Vikan


Vikan - 25.10.1979, Side 63

Vikan - 25.10.1979, Side 63
Hvaöa ástæöa erfyrir því að Pósturinn segir ekki til nafns síns? Hvaða heimilisfang er hjá Oliviu NewtoTi John og John Travolta? í guöanna bænum láttu bréfiö ekki lenda I rusla- körfunni, hinni víðfrægu Helgu. Hulda og Sigrún. Nafnið Hulda þýðir hin leynda, Elísabet er tökuheiti, upphaflega hebreskt, Sigrún merkir leyndarmál sigurs, Sigríður, sú sem sigur verndar og Kristín merkir kristin kona. Það er áratuga hefð á nafn- leynd Póstsins og litlar líkur á breytingu á næstunni. Heimilisfang Oliviu Newton- John er: c/o Lee Kramer Productions, 9229 Sunset Blvd., Los Angeles, California 90069, USA. Heimilisfang Johns Travolta er: c/o Michele Choen, 943 Westborne Drive, Apt. 6, Los Angeles, California 90069, USA. Allir kalla mig himnalengjuna Halló, Póstur! Ég hef aldrei skrifaö þér áður og vona aö Helga sé södd, svo þú svarir bréfinu mínu. Mér líður alveg hræðilega og orsökin er sú að ég er svo stór. Ég er ekki nema 12 ára og samt er ég 170. Þoð er enginn eins stór og ég í bekknum og mér er strítt svo á þessu. Allir kalla mig himnalengjuna og enginn strákur er skotinn í mér, af því að þeir vilja ekki vera skotnir í stelpu sem er stærri en þeir. Skilur þú það ekki? Hefðir þú orðið skotinn í stelpu sem þú færð hálsríg af að horfa á? Ég sé mig í anda þegar allir vinir mínir eru að fara að gifta sig. Þá verð ég líklegast orðin 2 metrar og verð að ganga um ber, af því að það fást ekki föt á svo stórar stelpur. Ég er hætt að geta sofð út af þessu. Get ég farið til læknis og hann gefið mér sprautu eða eitthvað svo ég hætti að stækka strax? Ein ferlega stór. Það er ekki ástæða fyrir þig að hafa áhyggjur af hæðinni í framtíðinni, því það er alls óvíst að þú vaxir nokkuð meira. Þú ættir að bíða róleg í tvö ár í viðbót og þá væri ástæða fyrir þig að fara að hafa áhyggjur af hæðinni, ef þú ert ekki hætt að stækka svona. Kvenfólk tekur fyrr út vöxt heldur en karlmenn og strax eftir tvö til þrjú ár fer að teygjast úr þessum smávöxnu bekkjarbræðrum þínum. Fyrr en varir eru þeir orðnir tíu til tuttugu sentimetrum hærri en árið áður og margir þeirra næstum óþekkjanlegir. Þá fer nú að verða litið varið í að vera með stelpu sem þeir fá bakverk og kryppu af að hafa samband við. Sofðu róleg í tvö ár í viðbót og láttu það alveg vera að hugsa um sprautur og þess háttar, sem verður þér einungis til tjóns. Urval BÓK í BLAÐFORMi OKTÓBER SAGA HANDA BÖRNUM Á ÖLLUM ALDRI: í KITTY HJ Amerískir draugar standa miklu framar íslenskum starfs- brœðrum sínum, hvað atorkusemi snertir, meira að segja þessir gömlu gððu eins og Djákninn á Myrká hverfa alveg ískuggann. HRYLLINGSDAGAR ILLKVITTNI Georges Clemenceau: Ameríka er eina þjóðin ísögunni sem á undraveröan hátt hefur hlaupið beint frá villimennsku til hnignunar, án hins venjulega menningarskeiðs á milli. Og Bemard Shaw: 100% ameríkani er 99% idjót. 164 SÍÐUR Wfó BÉB OOKA OG HEIÐARLEGI ÞJÓFURINN HA S ER HÆTTULEGRA ITIÐ HEFUR VERIÐ 43. tbl. Vlkan 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.