Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 42
„Hver er þeua með leyfi?” spurði Meadows hjúkrunarkona. Frú Burke vissi ad þaðsem hún hafði sagt var ekki skynsamlegt. Hún róaði sig. „Þetta er frú Burke. húshjálp frú Wilson. Ég vil fá að tala við Kate — ungfrú Wilson. Móðir hennar hefur veikst," sagði hún. „Ungfrú Wilson hefur ekki komið í dag," sagði Meadows hjúkrunarkona. „Við héldum að hún væri veik. Ég reyndi að hringja í hana. Það svaraði enginn.” „Ekkert skil ég i þvi. Nerna hún hafi farið að ná i hjálp. Eðu að billinn hennar hafi bilað. Hvað um það, móðir hennar er mjög veik — hún liggur á gólfinu. Ég er búin að hringja í sjúkrabíl." sagði frú Burke. „Ég segi læknunum frá þessu," sagði Meadows hjúkrunarkona. „Ég býst við að annar þeirra vilji koma." „Það er dr. Wetherbee sem hefur stundað frú Wilson," sagði frú Burke ákveðin. „Ég skal láta hann vita,” lofaði Sybil Meadows og lagði á. Hún hringdi aftur nokkrum mínútum síðar til þess að segja að dr. Wetherbee væri á leiðinni og að hún skyldi segja bílstjórum sjúkrabílsins frá því ef þeir kæntu á undan. Þeir voru á undan. l>eir voru vissir um að frú Wilson hefði fengið slag. Þeir lögðu hana á börur. fóru rneð hana vel dúðaða út i bifreiðina og vildu helst leggja strax af stað með hana. „Kannski læknirinn vilji hafa hana hérna." hélt frú Burke áfram, hún var viss um að frú Wilson myndi deyja og vissi að hún hafði alltaf viljað dcyja í rúminu sinu. „En hvar gctur Kate verið?" Það sama sagði dr. Wetherbee þegar hann kom. Hann var sammála sjúk dómsgreiningu sjúkraliðanna og gaf þeim leyfi til þess að halda af stað. Frú Wilson hafði þá rnisst meðvitund og andardráttur hennar var orðinn hryglukenndur. „Hvar getur Kate eiginlega verið?" spurði læknirinn aftur þegar sjúkrabill- inn var farinn. Hún hafði aldrei orðiðof sein í vinnuna áður. „Ég veit það ekki. Kannski hún hafi lent i slysi á ieiðinni." sagði frú Burke því nú fannst henni öll slys koma til greina. „Hún skildi útvarpið eftir i gangi.” bætti hún við. „Hvaðátlu við?" Frú Burke útskýrði allt saman en dr. Wetherbee hlustaði varla. Hann gekk inn og opnaði dyrnar inn í eldhúsið. „Hvert þó i . . . hvað hefur ciginlega gengið á hérna?" hrópaði hann. „Kate er ekki vön að fara frá eldhúsinu i þessu ástandi?” Frú Burke elti hann inn í herbergiö. „Hamingjan sanna,” sagði hún enn einu sinni. „Þetta gerir hún aldrei. Kate þvær alltaf upp eftir sig. Ég fer alltaf niður að ná I bakkann fyrir móður henn- ar þá daga sem ég kem." 42 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.