Vikan


Vikan - 25.10.1979, Side 6

Vikan - 25.10.1979, Side 6
farið hér og ég fann að ef ég gerði ekki einhverjar róttækar ráðstafanir til að sporna við þessu væri ég búinn að vera í orðsins fyllstu merkingu. Sjálfsblekkingin er söm við sig — Vinir mínir höfðu reynt að fá mig á AA fund en það hafði ekkert þýtt. En loks tók ég sjálfur þá ákvörðun að leita til SÁÁ. Þar talaði ég við gamla skólasystur mína úr Keflavik og hún reyndist mér ómetanleg hjálparhella. Ég fór svo I gegnum prógrammið í Reykjadal og eftir nokkra baráttu ákvað ég að halda áfram á Freeport. Svo hvarf ég aftur til vinnu minnar hér heima og allt gekk ljómandi vel. — Hálfu ári siðar fór ég til Ítalíu. Og þar kom í ljós að ég var langt frá því fullnuma, ganila, góða sjálfsblekkingin var enn söm við sig. Ég dvaldi hjá vini mínum á Capri og eitt kvöldið fékk ég mér hálft glas af víni. Bara til að prufa og sýna sjálfum mér og öðrum að áfengið hefði mig ekki lengur á valdi sínu. Og ég drakk heldur ekkert meira það kvöldið. Morguninn eftir var ég snemma á fótum og fór á matsölustað. Og þar korn strax yfir mig sú tilfinning að úr því að ég hefði verið maður til að fá mér glas af víni i gærkvöldi þá gæti ég alveg eins gert það núna. Þessi blekking kostaði mig tíu daga túr. Ég var aftur kominn á botninn bæði andlega og fjárhagslega og ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Skólasystir mín, sem ég minntist á áðan, var þá í Bandaríkjunum. Ég hringdi til hennar og sagðist vilja koma aftur. Siðan hringdi ég heim og bað unt hjálp. Og þá sýndi sig best hvað AA samtökin eru ótrúlega traust. Þeir sendu strax mann út til ítaliu til að ná í mig og hann fór með mig til New York. Hann lagði meira að segja út peninga fyrir mig sem ég greiddi honum að sjálfsögðu seinna. — Ég fór aftur í gegnum Freeportpró- grammið og var svo heppinn að fá að vinna með dr. Herzlin allan tímann. Honum tókst að hjálpa mér til að öðlast sjálfstraust á ný. Smám saman fór ég að þora að horfast í augu við sjálfan mig eins og ég var. Og þó að ég rækist þar á marga hluti sem var allt annað en þægilegt að viðurkenna var það samt dásamleg tilfinning að þora loks að standa augliti til auglitis við sjálfan sig með öllum sínum göllum — og kostum. Fólk notar áfengi yfirleitt til að forðast að vera það sjálft, til að auðvelda sér að leika þá persónu sem það í raun og veru er ekki af því það veldur því ekki að vera bara það sjálft. Og það er svo ótrúlega auðvelt að trúa loks í blindni á eigin sjálfsblekkingu og lygi- — Núna finnst mér yndislegt að þora að koma til dyranna eins og ég er klæddur. Ég hef lært að meta sjálfan mig á annan hátt, ég legg metnað minn í að gera mitt besta og vera ánægður með það. Því er ekki öllu lokið — Eftir síðasta skellinn á Ítalíu er ég samt mjög hræddur við áfengi þó ég hafi kannski þurft hans með af því að ég hafði ekki náð nógum þroska. Og ég er ósegjan- lega þakklátur fyrir alla þá hlýju og hjálp- semi sem ég hef hvarvetna mætt í baráttu minni við að losa mig úr neti áfengis- ofneyslu og sjálfseyðingarhvata. — Ég er mjög ánægður með stöðu mína hér en samt hefur alltaf blundað með mér Ljósmynd: Jim Smart. sá draumur að reyna mig aftur sem óperu- söngvara. Dr. Pirro sagði einu sinni við mig þegar við vorum að hlusta á spólu með söng mínum á Freeport: — Þú verður að gera þér grein fyrir að þessi maður sem stóð í sviðsljósunum er ekki lengur til. Þú verður að viðurkenna það fyrir sjálfum þér og sætta þig við það. Þú verður að byrja nýtt líf og heima á íslandi bíða þín næg verkefni. En lífi þinu á sviðinu er lokið. — Ég man að ég kreppti hnefann undir borðinu og sagði við sjálfan mig: — Nei, þvi skal ekki vera lokið. Ég skal koma aftur. — Eftir heimkomuna fór ég að æfa af 6 Vikan 43, tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.