Vikan


Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 11

Vikan - 01.11.1979, Blaðsíða 11
ekki bara hægt að komast að því hvað barnið horfir á, heldur einnig hvað það vill helst horfa á. í eftirfarandi eru nefndar nokkrar af niðurstöðum Fantz um skynjun ungbarna. 1. Barnið getur séð og aðgreint mismun- andi mynstur frá fæðingu. 2. Mismunandi mynstur virðast fram- kalla meiri virkni af barnsins hálfu alveg frá fæðingardegi en litir og ljós ein sér. 3. Eftir nokkurn tíma vill barnið heldur sjá ný mynstur en þau sem það þekkir. 4. Það er viss sönnun fyrir þvi að sér- kenni við andlit mannsins hafi meira aðdráttarafl fyrir barnið en annað sem það getur horft á. Barnið þarf örvun Það er vel þekkt innan sálfræðinnar að börn þurfa ýmiss konar örvun til þess að ná eðlilegum þroska. Hugtakið örvun er hins vegar vítt hugtak og örvun getur farið fram á margvíslegan hátt. Það er t.d. hægt að örva ungbörn með því að láta þau verða fyrir ýmiss konar sjónhrifum (m.a. sýna þeim mismunandi mynsturl, fá þeim leikföng í hendur til þess að snerta, tala við þau, lesa fyrir þau þegar þau eldast og svo mætti halda áfram. Allt getur þetta verið mikilvæg örvun, en i eftirfarandi mun aðal- lega verða komið inn á hvernig hægt er að örva ungbörn með félagslegri örvun, þ.e.a.s. með beinum samskiptum við fólk, þar sem slík örvun er sérstaklega mikilvæg fyrir allan seinni þroska barnsins. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að það er mikilvægt fyrir barnið að hafa líkamleg tengsl við fullorðna, heyra raddir fullorðinna og sjá andlit þeirra. í stuttu máli má einfalda þetta með því að segja að það sé mikilvægt fyrir þroska ungbarna að mikið sé verið með þau. Þetta þarf ekki nauðsynlega að vera móðirin, aðalatriðið er að barnið verði fyrir þessari örvun. Líkamleg snerting er mikilvæg fyrir ungbörn Sú skoðun hefur lengi verið algeng að ungbörn verði „óþæg” ef of mikið er verið með þau. Margir hafa þvi heldur viljað láta barnið gráta en taka það upp, til að koma i veg fyrir að það verði óþægt. Hvítvoðungur getur aðeins skynjað snertingu á einn hátt. Það er með því að komast i líkamlega snertingu við aðra manneskju. Barnið leitar eftir þessari snertingu m.a. með því að gráta. Það er þvi mjög mikilvægt að þarnið sé tekið upp og fái líkamlega snertingu þegar það grætur. Lars Smith, sem er dósent í þróunarsál- fræði við Oslóarháskóla, er sérhæfður i rannsóknum á ungbörnum. Hann segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að börn sent séu mikið tekin upp þegar þau gráti verði ekki „óþægari”. Þvert á móti. Það virðist að börn sem eru tekin upp og fá tiltölulega mikla likamlega snertingu verði rólegri og læri betur að nota önnur tjáningarform en grátinn einan. Við eins árs aldur hafa börn og fullorðnir að miklu leyti lært hvemig þeir eiga að tjá sig hvor við annan. Það er mikill munur eftir einstaklingum hvernig þetta fer fram. En það er að miklu leyti háð þeim samskiptum sem hafa farið fram milli for- eldranna og ungbarnsins á fyrsta æviárinu. Tengsl sem myndast á fyrsta ári milli for- eldra og barna hafi ekki einungis áhrif á félags- og persónuleikaþroska barna heldur einnig áhrif á þróun máls og greindar. Fordómar Það hafa löngum verið til ýmiss konar fordómar um barnauppeldi. Fordómar byggja að miklu leyti á þekkingarleysi. Mikið er til af þekkingu um ungbörn, börn, unglinga og samskipti þeirra við fullorðna en ótrúlega litið af þessari þekkingu hefur náð út fyrir þröngan hóp fagmanna. Það er hins vegar umhugsunarefni af hverju samfélög, sem halda því fram að þau byggi afkomu sína á þekkingu og aftur þekkingu. leitast ekki við að breiða út þekkingu um manninn sjálfan. — Af hverju stafar slikt þekkingarleysi? 44. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.