Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 44
Það cr ekki svo slæmt að vcra mcð flensu. Það er hægt að græða tölu- verðan pening á því að vilja taka meðulin sína. honum út úr bílskúrnum. Siðan fór hann út og lokaði hurðinni. Eins og við náriari umhugsurrlor hann aftur inn i eldhúsið til að ná i hnifinn. Þegar hann kom aftur dró hann regnkápuna frá and- liti hennar. sýndi henni hnifinn. snerti kinn hennar með honum og breiddi siðan yfir hana aftur. Eftir það ók hann út á göluna. Hann ók fram hjá hliðar götunni þar sem hann hafði skilið sinn eigin bil eftir. Hann ætti að vera öruggur þar til hann gæti komið og sótt hann. Allt i einu. Gary til mikillar skelfingar. uppgötvaði hann að hann hafði skilið hanskana sina eftir i Vauxhallbilnum, allan þennan tíma hafði hann skilið eftir fingraför hvert sem hann fór. Hann steig snöggt á hemlana og stans- aði. kastaðist frani á stýrið og stundi. Kate. sem lá undir kápunni. velti því fyrir sér hvað gerst hefði þegar hún kast- aðist fram og siðan aftur. Hún stundi sjálf. Gary byrjaði að bölva þar sem hann sat. Átti hann að snúa við? Hann yrði að hreinsa allt eldhúsið. þvo hvern disk og hvert áhald sem hann hafði not að. Einnig þyrfti hann að athuga skáp- inn. sem hann hafði falið sig i. og her bergið þar sern hann hafði barist við fanga sinn. Verkið var yfirþyrmandi. hann myndi örugglega gleyma einhverju og tapa þar með dýrmætum tima. Það var betra að einbeita sér að því að losa sig við frú Havant. Hann hafði ekki skilið eftir sig neina vísbendingu i Wattleton svo það var engin ástæða til að ætla að lögreglan tengdi jvessa tvo at burði. Meðan hann var að borða fleskið og eggin hafði Gary hugleitt það að senda frú Havant i bilnuni sinum fram af Beachy-höfða. Ef billinn eyðilegðist i eldi væri það enn betra. þá væru engar sannanir fyrir þvi að hann hefði ekið honum og fingraförin i húsi frúarinnar báru ekki vitni um ofbeldi. Það hafði engu blóði verið úthellt. Meðan Gary ók i átt að miðbæ Ferringham og leit eftir vegvisum sem sýndu lciðina suður reyndi hann að sviðsetja slysið í hugan- um. Kate leið hræðilega illa á gólfinu. Með hendurnar bundnar fyrir aftan bakið og fæturna samankreppta reyndi hún að færa sig til um leið og bifreiðin ók á jöfnum hraða. Ræningi hennar var nú hættur að bölva og þögnin var drungaleg. Hún heyrði hljóðið í hjólhörðunum og suðið í vélinni en gat alls ekki fundið á sér á hvaða hraða þau voru né í hvaða átt þau stefndu. Hún gat hreyft til tær og fingur og snúið höfðinu en hún var allt of hávaxin til þess að geta rétt úr sér í jxtssu litla rými eða á neinn hátt létt sársaukann í handleggjunum. Hún reyndi að koma regiu á hugsanir sínar. Hún var lifandi og enn var ekki búið að nauðga henni. hvort tveggja var hag stætt. Hún hafði verið svo hrædd og reið meðan þessi óði maður, sem hún þekkti ekki einu sinni nafniðá. eldaði ogát mat hennar að hún liafði ekkert hugsað um hann. En nú sá hún að hann virtist ekki aðeins banhungraður. hann var einnig dauðhræddur. Blótsyrðin sem hann hafði látið út úr sér þegar þau lögðu af stað höfðu komið upp um bæði hræðslu og reiði. Hún reyndi að anda djúpt og rólega. Hún ætlaði ekki að sýna nein hræðslumerki. hvað sem gerðist. Hennar yrði ekki saknað fyrr en um ntorguninn. Ciuði sé lof að þetta yrði einn af dögum frú Burke þó að móðir hennar myndi byrja að hringja hjöllunni um leiðog henni þætti Kate vera oröin of sein með morgunverðinn. Kate vissi að svo myndi hún hringja og hringja. Og að lokunt færi hún kannski á fætur til þess að sjá livað ylli töfinni. Áhrif mogadontaflnanna væru þá horfin, það voru engar líkur til þess að gamla konan svæfi yfir sig. Að lokum gæti verið að lögreglan yrði beðin að leita hennar en það yrði ekki gerð nein tilraun til leitar næstu klukku- timana. Hún hafði enga hugmynd um hve langt væri siðan hún hlustaði á mið- læturfréttirnar i útvarpinu. Bíllinn stans- aði en var síðan rekinn í fyrsta gir og ók af stað aftur: umferðarljós, hugsaði hún. Hún gat ekki séð neitt og bragðið af óhreinum vasaklútnum i munni hennar var viðbjóðslegt. Hún reyndi að færa höfuðið til. hún myndi kannski losna við regnkápuna frá andlitinu