Vikan


Vikan - 25.10.1979, Síða 27

Vikan - 25.10.1979, Síða 27
að steypa húsin þóttu þessi gömlu bárujárnshús ekki ýkja merkileg og það er varla fyrr en á allra síðustu árum að augu manna hafa opnast fyrir sér- kennum þeirra og fegurð. Úttekt á húsum á Seyðisfirði er nú að Ijúka og þar hefur nú þegar eitt verið friðað, Gamla símstöðin. Auk þess er lagt til að friðuð verði: kirkjan, Framnes, hús Stefáns Th., Gamli barnaskólinn, Steinholt, Söluturninn og það sem nú er kallað Wathnehús. Þegar ekið er um Seyðisfjörð mætir augum mergð fagurra húsa. Ekki vekur síst athygli hús sem stendur í hjarta bæjarins og hefur tekið stórkostlegum stakkaskiptum stig af stigi. Húsið hefur breyst úr dæmi- gerðu vanhirtu timburhúsi í listaverk, sem vekur athygli allra vegfarenda. Húsið nefnist Steinholt og er upphaflega norskt einingahús, byggt árið 1908. Eigandi var Stefán Steinholt kaupmaður. Bærinn gaf svo nýlega tónlistarfélaginu á Seyðisfirði húsið og hefur verið unnið að stöðugum endur- bótum síðan. Eftir því sem verkinu miðar áfram hefur þetta hús orðið að einu fegursta og sérstæðasta húsi staðarins. Seyðisfjörður er smám. saman að rétta úr kútnum eftir erfiðleika áranna eftir hvarf sildarinnar. Á síldarárunum í kringum 1950-1960 risu upp braggar og alls kyns byggingar, sem voru svo yfirgefin drauga- hús eftir að síldin hvarf. Staður, sem áður hafði iðað af lífi og framkvæmdasemi, átti í miklum erfiðleikum. Fólk flutti á brott og lítið var hugsað um viðhald þess gamla. En undanfarin ár hefur líf glæðst á ný og mörg húsin bera þess augljós merki. Nýtt fólk kemur í stað þess sem fór og séreinkenni Seyðisfjarðar, gömul norsk timburhús, byggð í upphafi af miklum stórhug, hljóta sinn sess, sameina nútímann og virðulegan hlýleika liðins tima. baj Hafnargata 6,1963. Mynd H. Á. 43. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.