Vikan


Vikan - 25.10.1979, Qupperneq 42

Vikan - 25.10.1979, Qupperneq 42
vitna til þessarar reglugerðar, en hana má fá hjá félagsmála- ráðuneytinu, skipulagsstjóra ríkis- ins og byggingarfulltrúum út um land. Þörf fyrir viðbótareinangrun Þó svo settum reglum byggingar- yfirvalda hafi verið fullnægt, er ekki þar með sagt að allir séu ánægðir. Reglurnar verður að skoða sem lágmarkskröfur. T.d. munu hurðaskellir, hróp og köll, píanóspil o.fl. o.fl. geta borist frá nágrönn- unum og þreyta margan þann sem býr í fjölbýlishúsi. í mörgum eldri Uppsetning grindar. Biliö milli stafanna er 60 mm. íbúðum er einangrun svo slæm, að hægt er að fylgjast með samtölum í næstu íbúðum. Það getur verið afar þreytandi að búa sífellt við hávaða frá grönnunum, fótatak bæði fyrir ofan sig og neðan, hávaða frá fjölmiðlunum, útvarpi og sjónvarpi, að ekki sé minnst á hl jómf lutnings- tæki, sem framleiða aldeilis ótrú- legan hávaða. í nábýli verður maður oft að þola ýmiss konar áreitinn hávaða, en það er vel hægt að bæta svo um, að viðunandi árangur náist. Stundum nægir að teppaleggja gólfin, þar sem slíkt er ekki þegar gert, setja þéttilista við hurðar- falsið á forstofuhurðinni og einnig við opnanlegu fögin í gluggunum. En þar sem slíkt dugir ekki til, þarf að grípa til róttækari aðgerða. Verður nú hugað að hvaða mögu- leika neytendur geta valið, hyggi þeir á úrbætur varðandi einangrun híbýla sinna. Efni til einangrunar Á veggi og loft eru notaðar tilsniðnar plötur og steinull í holrúmið. Besta plötuefnið er 13 mm gipsplötur, 12 mm spónaplötur eða annað efni sömu gerðar. Það kann að teljast kostur að nota tvö lög af plötum hvort yfir annað. Plöturnar eru festar á grind minnst 50 mm frá vegg- eða loftfleti, en æskilegasta fjarlægð er 100 mm. Plöturnar eru festar á grindina með 10-15 sm naglabili. Bestur árangur fæst ef ramminn sem plöturnar eru festar á er ekki festur beint á vegg eða loft. Einangrun veggja Þið byrjið á að kynna ykkur gerð og efni hins upphaflega veggjar. Ef veggurinn er steyptur eða hlaðinn má festa grindina beint á vegginn. Grindin þarf að vera frístandandi ef uþphaflegi veggurinn er úr léttara efni, t.d. tré. Grind, sem fest er beint á vegg, mun ekki skila sama árangri og frístandandi grind eins og áður er sagt. Stafirnir eru 48 x 73 mm, ekki minni ef grindin er frístandandi. Þið byrjið á að festa yfirstykki og syllu ( undir- stykki). Ef gólfið er óslétt ber að þétta með þunnu lagi af steinull. í Steinull er lögð milli stafanna, reynið að fylla alveg í bilin. Stafirnir og loftbitarnir ættu því að vera 10 mm frá vegg- eða loftfleti. Síðan er 60 mm bil milli stafanna í sjálfum rammanum. Steinullin er lögð í holrúmið og leitast við að fylla vel upþ í milli stafanna. Ef menn kjósa að klæða með viðar- þiljum má negla þær yfir plöturnar eftir að búið er að fylla vel í allar raufir meðspartli. Einar sér eru viðarþiljur ekki nógu þéttar. Ekki skulu menn búast við, að slíkar aðgerðir gefi 100% hljóð- einangrun, en mikla bót má ráða á illa einangruðum íbúðum. Mun eftir sem áður nauðsynlegt að taka tillit til granna sinna. Laghent fólk mun ráða sjálft við uppsetningu slíkrar einangrunar, sem hér er um rætt og sýnt á myndum. Ekki þarf leyfi byggingaryfirvalda til aðfram- kvæma slíkar úrbætur á eigin íbúð, en rétt mun að kynna sér reglur um brunavarnir. Þurfi að hreyfa við rafmagni er talið ráðlegast að kalla til rafvirkja. Tilsniðnar plöturnar eru festar mað 10-15 sm naglabili. Þéttið vel allar rrfur með spartli. steyþta eða hlaðna fleti skal nota stálnagla eða bora fyrir festingum. Gæta þarf nákvæmni við gerð grindarinnar þannig að veggurinn verði réttur. Hallamál og lóðlína eru því nauðsynleg hjálpartæki. Loftklæðning Þar sem lofthæð er lítil eru 48 x 48 mm bitar festir beint í loftið. En hér gildir hið sama og um veggina, að best er að bitarnir snerti ekki loftflötinn og sett sé svokallað ,,fIjótandi loft”. Bitana má ekki festa upp í miðju lofts með stál- þræði eða slíku. Þar sem tréloft er fyrir er kostur að rífa gömlu loft- •klæðninguna burtu. Þá er hægt að setja nýju loftbitana milli gólf- bitanna og breytist lofthæðin þá minna. Byrjað er að festa þita, 36 x 48 mm á veggina uþpi undir lofti, eða í þeirri f jarlægðeern æskileg þykir. Bitarnir eru festir í grindina með 60 mm bili. Steinull er svo sett 42 Vikan 43. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.