Vikan


Vikan - 25.10.1979, Síða 19

Vikan - 25.10.1979, Síða 19
Útdráttur: Kimberly Wells er fréttamaður hjá sjómarpsstöð í Kaliforniu. Iiún setur markið hátt op neytir allra hrapða til þess að ná því. Dap nokkurn er hún send út til þess að gera fréttaþátt um kjarnorkuver. Með henni fara Richard Adams kvikmy ndatökumaður og Hector Salas hljöðupptökumaður. Kimberly þekkir Richard l'rá gamalli tíð. Hann er athafnamaður í stjórn- málum, af þeirri gerðinni sem stendur fyrir fjöldagöngum og útifundum. Sá fyrsti sem þau hitta, þegar þau koma til kjarnorkuversins, er Bill Gibson upplýsingastjóri. Hann fer með þeim inn í orkuverið og á skrifstofu hans tekur Kimberly viðtal við hann þar sem hann útskýrir fyrir þeim hvernig orkuverið starfar. Ekkert er öruggt. Það er ekki bara að at hugaðir séu skór verkamannanna heldur lika skóreimarnar! Þeir fara svo sannar- lega í smáatriðin." „Nú. jæja." sagði Kimberly. ..þetta er heldur engin kartöfluflöguverksmiðja. Þelta kemur mörgum við." „Það er satt. Ef allt gengur vel ætti orkuverið að taka til starfa seinni hluta ársins 1979. Það þýðir að til samans niunu þessi tvö kjarnorkuver framleiða meiri orku heldur en Hoover stiflan og Grand Coulee stiflan til samans. Það er töluverðorka." Kimberly páraði eitthvað hjá sér i litla blokk sem hún hélt á i hendinni meðan þau gengu niður skinandi ganginn. Fyrirmannlegur maður kom gangandi á móti jveim og brosti snöggt til Ciibsons. Hann er rúmlega fertugur. hugsaði Kimberly. Kraftalegur. Sólbrúnn. Sú manngerð sem crfill yrði að sigra i tenniskeppni. „Hverniggengur, Bill?" „Hæ. Hcrman - ah. ertu upp tekinn? Ciibson stöðvaði manninn með þvi að snerta handlegg hans. „Þetta er Kimberly Wells. Richard Adanis, Hector Salas. KXLA fréttaliðið.” „Já. einmitt Herman De Voung." sagði maðurinn. „Stjórnandi orkuversins.” sagði Gibson. „hinn gallharði leiðtogi okkar." „Ég frétti að þið væruð á leið hingað." sagði Dc Young þegar hann lók i hendur þeirra. „Bill sagði mér frá því fyrir mán uði siðan. Mér þykir leitt hve langan tima það tók að hreinsa ykkur." „Hreinsa okkur?" bergmálaði Richard. „FBI." sagði Gibson rólega. „Eða jx’ssi venjulega leið. hcld ég. i gegnum AEC til FBI og allt það, sem ég veit ekki um. Einkaritarinn minn veit meira um þetta en ég." „Ertu að segja að FBI hafi hreinsað mig\" Richard virtist vantrúaður. Hann glotti til Hectorsogsiðan til Kimberly. „Ef þeir hefðu ekki gert það." sagði De Young. „þá hefðir þú aldrei komist i gegnurn hliðin hérna." „Ég trúi þessu ekki." sagði Richard. „eftir allar þessar mótmælagöngur sem ég hef tekið þátt i Hah. ég sem var tekinn fyrir framan Lincolnstyttuna. Ég hélt að þessir piltar ættu skjöl um mig allt aðfet á þykkt.” Gibson hló. „Hver veil nema svo sé. en kannski þau séu full af ástarbréfum. Eitt er þó Ijóst. þeir hefðu ekki samþvkkt þig ef þú værir ekki hreinn." „Ég trúi þessu ckki." sagði Richard og hélt áfram að hrista höfuðið. „Hvað þarf maður að gera til þess að vera stimplaður ómögulegur? Að mála yfir- skegg á Anitu Bryant?" „Reyndar er Richard góður banda- rískur piltur. hr. Dc Young." sagði Kimberly. „Hann vill bara ekki viður kenna að hann er félagi 4 H og hann skrifar i hverri viku til móður sinnar." De Young hló litillega. „Jæja. ég vona að þið fáið það sem þið viljið. Bill vcit meira um jx’tta orkuver cn nokkur annar. Við fögnum þvi að 1 afa ykkur hér." „Og við fögnum því að vera hér. herra." sagði Richard brosandi og kvaddi tilgcrðarlega. Siðan gekk hann blistrandi inn ganginn. „Ungfrú Wells." sagði De Young. „cf það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig „Þakka þér fyrir." Kimberly brosti og lók i hönd hans. Þegar þau gengu inn ganginn aftur kinkaði Ciibson kolli i átt til Richard Adams. „Starfið þið tvö alltaf santan?" „Ekki beint." sagði Kimberly „Við unnum cinu sinni saman við auglýsing ar." „Nú. svo þú ert leikkona?” „Nei. ég var bara að kynna vöruteg undir. Og Richard var lausráðinn kvik myndatökumaður. Hann er það reyndar enn." „Mjög laus. hugsa ég." sagði Ciibson. Kimberiy leit á hann en sá að hann meinti ekkert illt með þessu. Hún brosti. „Mjög 1'r.iá's. nijög sjálfstæður. Og lika ntjög góðttr." Þau náðu Richard og Hector og voru i þann veginn að ganga i gegnum dvr þegar Richard aðskildi varir sinar og lét sjá i „úraníum" kúluna milli tanna sinna. ..Fg skal cvðileggja alla þessa miklu stofnun nenia þið látið mig fá leynifor- múluna!” urraði hann. „O. Richard!" Kimberly missti þrátl fyrir allt stjó'rn á sér. „Bjáninn þinn! Þú ert eins og kinverskur hundur!" „Hvað þá." „Tungan á þér er öll svört. Lilurinn hefur flagnað af. Þú ert ferlegur ásýnd- um." „Guð minn góður." hrópaði Richard og spýtti kúlunni út úr sér. „Ég hélt að ' hún væri úr plasti." „Það var." Gibson glotti. „En ég skipti unt. Þaðsem þú ert með uppi i þér er lakkriskúla. Einunt af verkfræðingunt okkar datl þessi brella i hug og viö notum hana stundum á gesti." „Geislavirk lakkrískúla!" skrikti Richard. „Gefin af kjarnorku páska kaninu!" Hann elti hin inn í lyftu, Þau fóru upp um tvær hæöir og komu inn á gang sem var alveg cins og sá sem var fyrir neðan. Þessi var þó miklu hljóðlegri og þau fundu aðeins fyrir daufum titr ingi vélanna. „Og þetta." sagði Ciibson um leið og hann visaði þeim inn á svalir með gler veggjum allt i kring. „eru gestasvalirnar. Og það sem þið horfið niður á er stjórn herbergi okkar." „Hamingjan —." Richard varð orð laus. Beint fyrir neðan þau var stór og vel upplýstur salur og við innganginn sat 43. tbl. Vikan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.