Vikan


Vikan - 25.10.1979, Side 11

Vikan - 25.10.1979, Side 11
kostlegur áheyrandi. Þú ert kannski með bjánalegt og tilgerðarlegt bros en þu veist hvernig á aðgera niann ánægðan." Hann settist í grasið. lét barnið hvíla við hné sér og leit hreinskilnislega framan i andlit hennar. „Mér þykir leitt að hefja máls á þessu þar sem við erum búin að eiga svo góðar stundir núna saman. En það getur ekki bara verið mjólk og bleyjur á milli okkar. þú afsakar orð- bragðið. Ég vil að þú vitir að ég ætla ekki að drattast fram úr rúminu i hvert sinn sem þú tistir, alls ekki. En eftir því sem tímar liða þá hugsa ég að samband okkar eigi eftir að verða nánara. Liklega þegar þú lærir að sparka bolta. Eða fljúga flugdreka. Eða eitthvaðannað við mitt hæfi. Þangað til getur þú verið fullviss um að mér þykir mjög vænt um þig. Reyndar finn ég hjartanlega til með þér vegna alls þess sem þú átt eftir aðganga i gegnum i lifinu. Taktu daginn i dag sem dæmi — þú átt hræðilegar stundir fyrir hönduni. Það á að troða þér i þessa ævagömlu flik, sem litur út eins og Elizabeth fyrsta hafi átt hana og þú verður aðalmanneskjan í slórviðburði. Mamma þin verður liklega sjúk af hræðslu á leið til kirkjunnar um að þú munir nú kasta upp yfir þessa heilögu flík og þegar við komum til kirkjunnar þá verður þar krökkt af Dunbar fólki. Eg meina krökkt i alvöru. Hvað mina fjölskyldu varðar þá ert þú ekki bundin neinum fjötrum; hvað þau varðar þá mátt þú gera það sem þú vilt og það ntun enginn setja fótinn fyrir þig. Ncma ég. Ég gæti gert það — ef það sem þú vildir væri ekki nógu gott fyrir þig." Hann andvarpaði. ..Ég vissi það ekki sjálfur fyrr en núna. Ég skal vaka yfir þéreins og fálkí." Hann lagði barnið yfir öxl sina og fór að ráfa um garðinn. Hún var ekki sofandi en hún var hljóð og ánægð. Og það var allt honum að þakka hugsaði hann stoltur með sér. Það var liklega lians sök að þau höfðu ekki kynnst fyrr. hugsaði hann með sér. en það var margt varðandi hjónaband sem var honun: framandi. í dag átti að skýra dóttur hans nafni sem hann hafði ekki sjálfur valið. Nafnið — Sarah Margaret — hafði verið boðið honum til samþykkis. Hann hafði ekki séð neitt athugavert við það og þvi sagt já. En liann liafði ekki átt neinn þátt í sköpun þcss og fannst það ekki eiga við barnið. Einu sinni hefði hann gert eitlhvað við þvi. Honuni leið nú eins og áður. sjálf stæður — tilfinning sem hann hafði næstum gleymt. Hann lagði barnið á jörðina og vafði utan af hcnni. Það var ekki auðvelt að halda á henni án klæða Þú afsakar! ,.Þú ert sögð vera kvenmaöur og á heildina litið er ágætt að vera það. Eg vil ekki að þú farir að öfunda strákana í nágrenninu. Hvort kyn hefur sina kosti og sína galla. Þessa stundina háir mér einn galli. ég veit ekki hvernig i fjáranum móðir þin hitar pelann á sama tima og hún heldur á þér. En et ef l ún getur gert það þá get ég það. Það er kallað stolt," sagði hann. Hann missti kastarholuna sem hann var að reyna að láta vatn I. „Stundum kallað stærilæti." Það liðu nokkur spennt augnablik nteðan hann opnaði pelann og barnið kastaði sér um leið óþolinmótt fram. En hann hélt henni. tókst að koma pelanum i pottinn og svo beið hann eftir að hann hitnaði. Barnið gleypti mjólkina á ótrúlegum hraða og siðan ropaði hún innilega yfir öxlina á honum, það minnti hann á Phil afabróður hans sent hafði verið mikill bjórdrykkjumaður. „Vel gert." sagði hann hrósandi. „Við erum samt sem áður I svolitlum vand- ræðum. Hér ert þú hress og vakandi og ég get ekki fundið upp neina afsökun til þess að vekja mömmu þina. Hvaðeigum viðaðgeraaf okkur?" Mjólkurdreitill lak út úr öðru munn- viki barnsins. Hann þurrkaði hann vandlega i burtu. „Kannski þú vildir koma i gönguferð i garðinum?” spurði hann. „Það er að visu nokkuð liðið á sumar en það eru enn nokkur blóm í blóma.” í garðinum gladdi barnið hann nteð því að skrikja hreinlega af gleði yfir blómunum. Hann faðmaði hana að sér ákafur. „Þú ert . . ” sagði hann, stór- en hann bar lítinn. hálan líkamann að fuglatjörninni. Hann dýfði hendi I vatniðsem rauðbrystingarnir böðuðu sig stundum i og lagði svo blauta höndina á höfuð hennar. Hann sagði hátíðlega: „Ég skíri þig Hina ástkæru. Héðan i frá skalt þú verða kölluð Ásta. ekki Sarah Margaret sem mun vera þitt löglega nafn en ekki rétt." Fyrir ofan hann heyrði liann rödd segja: „Ég elska þig. vitleysingurinn þinn." Nora hallaði sér frani á glugga- kistuna. „Hvað erl þú búin að vera lengi vakandi?"spurði hann. „Nógu lengi."sagði hún. „Viltu konta með hana upp til min?" „Þess þarf ekki," sagði hann. „Okkur semur ágætlega. Henni Ástu og mér. Við erum ekki i neinum flýti að konta okkur í sunnudagsfötin." „Sagði Ásta þér það?" „Við tölunist við. láttu þér ekki detta annað i hug. Hún hugsar mjög líkt og cg." „Það vona ég að hún geri alltaf." tautaði kona hans við sjálfa sig. „Af öllu hjarta þá óska ég henni einskis frekar."

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.