Vikan


Vikan - 25.10.1979, Síða 24

Vikan - 25.10.1979, Síða 24
Gamla simstöð, líklega um aldamótin — þá ibúðarhús. Þaö eru litlar ýkjur þegar sagt er að mannfólkið hér á íslandi hafi dýrkað sinn mammón í fófmi ' steypu á undanförnum áratugum. Hverjum eyrj hefur hið snarasta verið breytt í steypta fasteign og byggingarstíllinn verið látinn liggja milli hluta. Flest þessi hus eru aðeins misstórir steyptir kassar, að vísu með gluggum og hurðum hér og — gullnáma gamalla húsa Hér á árum áður voru byggð falleg timburhús, sem óðum hefjast til vegs og virðingar á ný. í kaupstöðum og sjávarþorpum úti á lands- byggðinni gefur að líta margt listaverkið frá þessum tíma, en sumt í sorglegri vanhirðu. Varla er á neinn hallað þótt Seyðisfjörður verði hér valinn úr hópnum og skoðaður með húsa- vernd í huga. Þar eru ómetanlegar minjar húsa- gerðarinnar, sem norskir fiskimenn og útgerðar- herrar fluttu með sér á sínum tíma, og óhætt að fullyrða að á Seyðisfirði sé gullnáma gamalla húsa. Verndun gamalla húsa hefur á undanförnum árum verið mikið deilumál og sýnist þar sitt hverjum. Það þótti fremur ófínt fyrir nokkrum árunt að búa í timburhúsi og ennþá eru þeir tii, sem telja slík hús einskis vert kofarusl, sem allra best væri að rífa við fyrsta tækifæri. Steypan hefur verið ráðandi efniviður í húsbyggingum síðustu áratugi og breytingin úr timbri í steypu gengið hratt og örugglega fyrir sig. En með nýjunt herrunt konta nýir siðir. Börnin sem ólust upp í steinhúsunum eru orðin fullorðin og flykkjast í gömlu timburhúsin. Húsin fá nýja íbúa og surn þeirra einnig andlits- lyftingu. Með breyttu gildismati fólksins hækkar söluverð húsanna óhjákvæmilega, því þetta ganila tintbur er allt í einu komið í hátísku. Ennþá skiptast ntenn þó í tvær andstæðar fylk- ingar í mati á gömlum timbur- húsurn og hefur deilan orðið hvað háværust varðandi Bernhöftstorfuna í Reykjavík. Það reynist sumum ókleift að gera sér í hugarlund hvernig illa hirt gömul hús geta orðið að fegurstu listaverkum. Svo fast hafa rnenn sofið á verðinum að 24 Vikan 43. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.