Vikan


Vikan - 01.11.1979, Side 42

Vikan - 01.11.1979, Side 42
— Stórkostleg fjölskylda KENWOOD heimilistæki bjóóa upp á ótrúlega fjölbreytni í framleióslu, sem öll hefurþaó sameiginlegt, aó þarfara saman fullkomin gæói, fallegt útlit og mjög hagkvæmt veró. Hrærivélar Blendera Kaffivélar Gufugleypa Strauvélar Þurrkara Kæliskápa Frystiskápa Frystikistur ^ HEKLAhr LAUGAVEG1170-172 -SÍMAR 21240-11687 King," sagði Hawksworth. „Við hér vissum ekki um yður. Án upplýsinga dr. Stearne hefði lögreglan i Ferringham aldrei tengt þessi tvö mál. Við hefðum gert það að lokum en ekki svo fljótt.” Slóð Gary Browne hefði leitt þá að nýja bílnum hans, sem stóð yfirgefinn á götu í Ferringham og var nú kominn i gæslu lögreglunnar, en i honum voru meðal annars gúmmihanskar. sem rannsóknar- lögreglan i Ferringham sagði að gætu gefiðgóðar upplýsingar. „Ó,” sagði Kate. „Richard — gerði hann það?" „Já, ungfrú Wilson,” sagði Hawks- worth. Hann horfði á óhreina konuna í snjáðu regnkápunni. Ástæður hennar fyrir að koma með Gary Browne aftur til Wattleton voru honum augljósar en það gerði ekki minna úr afreksverki hennar. Reyndar hafði Kate ekki gert það eingöngu vegna Richards. hún hafði lika sannað nokkuð fyrir sjálfri sér. „Viljið þér ekki láta hann vita.” sagði hún. „Þér getið sagt að ég komi til vinnu á morgun eins og vanalega.” Rödd hennar var aftur orðin styrk. Enn var hægt að halda öllu leyndu ef lög- teglan var eini aðilinn sem vissi um þetta. Eldri maðurinn virtist mjög skiln- ingsrikur. „Þér hafið verið mjög hugrökk. ungfrú Wilson, ef ekki fifldjörf.” sagði Hawksworth. „Þér hefðuð átt að ná i hjálp þegar þér sluppuð frá Browne i gryfjunni.” „Ég veit — ég hef útskýrt það." Kate leit örvæntingarfull á Firth. „Ég vildi að þið sæjuð um hann — i Wattleton. Ég vil að mér sé haldið utan við þetta ef það er mögulegt. Ég ætlaðijekki að aka á hann,” bætti hún svo við. „Það var slys. Hann er handleggsbrotinn og nokkur rif hafa brákast en ég held að hann sé ekki alvarlega slasaður." „Nei, hann er það ekki. Læknirinn er búinn að lita á hann og hann á að fara á sjúkrahús i röntgenmyndatöku. Að þvi loknu fáum við hann og geymum bak við lás og slá.” „Nú. er læknir hérna?” spurði Kate. „Kannske hann vilji Iita á handlegginn á mér. Ég held að það þurfi að sauma nokkur spor. Ég skar mig sjálf þegar ég var að losa ntig. Hann meiddi mig ekki. Hvaðsögðuð þér að hann héti?” Það hafði enginn sagt henni það. Hún hafði ekki kallað hann neitt þessa klukkutima sem þau höfðu verið saman og hann hafði ávarpað hana með röngu nafni. Samt höfðu þau líklega sýnt hvort öðru meira af sinu sanna eðli en nokkr- um öðrum. „I guðanna bænum, Firth!” Hawks- worth var nú reiðilegur. „Vissir þú ekki að ungfrú Wilson var meidd? Farðu og athugaðu hvort læknirinn er farinn. Ef svo er skaltu fara strax með hana á sjúkrahúsið.” „Gæti ég fengið te?” sagði Kate þreytulega. 42 Vlkan 44-tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.