Vikan


Vikan - 01.11.1979, Síða 10

Vikan - 01.11.1979, Síða 10
Hvers þarfnast ungbörn? I Guöfinn^ydal Börnin og við Þegar maðurinn fæðist i heiminn er hann algjörlega hjálparvana og háður þvi að aðrir uppfylli þarfir hans. Umhyggja annarra er manninum lífsnauðsynleg i frum- bernsku. Annars myndi hann farast. Hversu hjálparvana hvitvoðungurinn er, hefur lengi mótað skoðanir manna á þvi hvað ungbörnum er nauðsynlegt og hvað ekki til þess að þroskast á sem bestan hátt. Því hefur t.d. verið haldið fram að ung- börnum sé nægilegt að fá mat, hafa hlýju. vera haldið þurrum og taka á móti örvun frá umhverfinu. í því sambandi hefur verið haldið fram að barnið sé tiltölulega oviikt við fæðingu og hafi litil tök á þvi að hafa áhrif á umhverfi sitt. Nýjar rannsóknir á ungbörnum hafa hins vegar leitt i Ijós að þau búa bæði yfir meiri möguleikum en þeim hafa verið ætlaðir og hafa meiri mögulei'’'’ A K"; að vera í tengslum við umhverfið. Hvað er mikilvægt fyrir ung- börn? Umræður og skrif unt hvers börn þarfnast til þess að þroska þeirra sé sem best borgið hafa lengi verið einskorðuð við likamlegar þarfir ungbarna. í dag virðist hins vegar vera álitið miklu þýðingarminna en áður fyrir andlegan þroska barna hvort þau fái t.d. brjóstamjólk eða pela, séu vanin af snemma eða seint og hvort þau fái að ákveða sjálf hvenær þau vilja mat eða fái hann á ákveðnum timum. Það er hins vegar álitið hafa úrslitaáhrif á þroska barna, hvort samskipti þeirra og fullorðinna séu slæm eða góð. Þegar talað er um samskipti foreldra og barna er mikil- vægt að leggja áherslu á þá víxlverkun sem á sér stað. Þ.e.a.s. það eru ekki einungis viðbrögð foreldra sem hafa áhrif á hegðun barna, heldur hafa einnig ýmsir eiginleikar og viðbrögð ungbarnanna sjálfra áhrif á hegðun foreldra. í þessu sambandi má t.d. nefna að það skiptir máli hvort óskað var eftir stúlku eða dreng, hvernig útlit barnsins er, hvort barnið er rólegt eða órólegt o.s.frv. Samskipti barna við umhverfið byrja strax eftir fæðingu Barnið er virkt frá fæðingu. Skilningarvit þess eru virk og barnið bregst irt.a. við sjón- hrifum, hljóðum og snertingu. Virkni barnsins er m.a. hægt að sjá á þvi að það getur fest augun á einhverjum hlut, fært þau yfir á annan hlut, snúið höfðinu á móti Ijósi, róast þegar haldið er á þvi og svo mætti lengi telja. Ameríkaninn Robert Fantz hefur haft mikil áhrif á skoðanir manna á hvernig ungbörn skynja umheiminn. Hann hefur m.a. beint athygli manna að því að þrátt fyrir að hreyfingar ungbarna séu mjög óþroskaðar, þá nota þau mikið af tímanum til þess að rannsaka umhverfið með augunum. Fantz hefur fundið að það er 10 Vikan 44. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.