Vikan


Vikan - 25.10.1979, Page 45

Vikan - 25.10.1979, Page 45
9. hluti i kannski kæra hann fyrir læknafélaginu. Ekkert af þvi skipti máli miðað við hættuna sem Kate var i. Kona Berry lögregluntanns og vinkona hennar. Madge Billings. voru á lögreglustöðinni i Wattleton, þær höfðu hjálpað til að gera raðmynd af sölu- manninum. sem komið hafði til þeirra. Frú Fitzgibbon frá (irange Residential Hotel var þegar búin að gera ntynd af leigjanda sinum Gary Browne. Allar voru þær mjög líkar og var dreift til lög- reglunnar viðs vcgar unt landið. i blöðin og til sjónvarpsins. Á meðan reyndi lög- reglan að ná i fjölskyldu Gary Browne til þess að fá ntynd af honum. Frú Fitzgibbon gat lýst þeim fötum. sem hann líklega var i: Brúna safari jakkanum og buxunum i dekkri lit. sem hann klæddist sl. þriðjudagsmorgun. Bailey varð undrandi á upphring- ingunni frá Meredith rannsóknarlög- regluforingja i Ferringham en hlustaði vel á frásögnina um hvarf Kate Wilson. Aftur var komið samband við Risely. Þetta varð að athuga. Meredith samþykkti strax aðsenda rnann til þeirra með sýnishorn af fingraförum þeint er fundist höfðu I húsinu við Chestnut Avenue. Þau myndu leiða i Ijós hvort Gary Browne og ræningi ungfrú Wilson var einn og sami maöurinn. Þetta virtist langsótt cn það var möguleiki. Ef svo væri leist Bailey ekki vel á horfurnar hjá konunni sem rænt hafði verið. Siðdegis. milli sjúklinga. koin Paul inn á stofu Richards. ..Þaðer lítið- að gera hjá mér núna." sagði hann án þess að veita þvi nokkra athygli að sama var ekki hægt að segja um Richard. ..Maður lifandi. Hvaða læti eru þetta i sambandi við Kate? Ég ók fram hjá húsinu hennar og lögreglan var þar út um allt. Henni hel'ur þó ekki verið rænt. er það? Einhvcr hefði þá krafist lausnargjalds. Hvers vegna i ósköpunum Kate? Það er miklu liklegra að ormurinn hafi nú loksins snúið sér við. gefið kerlingunni Itögg á kollinn og flúiðsvo." Richard sal við skrifborðið sitt og horfði á stóra. rjóða manninn með fyrir- litningu. „Lögrcglan er viss unt að henni hafi verið rænt — numin á brott — þú ræður hvað þú kallar það.” sagði hann hörkulega. „Það er möguleiki að [x’tta tengist ntorðinu á stúlkunni i Wattleton nú um helgina." „Nei! Áttu viö málið sem blöðin hafa gert svo mikið úr?" hrópaði Paul. „En það var kynferðisglæpur — henni var nauðgað, var það ekki? Það getur ekki hafa hent Kate? Hver ætli vilji hana? Hún er ekki kræsileg stúlka." „Hvaða konu sem er, ungri jafnt sem gamalli, getur verið nauðgað. og það ættir þú að vita," sagði Richard hvasst. 43. tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.