Vikan


Vikan - 25.10.1979, Side 41

Vikan - 25.10.1979, Side 41
Það þarf að vanda verkið vel þegar á að hljóöeinangra. Við notum tré- grind, steinull og gips- eða spóna- plötur. Steinull er afar gott hljóðeinangrunarefni. um, þvottahúsum, kyndiklefum, lyftum, sorprennum og loftræsti- kerfum, skal að því stefnt, að hljóð burður verði sem minnstur eftir lögnum og raufum. Forðast skal eins og hægt er að setja pípur og tæki á veggi milli íbúða. Þar sem þíþur og loftrásir liggja gegnum loít og veggi, skulu raufar vera svo víðar, að pípurnar snerti þær hvergi, og skal vandlega hljóðeinangra þær. Einnig eru ákvæði um að stiga- hús skuli að jafnaði hljóðeinangra • með hl jóðdeyfandi klæðningu undir alla stigapalla og neðan á efsta loft. Samskeyti veggja og lofta skulu vera þétt. Gólflista, flísar og þess háttar má ekki festa bæði við veggi og gólf. Gólflagnir, loft- og vegg- klæðning skal vera rofin við skilrúmsveggi, er greina sundur mismunandi húsnæði. 16. maí 1978 var staðfest byggingarreglugerð skv. byggingarlögum nr. 54 og gildir hún fyrir allt landið. Við gildistöku hennar falla úr gildi byggingar- samþykktir og ákvæði annarra reglugerða og samþykkta. Mun skylt að starfa samkvæmt þeirri reglugerð. Ekki er ástæða til að I byggingarsamþykkt Reykja- víkurborgar 1965 (endurskoðuð útgáfa 1975) og byggingarsamþykkt fyrir skipulagsskylda staði 1967 er að finna reglur um hljóðeinangrun íbúðarhúsnæðis. Má reikna með að eftir þessum ákvæðum hafi verið unnið. Fyrir þann tíma er að hyggja að eldri samþykktum, sem ekki eru handbærar, en þess má geta að fyrsta byggingarsamþykkt Reykjavíkur er frá 1903. í byggingarsamþykktum þessum er að finna samhljóða ákvæði um hljóðeinangrun og skulum við hér hyggja að nokkrum atriðum: Á milli íveruherbergja og annarrar íbúðar eða annars húsnæðis skal meðalrúmeinangrun vera minnst 49 dB. Skilveggir, sem greina íbúð frá öðru húsnæði eða stigahúsi, skulu þannig gerðir, að meðaldeyfitala þeirra sé minnst 50 dB. Gólf, sem greina íbúðfrá öðru húsnæði, skulu þannig gerð, að deyfitala þeirra sé a.m.k. 52 dB. Venjulega er þeirri kröfu fullnægt með 18 sm þykkri steinsteyptri plötu, og er gólfhúðun þá innifalin í þykktinni. Við staðsetningu og gerð á eldhúsum, salernum, baðherbergj- 43. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.