Vikan


Vikan - 25.10.1979, Side 46

Vikan - 25.10.1979, Side 46
„Það er alltaf að gerast — jafnvel i hjónabandi." Paul hlaut að heyra sömu sorglegu sögurnar og hann fékk að heyra hjá kvensjúklingum sinum. „Nú, ef lesið er milli linanna þá æsti þessi stúlka hann upp og sagði siðan nei,”sagði Paul. „Þú veist ckkert um það. Það veit enginn hvað gerðist nema þau tvö sem við málið voru riðin. Hvers vegna hefði hún ekki átt aðsegjanei?" Hendur hans skulfu og Paul tók eftir þvi. „Mér þykir þú aldeilis spenntur," sagði hann og bætti siðan undrandi við, „Vegna Kate!" „Ert þú það ekki? Er þér alveg skit- sama hvernig henni líður þcssa stundina?" spurði Richard. „Hún er kannske dáin — á hinn hræðilegasta hátt — við vitum ekkert um það.” „Auðvitað hef ég áhyggjur — gamla. góða Kate. En ég fer ekki að skjálfa vegna þess," sagði Paul. „Hún hefur verið hér lengi og við munum sakna hennar. Það er hræðilegt cf hún hefur þurft að þjást en þú verður að viður- kenna að hún er enginn fjörkálfur. Bara fjörlaus. dugleg. miðaldra stúlka. Hún verður aldrei annað — gömul stelpa það er að segja ef hún kemur aftur. sem ég vona að verði." „Þessi miðaldra stúlka eins og þú kallar hana —” um leið og hann sagði þetta sá Richard að þeir voru margir sem sáu Kate i þessu Ijósi.....getur verið hlý og ástúðleg kona eins og flest eðlilegt kvenfólk. Hún hcfur verið fjötruð af móðurómyndinni sinni, en hún er of skyldurækin til þess að setja hana á elliheimili og lifa sinu eigin lífi. Kannske er of litið sjálfsöryggi eftir þegar búið var að jagast i henni árum saman. Við erum heldur ekki saklausir — við höfum notað hana — við höfunt verið þakklátir fyrir að hafa hér svo góða manneskju — svo fjölhæfa og hljóðláta að maður tekur varla eftir því að hún er hérna. Og þegar hún hverfur er allt á tjá og tundri. Sjáðu hvernig dagurinn i dag hefur verið. Hún bregst við öllum neyðartilvikum — hún heldur skýrslunum okkar I réttri röð og sér um blóðið — hún lætur blóm á biðstofuna." Það lá við að hann segði: Hún eyðir bestu áruni ævi sinnar i að ímynda sér að hún sé ástfangin af þér. En hann hélt aftur af sér og starði á Paul. „Hamingjan sanna. það er engin á- stæða til þess að láta svona — þú hækkar blóðþrýstinginn. Dick," sagði Paul. „Ég vissi ekki að þér væri svona innanbrjósts. Er þaðsvona rneð hana?” Richard gerði tilraun til þess að tala rólegar. „Fyrirgefðu — ég geri ekki ráð fyrir að þú hafir meint þetta. Paul. en þú virtist mjög kærulausý'sagði hann. „Það var alls ekki ætlunin. Auðvitað vona ég að ganila góða Kate sé ekki I höndunum á einhverjum kynferðis- brjálæðingi. En kannske er hann nijúk- hentur nauðgari. Hún gæti haft gott af þvi. Hún hlýtur að vera alveg ósnert. Það hefur enginn komist að henni með móðurina nálægt, jafnvel þó einhver hafi haft áhuga." Richard fann reiðina vella í sér á ný. „Þér þætti kannske gaman að heyra," sagði hann, þegar hann stóð á fætur og nú var andlit hans eins rautt af reiði og andlit Pauls af góðu liferni og nýlegu ferðalagi til Tenerife, „að Kate hefur verið hjákona min siðastliðin fimrn ár. Hún var mér mjög kær.” Hann settist fljótt niður aftur eftir að hann hafði sagt þetta. Kate gat verið dáin. En þessi skilningslausi maður. sem kallaði sig lækni, varð að vita að hún hafði verið þráð, jafnvel, viðurkenndi Richard meðsjálfum sér, elskuð. „Hamingjan sanna!" sagði Paul. „Það getur verið ástæðan fyrir þvi sem gerst hefur.” sagði Richard og var nú rólegur. „Hún getur hafa séð þennan mann sem þeir eru að leita að — þann sem hjálpaði stúlkunni að skipta um hjól — þegar hún var á leið að hitta mig. Við vorum í Risely um siðustu helgi. Hann hefur kannske tekið hana.” „Guð minn góður!" Paul langaði til að spyrja ótal spurninga en var of undrandi til þess. „Nú, það má vera að það komist ekki upp," sagði hann og fór að fjalla um það atriði sem honurn fannst mikilvægast „Ég skal ekki segja neinum frá þvi — með þig og hana á ég við. Það verður allt i lagi með þig. gamli.” Aumingja Richard. Að hugsa sér, að hann skyldi sækjast eftir Kate! Auðvitað hafði hann fá tækifæri til þess að sleppa frá Cynthiu. Hann var lika sköllóttur og miðaldra og það var ekki auðvelt fyrir hann og aðra að stiga hliðarspor einhvern tima á ævinni. „Cynthia veit ekki um þetta, er það?" „Ekki ennþá," sagði Richard þunglega. „Ég ætla að segja henni það þegar ég kem hcim." „Láttu ekki eins og bjáni. Hlustaðu nú á mig." sagði Paul. „Þú vilt ekki lenda i þeim vandræðum, sem slikt myndi leiða af sér. Cynthia yrði sist hrifin af þessu. sérstaklega þar sem Kate á i hlut — eins og þær eru ólikar." flýtti hann sér að bæta við svo Richard skildi ekki að i rauninni átti hann við að Cynthia myndi móðgast. þegar hún frétti að viðhald Richards væri engin önnur en gamla, góða Kate. „Hlutur þinn i þessu þarf alls ekki að koma fram i dagsljósið? Lögreglan getur verið þag- HVERS VEGNA MORÐ? mælsk — þeir geta sagt að hún hafi ver- ið að hitta hr. M. Meredith er skynsam- ur náungi." „Er þetta það eina sem þú getur hugsað um? Að konia mér úr klipunni?" „Og Cynlhiu. Hvers vegna að refsa henni og Philip fyrir það sem þú hefur gert?" spurði Paul. „Hugsaðu um hneykslið." „Ég get aðeins hugsað unt Kate." sagði Richard. „Ég sé það." sagði Paul þurrlega. „En reyndu að halda höfði. Áminning frá læknafélaginu hjálpar Kate ekki neitt. sérstaklega ekki ef hún er látin. og sú áminning myndi gera Cynthiu og Philip mjög illt. Það yrði mikið um baktal I Ferringham." Hin skyndilega reiði Richards var út- brunnin. Það fólst sannleikur i þvi sem Paul varaðsegja. „Ég ætla að hugsa málið." sagði hann. „Kannske þarf ég ekki að segja neitt ennþá.” „Láttu mig vita ef ég get hjálpað." sagði Paul. „Fyrirgefðu og allt það." Hann fór i burtu furðu lostinn. „Hverjum hefði dottið það i hug?" tautaði hann með sjálfum sér þegar hann var kominn inn á stofuna sina. „Richard og gamla, góða Kate! Nú. jæja!" Ókeypis eyðublöö á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. I 7\ BIAÐIÐ Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 46 Vikan 43. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.