Vikan


Vikan - 01.11.1979, Side 45

Vikan - 01.11.1979, Side 45
viSurkenndir úrvalí atvinnumenn, kennara Rotring telknlpennar og teikniáhölc fást i þægilegum einingum fyrlr skóla og teiknistofur. ****** m m vona að þér lendið ekki i vandræðum. þð sumir leiti að persónulegum skotstað." „Jarðarförin er á föstudag." sagði Jeremy. ..Húnermitt einkamál. Égsegi þeim það." Kate svaf vel. Hún hafði aldrei áður veriðein í húsinu. Morguninn eftir hringdi hún á sjúkrahúsið. Móðir hennar hafði sofið vel um nóttina og var eilítið styrkari. Kate sagðist myndu koma um kvöldheimsóknartimann. Hún fékk sér morgunverð með nýju kaffi, I stað þess tilbúna sem hún var vön að fá sér. soðnu eggi og aukasneið af ristuðu brauði. Frétt inni i blaðinu sagði frá því að maður hefði verið handtekinn i tengslum við morðið á Söndru King og hann kæmi fyrir rétt i dag. Nafn hennar var hvergi nefnt. Hún hjólaði i vinnuna. Hjólið hennar var enn geymt inni i bílskúr og það þurfti bara að dæla örlitlu lofti i fram- hjólið. Hún var með slæðu yfir höfðinu- og i drapplituðu regnkápunni. Þar fyrir innan var hún í grænum ullarkjól sem tilheyrði frú Havant. fötin hennar yrðu ekki framar falin. Hún lagði hjólinu fyrir framan lækna- miðstöðina, þar sem bæði starfsfólk og sjúklingar lögðu farartækjum sínum. Eins og vanalega var hún fyrst af öllum fyrir utan ræstingakonuna. „Ó. ungfrú Wilson — þér eruð komnar. Það er gott. Hvernig er móðir yðar?" spurði ræstingakonan. „Henni líður betur. takk.” svaraði Kate. „Er hún ekki stórkostleg?” sagði ræstingakonan sem reyndar hafði aldrei hitt frú Wilson. „Ég frétti að hún hefði veikst. Ég var hissa á að þér voruð hér ekki i gær." Nú, jæja. hér var þó einhver, sem ekki vissi hvað raunverulega hafði gerst. Kate fór i hvíta sloppinn sinn og inn á skrifstofuna þar sem allt var I röð og reglu eins og hún hafði búist við. Majorie Dodds gat alveg tekið að sér hennar verk. Hún byrjaði að opna bréfin og heyrði þá bílana koma einn af öðrum: Roverinn hans dr. Wetherbees, sem hann ók beint að sinu sérstaka stæði undir glugganum, Peugeotinn hans Richards, sem hann bakkaði alltaf upp að veggnum. Siðast kom Paul I MGB bílnum sinum, hann bjó til hávaða þegar hann tók víða beygju áður en hann lagði bílnum næst innganginum. Heimskur maður. hugsaði hún og opnaði bréf frá heilbrigðismálaráðuneytinu. Hann er orðinn miðaldra, á son sem er eins stór og hann sjálfur og tvo minni. Hann ætti að fá sér þægilegan fjölskyldubíl i stað þess að þykjast vera ungur. Kate var enn að opna bréf þegar læknarnir þrír komu inn á skrifstofuna saman. þeir litu út eins og sendinefnd. Dr. Wetherbee tók fyrstur til máls. „Kate — hvernig líður þér?" spurði hann, röddin var hvöss en úr andliti hár gægðist upp úr handarbakinu og fingur hans minntu helst á hráar pylsur. Hvers vegna hafði hún ekki tekið eftir því fyrr? „Nú, ég ætla ekki að gera mig óvelkominn," hélt Paul áfram. „Þið haf- ið líklega heilmikið að tala um." Hann lyfti upp annarri þessara feitu handa. „Hafið það gott, börnin mín," sagði hann og glotti um leið og hann fór út og lokaði á eftir sér. Kate sagði ekkert en lagði frá sér bréfahnífinn og spennti greipar. Það var rautt far á öðrum úlnlið hennar þar sem snærið hafði núist við hann þegar hún reyndi að leysa sig, Richard vissi hvernig það var til komið. Hann langaði til þess að taka hana í fangið og kyssa á sárið. En þau voru inni á skrifstofunni og það gæti hver sem væri komið inn. hans skein hlý umhyggja, sem Kate hafði ávallt fundið fyrir hjá honum. „Vel I alla staði.” sagði Kate. „Ættir þú að vera hérna?” „Svo sannarlega. Mér er best að sinna starfi mínu,” sagði Kate. „Jæja, vina. Ég hitti þig á eftir,” sagði dr. Wetherbee og gekk út úr herberginu. Hinir mennirnir tveir voru eftir. „Ég get nú ekki annað sagt en þú hafir skotið okkur skelk I bringu, Kate,” sagði Paul. „Ég gleðst yfir því að þú skulir hafa komist undan örlögum. sem eru jafnvel verri en dauðinn.” Hann virt- ist ekki skilja að hún hafði reyndar kom- ist naumlega undan dauðanum sjálfum. Hann hallaði sér fram og lagði hönd á öxl hennar. Kate tók allt i einu eftir þvi að höndin var ljót, feit og rauð, einstaka „Ó, Kate,” sagði hann þess i stað og hún hafði aldrei heyrt rödd hans hljóma svona. „Paul veit þetta.” sagði Kate. „Hverjir fleiri?” „Jæja, ætli allir viti það ekki bráðlega,” sagði Richard. „Lögreglan veit það — og ég veit ekki hverjir aðrir. En það skiptir ekki máli núna. Þú ert heil á húfi. Þaðeitt skiptir máli.” „Það skiptir vist máli, Richard. Cynthia —allt þitt líf — gæti orðið að engu. Ég held að þetta verði allt I lagi. Hann — Browne — játaði. Ég útskýrði það að ég dveldi stundum á Svarta svan- inum undir fölsku nafni vegna móður minnar. Það er allt sem þeir þurfa að vita til að finna út hvers vegna ég var flækt i þetta. Þetta þarf þvi ekki að rmg 44. tbl. Vikan 4$

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.