Vikan


Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 25.10.1979, Blaðsíða 5
Hann var að æfa fyrir tónleika, sem hann ætlar að halda í Reykjavík 29. september, er Vikumann bar að garði. Og verða þeir því um garð gengnir þegar þetta birtist á prenti. Ágóðann ætlar hann að gefa til SÁÁ, því Hreini Líndal óperu- söngvara finnst hann eiga þessum samtökum mikið að þakka. Sjaldan hefur ungur söngvari átt greiðari leið að glæstri framabraut en Hreinn. Þar til áfengið kom til sögunnar og leiddi hann inn á hinn vísa veg til glötunar. Eftir áralanga baráttu við vandamál sitt hefur Hreini tekist að vinna sigur yfir sjálfum sér og Bakkusi og leggur nú á ný út í sviðsljósin. Reynslunni ríkari og þroskaðri maður en áður. — Ein af þeim grundvallarreglum sem við lærum á Freeport er mikilvægi þess að miðla öðrum, segir hann. — Og það er dásamleg tilfinning að vera orðinn það aflögufær að geta gefið. Það er þess vegna sem ég vil að ágóðinn af tónleikunum mínum renni til SÁÁ. Og með þessu viðtali langar mig líka til að miðla öðrum af reynslu minni sem er ekki síður mikilvægt en fégjafir. Vonandi getur það orðið til þess að einhver, sem situr enn úti í myrkrinu með vandamál sitt, öðlist kjark til að leita hjálpar og trú á að hún komi að gagni. — Ég hóf söngferil minn sem yngsti meðlimur Karlakórs Keflavíkur, þá tæp- lega 17 ára gamall. María Markan var þjálfari kórsins og sýndi hún rödd minni strax mikinn áhuga. Ég tók því að sækja tíma hjá henni. Ég elskaði söng og langaði til að leggja hann fyrir mig þó ég hafi þá sennilega ekki gert mér Ijósa grein fyrir hvað það þýðir að leggja út á slíka braut. Ég hugsaði bara með mér að úr því að aðrir hefðu getað þetta hlyti ég að geta það líka. — María reyndist mér frábær kennari og ég var hjá henni í tvö og hálft ár. Ég er með svonefnda náttúrurödd en slíkar raddir þarfnast mjög nákvæmrar handleiðslu. Það er miklu meiri vandi að vinna með náttúru- raddir en raddir sem þarf að byggja upp. — Ég tók að hugleiða nám erlendis og komu þar tveir skólar aðallega til greina, Juliard í New York eða San Cecilia í Róm. Mig langaði meira til Rómar og þess vegna varð sá síðarnefndi fyrir valinu. Enda reyndist Róm mér alveg nýr heimur. Við vorum 65 sem þreyttum inntökupróf í San Cecilia en skólinn tók 15 nemendur. Ég varð númer 2 á þessu prófi, en þrír bestu nemendurnir þurftu ekki að greiða nein skólagjöld. Og þarna stundaði ég nám í 5 ár. Svo hélt ég áfram í 2 ár við akademíuna í Róm þar sem ég vann til heiðursskjals og verðlauna. — Að námi loknu söng ég víða um Ítalíu. Listamannsbrautin reyndist mér síður en svo grýtt. Ég fékk atvinnutilboð frá Þýskalandi og Sviss og loks samning við Vínaróperuna, fyrst til hálfs árs og síðan til tveggja ára. Það var eins og lánið léki við mig, ég fékk allt fyrirhafnarlítið upp í hendurnar. Kannski var þetta of auðvelt, erfiðleikar hefðu kannski hert mig meira. — í Vín tók að brydda á vandamáli mínu í sambandi við áfengisneyslu. Ég eignaðist margagóðaog skemmtilega félaga og tók drjúgan þátt í öllum þeim listamannahófum sem voru þarna hættu- lega algengur viðburður. Að vísu vantaði mig aldrei á sýningar en ég var farinn að slá mjög slöku við æfingar. Og ofneysla áfengis er sama sem dauðadómur yfir söngv- ara sem byggir allt sitt á líkamsþreki og krafti. Svo fór auðvitað að kvisast út hvað væri að gerast með mig og ég gerði mér líka Ljósmynd: Sigurður Þorgeirssoní sjálfur fulla grein fyrir því. Forstjóri óper- unnar kallaði mig á sinn fund og aðvaraði mig mjög vingjarnlega, bað mig að hætta drykkjunni þar sem hann vildi ekki missa mig. En ég réð ekki við þetta lengur og þar kom að ég missti stöðuna. — Eftir það söng ég víðsvegar um Evrópu en vandamálið fylgdi mér í farangrinum hvert sem ég fór. Ég vissi að sú braut, sem ég var lagður út á, leiddi aðeins til glötunar, en blekkti mig enda- ■laust. Ég fór heim og var svo heppinn að fá strax góða stöðu sem kennari. En undir niðri fannst mér öllu lokið. Ég hafði sjálfur eyðilagt framtíð mína og það var ekki sársaukalaust að horfast í augu við þá staðreynd. Og loks tók að sækja í sama 43. tbl. Vikan S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.