Vikan


Vikan - 25.10.1979, Qupperneq 43

Vikan - 25.10.1979, Qupperneq 43
í holrúmiöog fyllt vel upp og plöturnar negldar yfir. Eftir aö búið er að klæða veggi og loft er mjög áríðandi aðfylla (spartla) vandlega í allar raufar hvort heldur þið kjósið að mála eða viðarklæða flötinn. Efniskaup Plötuefni er auðvelt að kaupa tilsniðið og verðið er ekki óviðráðanlegt. Gipsplötur eru mikið notaðar til einangrunar. Þær eru ekki eldfimar en eitthvað dýrari en spónaplötur. Steinull og efni í grind fáið þið allt í næstu þyggingarvöruverslun og afgreiðslumenn munu fúsir að gefa góð ráð og upplýsingar, sem leikmenn þurfa. Hávaði í stigahúsum Hávaði frá stigahúsum fjölbýlis- húsa orsakast yfirleitt af bergmáli og fótataki á óteppalögðum flötum. Þar sem ekki hefur verið hlítt ákvæðum reglugerða um hljóð- einangrun er nauðsynlegt að setja einangrunarplötur neðan í loft og undir stiga. Þó svo öllum ákvæðum sé fylgt, er nauðsynlegt að leggja teppi eða sérstaklega hljóð- einangrandi efni á stigaganga. Mjög algengt er að nýrri íbúðir séu mjög opnar, ef svo má að orði komast. Skilur oft aðeins ein hurð milli stigahúss og dagstofu og svefnherbergisgangs. Þetta krefst þess aðforstofuhurðin sé úr hinu vandaðasta efni („massífum'' viði) og þess gætt að vel sé þétt með gúmmílistum í hurðarfalsi. Gætið einnig að þéttingu milli hurðar- karms og dyraops. Það er stór- munur á ef hægt er að hafa lokaðar dyr milli stofu og forstofu. Einangrun gegn hávaða utan frá Margar íbúðir eru þannig staðsettar, að hávaði utan f rá, s.s. umferðargnýr, skarkali hins daglega lífs og ærslaleikir barna, geta verið til umtalsverðra óþæginda. Getur því veriðfyllsta þörf á úrbótum, svo komast megi hjá óþarfa óþægindum. Við skulum nú huga að gluggunum og hvort bæta megi þar um betur. Er helst um þrjár leiðir að vel ja. • Setja góða þéttilista í opnanlegu fögin. • Setja aukarúðu í góðri fjarlægð frá upphaflegu rúðunni. • Skipta alveg um gler og setja í staðinn sérstaklega þykkt hl jóðeinangrandi gler. Það kann að verða mjög til bóta að setja nýja þéttilista í opnanlegu fögin. Það gæti þó valdið erfið- leikum að setja slíka lista í gamla glugga, því yfirleitt er ekki pláss fyrir þá. Þarf því annaðhvort að dýpka falsið, svo það samsvari þykkt listans, eða negla mjóa lista innan viðopnanlega fagiðog koma listanum fyrir á milli. Áríðandi er að velja rétta tegund þéttilista, sem ekki tapa teygjan- leika með tímanum. Þéttilistar úr „neopren'' (gúmmílistar) eru heppilegastir. Frauðplastlistar endast illa og grotna. Þessar aðgerðir kunna að vera fullnægjandi í mörgum tilfellum, en þar sem hávaði er mjög mikill verður að grípa til annarra ráða. Allróttækari aðgerðir er að setja nýja rúðu innan frá í eins mikilli fjarlægð og unnt er frá upphaflegu rúðunni. Ekki hæfir þetta þó alls staðar og auðvitað ekki þar sem opnanlegt fag er. Aukarúðan má vera allþykk — t.d. 6 mm, þvi svo þykk rúða einangrar best þar sem umferðargnýr er áleitinn. Setjum svo að 6 mm þykk rúða sé sett 90 mm frá upphaflegu rúðunni, þá þarf dýpt gluggans að vera 150 mm, ef hægt á að vera að fram- kvæma verkið. En árangurinn verður frábær. Ef upphaflegu gluggarnir eru með einföldu gleri er ekki vafi á að nauðsynlegt er að skipta alveg um gler og mun þá bæði hljóð og hita- einangrun batna til stórra muna. Slíkar framkvæmdir kalla á kunnáttufólk og varla á færi nema fárra leikmanna. Ekki er talið ráð- legt að setja t.d. þrefalt gler í gamla glugga, karmarnir eru yfir- leitt ekki nógu sterkir og þola varla aukinn þunga. Opnanlegu fögin ættu helst að hafa þrjá læsingarpunkta, svo ramminn falli jafnt og þétt í falsið. Þannig nýtist líka þéttilistinn best. Þegar nýir gluggar eru settir í er mikil nauðsyn að vel sé þétt milli gluggaopsins og rammans. Sakar ekki að húseigandi gefi því auga hvernig smiðurinn innir verkið af hendi. Það þarf leyfi byggingaryfirvalda til að breyta frá upphaflegri gerð glugga og er nauðsynlegt að taka tillit til sérkenna hússins. Bætt hljóðeinangrun bæði á veggjum, lofti og gluggum, mun lækka kyndingarkostnað og draga mikið úr hitatapi. Er því til mikils að vinna, ef eitthvað mætti gera til úrbóta varðandi einangrun híbýla. Enginn skyldi ráðast í fyrir- hafnarsamar og kostnaðarsamar ráðstafanir án ráð'egginga sér- fróðra manna. Ber uo 'eita til byggingarmeistara., arkitekta eða slíkra kunnáttumanna áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Birt í samráði við Neytendasamtökin. Þýð.: SH Or ForbrukerRapporten. 43. tbl. Vikan 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.