og geta séð götuljósin ef nokkur voru. Að minnsta kosti myndi hún losna við köfnunarkenndina. Eftir nokkrar tilraunir tókst henni það. Henni þótti það gott að regnkápan huldi líkanta hennar þvi annars yrði henni kalt í þunnri peysunni og pilsinu. Gary ók þögull eftir skiltunum til Ox- ford. Það var líklega kort í bilnum og hann ætlaði að stansa á fáförnum stað til þess að líta á það. Hann yrði líklega líka að kaupa séreldsneyti. Með konuna aftur i yrði það áhætta en hann myndi finna auða sjálfsafgreiðsluslöð. Þessir Minibilar eyddu sáralitlu. vissi liann. en tankarnir voru litlir. Hann leit á mæl- inn. Hann var hálffullur. Kate hafði einnig dotlið joetta i hug. Hún vissi að það voru tiu til fimmtán lítrar á bílnum. hann þyrfti ekki að stansa strax. Þegar þau höfðu ekið nokkurn tima ók Gary út af aðalveginum og inn á auðan hliðarveg sem lá i gegnum skóg lendi. Hann fór út úr bílnum til þess að kasta af sér vatni. Kate heyrði hvað var að gerast þvi hann hafði ekki farið ncitt i burtu. Hún fann nú að hún þyrfti að gera slíkt hið sama. Hvernig átti hún að segja honum það? En hvað um það. hann myndi aldrei leysa hana né hleypa henni út úr bilnum. Hún varð að halda i sér. Það yrði of niðurlægjandi cf hún missli allt niður. Hún var farin að sjá eftir teinu sem hún liafði drukkið fyrir svo löngu síðan. það jók nú á óþægindi hennar sem voru þó smámunir i saman burði við hættuna sem hún var i. Kannski voru þau komin á staðinn þar sem hann ætlaði að nauðga henni og drepa hana. Hann yrði að minnsta kosti að leysa fætur hennar og þá fengi hún tækifæri til að berjast við hann. Spark ætti að duga. Hún leit upp i himininn yfir trjánum. Það voru engar stjörnur á lofti. Líkami Garys skyggði á gluggann. Nú opnaði hann bíldyrnar. leit aftur í bilinn og sá andlit hennar. Augu hennar. fyrir ofan munnkeflið. séð i inniljósi bílsins virtust óhrædd. alis ólík augum Söndru King þegar hún barðist við hann. „Sjáið þér til. frú Havant. mér þykir þetta leitt og allt það. Ég ætlaði ekki að gera þetta. þetta með stúlkuna. Það voru ópin. skiljið þér? Ég varðuð þagga niður I henni. En þér máttuð ekki segja þeim að það væri ég. Þess vegna varð ég að ná I yður. Það verður ekkert sárt. Ég skal gera það vel. Þú skilur það. er þaðekki0" Kate starði fast á hann. Hún ætlaði ekki að hrista höfuðið né kinka kolli eða gefa nokkurt merki um að hún hefði skilið. Hann settist aftur inn i bílinn og lok- aði hurðinni. Og þarna I myrkrinu hélt hann áfram að tala þar sem hann sat I ökumannssætinu og starði út i nóttina. „l>etta var allt henni að kenna. Hún vildi það — svo vildi hún þa' ’kki. Þær gera þetta oft. Þaðer starl mitt að ganga hús úr húsi. Margar þeirra vnja það. Þér yrðuð undrandi. Auðvitað cr það ekki þess viröi að þröngva þcim til |xss. jafn- vel þó manni litist vel á þær. Það kemur alltaf einhver önnur. Fn það eru tak mörk. Og ég hafði ekki fengið það i lang- an tima." Þögn. „Ég var lika búinn að drekka svo- lítið." sagði hann. nú allsgáður. Hann sat þarna og sagði fram hugsan- ir sínar i myrkrinu. Svo ákvað hann að líta á kortið. Hann fann ekki rofann sem kveikti á inniljósinu og opnaði þvi dyrn- ar eilitið þar til það kviknaði. Minibill Kate var af eldri gerðinni. sem hafði stóra vasa innan á hurðunum og hann hafði stungið hnifnum i hólfið" sin megin. Nú, meðan liann var að gramsa þar. sá hann að hann yrði ekki nógu fljótur að gripa til hans ef þess þyrfti svo hann lél hann á hanskahilluna. Hann fann illa farinn kassa með bréfaþurrk um. bóndós sem var orðin svo gömul að bónið var komið i einn kökk. ísbræði og ýmsa fleiri hluti en ekkert kort. Hann reyndi hina hurðina og fann eitt mjög gamalt. snjáð og rifið. gefið út áður en flestar hraðbrautirnar sem nú voru i notkun voru komnar til sögunnar. Vasaljós Garys var i bilnum hans ásamt hönskunum og dauft Ijósið gerði honum erfitt að skoða kortið. Um tima fann hann ekki einu sinni Ferringham. Grafarþögnin gerði Gary taugaóstyrk- an. Skyndilega beygði hanri sig.leysti diskaþurrkuna sem enn var bundin yfir andlit Kate og dró út keflið. Hann reyndi að gera það varlega. 44 Vikan 42. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.