Vikan


Vikan - 25.10.1979, Qupperneq 30

Vikan - 25.10.1979, Qupperneq 30
Heimsókn á Borgar- spítalann Kæri draumrádandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum. Hann er þannig: Mér fannst að hringt vœri í mig og ég var heima. Var ég beðinn að koma á Borgarspítalann strax að heimsækja sjúkling sem vœri þar á Slysavarð- stofunni. Eg fer. Þegar ég er kominn Jinnst mér ég vera eini gesturinn. Fer ég inn á stofu, þar liggur ungur maður I sjúkrarúmi I öllum fötum, einnig yfir- höfn og skóm. A uk mín og hans eru þar 4 strákar, fnnst mér ég kannast við þá alla fmm. Þegar ég birtist segja þeir fjórir: „Ert þú kominn hingað?!! Einhvern veginn fannst mér ég ekki eiga aö vera þarna þó að ég hefði verið beðinn. Fer ég út vonsvikinn. Er ég þá allt í einu kominn með systur mína I hjólbörur og ek henni. Við einar dyrnar sem ég hafði gengið um áður voru komnar þrjár tröppur upp að dyrunum, fannst mér ég eiga I nokkrum erfðleikum meö að komast upp, en hafði þaö af. Gólfð sem ég stóð á var orðið gulbrúnt í slað bláa litarins sem áður hafði verið. Þegar inn I biðstofuna kom fannst mér allt orðið breytt, I stað glerhurða sem falla saman var komin venjuleg íbúðarhurð, loftið og veggirnir voru orðin að samfelldum hvelfngum og gulllitað I stað hvíts litar og gófið var gulbrúnt. Ekkert var þarna inni hvorki stólar eða borð sem áður hafði verið. Nú er systir mín komin í hjólastól og er ég að reyna að telja hana á að ganga, hún geti það vel eins og áður. Einnst mér ég taka hana úr stólnum með þeirri vissu að hún geti gengið (I draumnum fannst mér eins og hún vœri lömuð). Var ég mjög viss. Göngum við að lyj'tu sem hafði birst, var hún stór og græn að lit. Hún opnasl og við förum inn. Draumurinn var ekki lengri. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Á.N.G. Lífsstaða þín breytist á einhvern máta til hins betra og mun það jafnvel koma þér sjálfum á óvart. Farðu varlega á ein- hverri samkomu, þar sem vín er haft um hönd, því fljótfærnislegar ákvarðanir á slíkum stöðum geta orðið til tjóns síðar. Draumur þessi bendir til að heilsa þín muni verða nokkuð góð nú á næstunni, en ýmsar breytingar verði með nokkuð óvæntum hætti. Samband ykkar systkin- anna mun hafa talsverð áhrif á líf ykkar síðar og einhverjir erfiðleikar munu mæta ykkur. en enginn óyfirstíganlegur. Margir gullhringar Heill og sæll! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem situr fast I mér. Mér fannst ég fnna hring úti á götu. Þetta var giftingarhringur af karlmanni. Eg var ákveðin í að geyma hann og varðveita. Þá fannst mér ég finna þrjá hringi, skömmu seinna. Þetta var giftingarhringur af kvenmanni og tveir hringar með steinum (mjög fallegir og úr gulli). Eg vissi að þetta var giftingarhringur á móti hinum, sem ég fann. Mér fannst annar hringurinn með steininum (það er hringur eins og ég á og ber alltafl eiga að vera með giftingarhringnum. Hinn hringurinn fannst mér eiga að vera á vinstri hendi. Eg man ekki hver það var, sem ég sýndi hringana, en hann eða hún sagði: „Þú verður aö finna eigendurna. ” Þá ákvað ég að auglýsa, að ég hefði fundið þá. Með fyrirfram þökk. Inga. Það er yfirleitt fyrir góðu að finna eitthvað í draurni, nema um peninga sé að ræða. 1 þessu tilviki merkja hring- arnir bæði samband við aðila af hinu kyninu og svo trausta vináttu, sem verður þér til mikils ávinnings síðar. Einhver ákveðin fyrirætlun þin mun mæta andstöðu, en þú skalt hvergi hopa og notfæra þér alla þá aðstoð, sem vinir þínirgeta veitt. Fangi hermanna Kæri draumráðandi Mig dreymdi þennan eftirfarandi draum og bið ég þig að ráða hann eins vel og þú getur. Ég var úti í útlöndum. Frændi minn var að sýna mér myndir og átti ég að geta sagt til um nöfnin á manneskj- unum. Svo var eins og ég væri komin aftur í unglingavinnuna því að yfr- menn voru þará staðnum. Égfór til þeirra og bað um kaffi. Þær voru ekki með aukabolla svo þær spurðu hvort einhverja langaði í meira kaffi. Kannan var ennþá hálffull, en ég fékk aldrei kaffi. Stuttu síðar þaut lest fram hjá og margir krakkar hlupu með lest- inni. Ég og vinkona mín, X, löbbuðum eitthvert og vorum við allt í einu í stóru húsi og búið var að taka okkur til fanga. í herberginu voru tvær stelpur og rétt á eftir okkur komu nokkrir krakkar. Ég og X fórum á klósettið sem var dálítið frá herberginu sem við vorum í. Þessi fangaklefi var bara eitt herbergi með mörgum í. Við vorum nokkrum sinnum búnar að fara á klósettið þegar við spurðum einn hermann (en hermenn héldu okkur föngnum) hvar klósettið væri. Hann benti á þau og voru þau í herberginu okkar. Ég fór inn í eitt, en hurðin var svo lág að þegar ég stóð sá ég alveg um herbergið. Og svo var það svo mjótt að ég gát ekki hreyft mig. Ég fór til X og sagði að ég ætlaði á hitt klósettið. Þegar ég kom út úr herberginu leit ég í þá átt sem ég ætlaði ekki að fara í. og sá ég þá pabbaog frænda minn, en þeir voru að drekka kaffi. Pabbi sagði mér að fara þvi að enginn mætti sjá okkur tala saman. Égfór því á klósettið, en svo á leiðinni til herbergisins leit ég til pabba og hann benti mér að koma. Égfór til hans og hann var þá með plagg upp á að ég væri laus en sá sem sá um að ég og X yrðum lausar var frændi X. Ég leit við og sá þá X koma labbandi og brosti hún mikið. Z Gættu þin á að láta ekki misskilning valda alvarlegu missætti milli þín og X. Atvik verða þess valdandi að þú öðlast aukið frelsi til framkvæmda og þér gengur mun betur en áður að fá þínum málum framgengt. Farðu varlega í allar meiriháttar ákvarðanir og hlustaðu vandlega á ráðleggingar eldri ættingja. 30 Vikan 43. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.