Vikan


Vikan - 25.10.1979, Page 26

Vikan - 25.10.1979, Page 26
Mynd Harðar Ágústssonar af Söluturninum, tekin árið 1963. ingu á luisnæðismálastjórnar- lögum, en það hefur ekki náð fram að ganga ennþá. Þrátt fyrir allt þetta hefur verndun gamalla húsa tekið miklum breytingum. Listmál- arinn Hörður Ágústsson hefur unnið að rannsóknum á íslenskri byggingarlist frá upphafi og hann hefur einnig á vegum húsfriðunarnefndar unnið að úttekt á gömlum timburhúsum i smáþorpum og kaupstöðum. Könnuð eru hús á hverjum stað. gert yfirlit eða greinargerð um þau hús sem talist geta merkileg frá sjónarmiði húsaverndunar og einstöku hús friðað. Fjárveitingar til |x;ssara starfa eru þó mjög skornar við nögl og þvi miðar verkinu seint áfram. Mörg sjávarþorp bíða ennþá eftir slíkri rannsókn og úttekt og þar með mörg hús einnig, sem Gamla apótek 1963. Mvnd H. Á. talist geta stórmerkilegar niinjar liðins tíma. Fyrstu norsku timburhúsin á íslandi voru reist á Seyðisfirði, sem virðist hafa nokkra sérstöðu í þessu efni. Þessi gamli verslun- ar- og fiskveiðistaður var eitt sinn í miklum blóma og þar gengu um götur norskir stór- huga útgerðarmenn, eins og til dæmis Ottó Wathne, sem nefndur hefur verið faðir Seyðis- fjarðar. Þetta var um síðustu aldamót og þá var Seyðisfjörður einn af fegurstu stöðum á landinu. Atvinna var mikil og afkoma manna byggðist að mestu leyti á síldargulli. Þarna var næststærsti kaupstaður landsins og norskir menn fluttu í talsverðum mæli þangað og stunduðu sildveiðar. Þeirra lang- þekktastur er Ottó Wathne, en hann setti þar á stofn útgerð og varð fljótlega höfuð staðar- ins. Þessir norsku innflytjendur fluttu með sér fyrstu norsku timburhúsin, sem síðan urðu fyrirmynd að öllum íslenskum bárujámsarkitektúr næstu 30 árin. En eftir að íslendingartóku 26 Vikan 43. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.