Vikan


Vikan - 25.10.1979, Page 40

Vikan - 25.10.1979, Page 40
VON VIKAN OG NEYTENDA- SAMTÖKIN Sitthvað um hljóð- einangrun Þaö má einangra aö nokkru gegn hávaða, og það á alleinfaldan og ódýran máta. Handlagið fólk mun eiga létt með úrbætur á sínu heimili, sé þeirra á annað borð þörf. Einfaldast, og yfirleitt best, er að nota gips-, spóna- eða masónítplötur, sem festar eru á grind yfir einangrunarefnið, sem kemur í holrúmið. Gamlar íbúðir eru yfirleitt heldur illa einangraðar og þar kann þörf fyrir viðbótareinangrun að vera knýjandi. Síðustu ár hefur þörfin fyrir einangrun gegn umhverfishávaða aukist og ber þá að hyggja að úrbótum á útveggjum og gluggum. Það er ekkert sem mælir gegn því, að við ráðumst sjálf í verkið/ en þó er ráðlegast að hafa samband við byggingarfulltrúa á hverjum stað og kynna sér samþykktir um brunavarnir. Einnig krefst þaðsamþykkis byggingar- yfirvalda, ef breyta á útliti húsa utan frá séð, s.s. skipta um glugga o.fl. 40 Vikan 43- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.