Vikan


Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 18.10.1979, Blaðsíða 31
Þrátt fyrir nokkuð langa sögu að baki getur ÍR — íþróttafélag Reykjavíkur — ekki stálað af mörgum titlum i handknattleiknum. Allt frá stofnun félagsins, þann 11. mars 1907, til þessa dags hefur ÍR aðcins cinu sinni tekist að krækja sér i hinn eftirsótta íslandsbikar. Það var fyrir 33 árum — árið 1946. Þá var nýlega farið að leika i hinum fræga Hálogalandsbragga, en fram að þeim tima var leikið í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar. í sigurliði lR 1946 voru eftirtaldir leik- mcnn: Gunnar Sigurjónsson, Ingólfur Steinsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Jóel Sigurðsson, Sigurgisli Sigurðsson, Ingvi Guðmundsson og Guðmundur Magnússon. ÍR-liðið á þessum tima var skipað piltum sem flestir áttu það sammerkt að stunda frjálsar iþróttir og geta sér gott orð fyrir. Hinir fimm fyrst töldu voru allir mjög frambærilegir frjálsiþrótta- menn og tveir þeirra voru i fremstu röð. Það voru þeir Jóel Sigurðsson og Finnbjörn Þorvaldsson. Gunnar lék lengi með knattspyrnuliði Vals og var oft valinn i úrvalslið Reykjavíkur þótt aldrei næði hann að komast i landsliðið. Sigurgisli er faðir Hilmars, sem er ein styrkasta stoð hins unga liðs HK. Þessu liði tókst ekki að endurheimta Íslands- bikarinn árið eftir — hann féll Valsmönnum i skaut næstu tvö árin. Siðan hefur í R ekki tekist að vinna þennan eftirsótta bikar. Liðið hefur oft haft mjög góðum einstaklingum á að skipa en alllaf hefur herslumuninn vantað. Upp úr 1958 var að fæðast hjá ÍR ein skærasta stjarna islensks handknattleiks fyrr og siðar. Það var Gunnlaugur Hjálmarsson eða Labbi eins og flestir vina hans kalla hann. Það er sennilega ekki ofmæit að titla hann litrikasta handknattleiks- mann, sem Ísland hefur alið. Gunnlaugur var geysileg skytla og hans bestu ár voru i Háloga- landsbragganum. Hann var mikill „stemningar- leikmaður" og það var ekki oft að hann skoraði undir 10 mörkum i leik. Gunnlaugur var fljótt valinn i landslið íslands og árið 1961 var hann valinn i heimsliðið i hand- knattleik. Það var ekki svo litill heiður fyrir ungan leikmann frá íslandi. Eftir það fékk hann tilboð um að gerast leikmaður með sænska 1. deildar- liðinu Heim, en þar sem aðrar reglur giltu þá en nú varð ekkert úr því að Gunnlaugur færi utan. Hann hefði þurft að dveljast i eitt ár i Sviþjóð áður en hann mátti leika með sænsku liði og á einu ári fer mikill timi til spillis fyrir góðan hand knattleiksmann. En titlarnir létu á sér standa hjá lR eins og fyrri daginn og árið 1965 gekk Gunnlaugur til liðs við Fram. Tók hann þar stöðu Ingólfs Óskarssonar. sem fór til sænska liðsins Malmberget og lék þar við frábæran orðstir. I sinum fyrsta leik með Fram skoraði Gunnlaugur 11 mörk gegn dönsku meisturunum Ajax. Þegar heimsmeistarar Rúmena komu hingað til lands 1966 settu þeir mann honum til höfuðs og það sýnir e.t.v. öðru fremur hversu hættulegur leikmaður Gunnlaugur var álitinn. En vikjum aftur að ÍR. Við brottför Gunnlaugs komst mikið los á ÍR og minnstu munaði að handknattleiksdeildin leystist upp um tíma. Óánægja var með stjórnar- menn deildarinnar en siðan gripu ungir leikmenn i taumana og tóku málið I sinar hendur. Þessir ungu menn voru m.a. Vilhjálmur Sigurgeirsson. Þórarinn Tyrfingsson, Ágúst Svavarsson, I III MM'I Einn titill á löngum ferli Brynjólfur Markússon og Ásgeir Eliasson svo einhverjirséu nefndir. Þeir komu ÍR upp i fyrstu deildina á nýjan leik er þeir sigruðu i annarri deild 1968. Þaðársetti ÍR markamet i Laugardalshöllinni — sigraði Eyjamenn 45-9 i 2. deildinni. KR tókst i fyrra að skora 45 mörk gegn Leikni en fékk rúmlega 20 á sig þannig að ÍR á enn stærsta sigurinn. Þessi kjarni leikmanna skipaði ÍR-liðið að mestu næstu árin og þótt liðinu tækist ekki að hreppa Íslandsbikarinn var enginn vafi á að liðið var hættulegt hvaða andstæðingi sem var þegar sá gállinn vará þvi. T.d. kornu ÍR-ingar i veg fyrir að Valur ynni íslandsbikarinn 1972 með því að bursta þá 24-15 öllum á óvart. ÍR-liðið hefur lengst af haft ,.tak“ á Valsmönnum og íðulega fer hrollur um stuðnings menn Vals þegar minnst er á viðureignirnar við ÍR i gegnum árin. ÍR átti fjóra unglingalands liðsmenn 1972 og árið eftir gekk Gunnlaugur til liðs við sitt gamla félag og forðaði þvi frá falli. Síðan hefur gengið á ýmsu en nú virðist vera að koma upp sterkt lið — blanda ungra bráðefnilegra leikntanna og leikreyndari manna. Hælt er þó við að veturinn reynist ÍRerfiðurað þcssu sinni. -SSv. 42. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.