti atkvæða- maður í öllum greinum og mikils virtur, einn gáfaðasti maður sinna daga á íslandi. Hann var maður prýðiiega að sér, liðugasta iatínuskáld hérlendis, málsnjall með afbrigðum og ræðuskörungur svo mikill að orðlagt er síðan. Hér kom enn til að hann var að ásýnd og vexti fyrirmannlegur og vel á fót kominn. Hann var einnig vinsæll hjá alþýðu manna, en við fyrirmenn suma átti hann erjótt, enda skapmikil! og bráð- lyndur. í kirkjustjórn var hann hinn rögg- samasti og harður við kennimenn, en reis þeim upp til varnar ef honum þótti ein- hverjum þeirra misboðið. Og horfði þá ekki í hver í móti stóð. Yfirleitt virðist fram- koma hans benda til þess að hann hafi farið eftir sannfæringu sinni án manngreinar- álits. En af öllum gögnum er auðsætt að hann leggur mikið upp úr valdi þjóðkirkjunnar og virðingu og lítur jafn- framt á sjálfan sig sem forystumann hennar. Jón biskup varð ekki gamall maður. Dauða hans bar að með þessum hætti: Þeir biskup og mágur hans, séra Þórður Jónsson á Staðarstað, höfðu heitið því hvor öðrum. að sá er lengur lifði skyldi flytja líkræðu yfir linum. Séra Þórður andaðist 21. águst 1720. Biskup frétti lát hans nokkrum dögum síðar. Hann lagði af stað frá Skálholti 26. ágúst til þess að fylgja séra Þórði til grafar. Biskup hafði verið á sífelldum ferðalögum og erli þetta sumar fram að þessu. Sama dag kenndi hann verkjar fyrir brjósti, einkum eftir að hann kom vestur á Sleðaás og komst hann með naumindum í sæluhúsið. Honum versnaði svo um nóttina að hann treystist ekki til að fara lengra. Lét hann þá taka sér blóð og linaði þá verkinn, en við það dró úr honum mátt. Andaðist hann þarna I sæluhúsinu aðfaranótt 30. ágúst. Skömmu síðar kom kona hans þangað að vestan, en hún hafði farið vestur að Staðarstað í kynnisför og hitt þá bróður sinn dauðvona. Frétti hún um veikindi mannsins síns og hraðaði sér að banabeði hans, en þá hafði hann nýlega skilið við. Hugðu menn að hún myndi ekki beraaf harminn. Jarðarför biskups fór fram í Skálholti í viðurvist fjölmennis, amtmanns og 22 prófasta og presta. Líkræðu flutti prófasturinn I Arnesþingi, séra Jóhann Þórðarson. Jón biskup var harmdauði öllum samtíðarmönnum sínum, og kemur það meðal annars fram i eftirmælum eftir hann, einna best í latínuljóðum Erlends Magnússonar rektors, en margir urðu og fleiri til þess að yrkja um hann látinn. Brestir Jóns biskups Vídalíns hafa gleymst, en frægð hans hefur vaxiðþví meir sem lengra hefur liðið frá láti hans. Ritstörf hans eiga ekki minnstan þátt í þvi, og þá ekki síst helgidagaræður hans, húspostillan fræga' Endir 42. tbl. ViKan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.