Vikan


Vikan - 25.10.1979, Qupperneq 7

Vikan - 25.10.1979, Qupperneq 7
eins miklum krafti og tími minn frá kennslustörfum leyfði. Ég var svo lán- samur að komast aftur að lijá Maríu Markán. sem hefur staðið með rnér i blíðu og stríðu, og einnig hefur undirleikarinn minn, Ólafur Vignir Albertsson, reynst mér sem besti bróðir, unnið óspart með mér og hvatt mig til dáða. Röddin var enn á sínum stað en það tók mig langan tíma að æfa hana upp af því að mig skorti likamsorku. Nú er ég alveg búinn að ná henni upp, ég á bara eftir að pússa hæðina ofurlítið. í raun og veru er mér svipað innanbrjósts núna og þegar ég var að fara út 1960, baráttuhugur- inn og gleðin yfir því að geta sungið. Það sem mig vantar núna er leiksvið og áheyrendur. Ástríðufullir áheyrendur — Úr því að við minnumst á áheyrendur get ég ekki stillt mig um að minnast ofur- lítið á italska áheyrendur sem eru alveg í sérflokki. Reyndar hefur hver þjóð sín séreinkenni i hlutverki áheyrandans. — ítalskir áheyrendur eru afskaplega lifandi og ófeimnir við að láta skoðun sína á frammistöðu lista'manna í ljósi. Ég man eftir sýningu á Carmen í Róm þar sem söngkonan í titilhlutverkinu var svo léleg að áhorfendur nenntu ekki einu sinni að hafa fyrir því að púa á hana. En þegar kom að lokaatriðinu, þar sem hinn blóðheiti elskhugi stingur hana til bana, gall við úr salnum: — Því í ósköpunum gerðirðu þetta ekki fyrr, fiflið þitt! — Á undan óperusýningu í Palma lentu tenórinn og baritóninn i heiftarlegum deilum út af búningsherbergjum, þvi báðir vildu hafa herbergi með sturtu. Forstjórinn var kvaddur á vettvang til að stilla til friðar og skera úr deilumálinu. Hann dæmdi tenórnum herbergið góða með sturtunni. Þetta var sýning á II Pagliacci sem hefst á aríu baritónsins. Hann fór inn á sviðið og var óspart púað á hann. Þá snarþagnaði hann í miðri ariunni, skók hnefann fram í áhorfendasalinn og sagði: — Ef þið haldið að það sé réttlátt að púa á mig, bíðið þá bara eftir tenórnum! — Herbert von Karajan, sá frægi hljómsveitarstjóri, er líka frægur fyrir dramatíska sviðsframkomu. Hann var vanur að standa drykklanga stund á sviðinu til að setja sig í stellingar og ná hinu rétta andrúmslofti áður en tónleikar hefjast. Eitt sinn er hann stóð í slíkri hugleiðslu á undan sýningu á Valkyrjunum í Mílanó var kallað-framan úr salnum: — Hleypið nú í yður kjarki, maestro, og byrjið á þessu! Karajan brást hinn versti við og strunsaði út af sviðinu. Upphófust þá mikil hróp og köll á meðal áhorfenda sem skömmuðu þann hinn framhleypna ákaft. Það tók tæpan hálftíma að stilla svo til friðar í salnum að Karajan fengist til að hefja sýningu. — Þetta gæti aldrei komið fyrir á Islandi þar sem áheyrendur eru ekki jafnástríðu- fullir. En það sem skortir á ástríðuna bæta þeir upp með innilegri hlýju sem er listamanninum i raun og veru miklu meiri uppörvun. Mér finnst afskaplega gott að syngja fyrir landa mina. Hlutverk í Vín og tónleikar í Tívolí — Ég fór til Vínar í vor til að athuga hvort ég ætti þar enn nokkra möguleika. Og þar var mér dásamlega tekið af gömlum vinum sem vildu allt fyrir mig gera. Ég prufusöng með mjög góðum árangri fyrir óperuna en þar sem forstjórinn var i Japan og ég á þriggja ára samningi hér heima var ekki hægt að útkljá neitt um samninga þar. En mér barst tilboð um sex tónleika með Fílharmóníuhljómsveit Vínarborgar i Hollandi og hlutverk í Kátu ekkjunni i Theater an der Wien næsta sumar. Sl. sumar æfði ég svo þessi hlutverk með tveimur hljómsveitarstjórum í Vín og allir ráðlögðu mér að ganga frá málum minum heima og koma sem fyrst út aftur. — Mér hafa lika borist tilboð frá Þýska- landi og Danmörku, m.a. gerð sjónvarps- þáttar með Otto Leisner og sólókonsert í Tívolí í júlí næstkomandi. Og auðvitað hefur þetta verið mikil uppörvun fyrir mig. 43. tbl. Vikan 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.