Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 14
ODYRT og GOTT ÚRVAL BÓK / BLAÐFORMl Geríst áskrífendur í síma 27022 Grunndeig í gerbakstur 50 g ger, 150 g smjör (eða smjörlíki), 5 dl mjólk, 1/2 tsk. salt, 1 1/2 dl strásykur, 1 tsk. kardimommur, ca I 1/2 lítri hveiti. Myljið gerið saman við ögn af kaldri mjólkinni og hrærið vel. Bræðið smjörið og hellið saman við afganginn af mjólk- inni. Hellið volgum vökvanum yfir ger- .blönduna og hrærið vel saman. Blandið salti, sykri, kardimommum og mestum hluta hveitisins saman við og hnoðið deigið kröftuglega. Hnoðið afganginum af hveitinu smám saman saman við. Lxggið rakan klút yfir deigið og látið það lyfta sér. Hnoðið deigið varlega, skiptið því i tvo hluta og látið það biða um stund. áður en frekar er unnið með það. Mömmusnúðar 1 skammtur af grunndeigi. Fylling: 50 g mjúkt smjör, 1/2 dl strásykur, 2-3 tsk. kanill eða kardimommur. Þeytt egg til penslunar og perlusykur og saxaðar möndlur til skreytingar. Fletjið báða deighlutana út i aflangar kökur. Smyrjið smjörinu jafnt yfir kökurnar. Blandið saman sykri og kanil og stráið yfir smjörið. Brjótið kökuna saman þrefalt, skerið i strimla, vindið strimlana upp í snúða. Einnig má rúlla deiginu i þétta lengju. skera siðan lengjuna í um 2 sm þykka bita og ýta ofan á miðju þeirra með hnifsskafti. Látið lyfta sér um helming undir rökum klút, en það tekur um 30 mínútur. Penslið með þeyttu eggi og stráið yfir perlusykri og söx>.3um möndlum. Bakið í miðjum 250° heitum ofni í ca 5 minútur. Jólakringla 1/2 skammtur af grunndeigi. Fylling: 250 g möndlumassi, 1 eggjahvita. Þeytt egg til penslunar, sykurbráð og sultaður appelsínubörkur til skreytingar. Fletjið deigið út í aflanga köku. Hrærið saman möndlumassa og eggjahvitu og breiðið blönduna á kökuna. Rúllið kökunni í þétta lengju. Mótið lengjuna i kringlu á bökunarplötunni, látið hana lyfta sér um helming, penslið því næst með þeyttu eggi og bakið i miðjum ofni við 225° hita i um 20 mínútur. Búið til sykurbráð úr 1 dl af flórsykri og appelsínusafa, strjúkið bráðinni á kringl- una og stráið yfir sultuðum appelsínu- berki. Ömmukrans (Ekki á myndinni) 1/2 skammtur af grunndeigi. Fylling: 50 g smjör, 1/2 dl strásykur, 3 tsk. kardi- mommur. Þeytt egg til penslunar og saxaðar möndlur og perlusykur til skreytingar. Fletjið deigið út í aflanga köku. Smyrjið smjörinu á kökuna, stráið sykri og kardimommum yfir. Rúllið deiginu í þétta lengju, skerið hana þvi næst í sundur eftir endilöngu. Snúið lengjurnar tvær saman og mótið úr þeim krans á bökunarplötunni. Látið lyfta sér í u.þ.b. 30 mínútur. Penslið kransinn með þeyttu eggi. stráið perlusykri og söxuðum möndlum yfir. Bakið í miðjum ofni við 225° hita í um 20 minútur. Ávaxtakaka 200 g smjör, 1 1/2 dl strásykur, 4 egg, 4 dl hveiti, 2 tsk. lyftiduft, 1 dl súkkat, 2 dl kúrennur, 5 stk. fíkjur, saxaðar, 5 kokkteilber, söxuð í bita, 1 msk. koníak. Hrærið smjör og sykur ljóst og létt. hrærið eggin saman við, eitt i senn. Sigtið saman hveiti og lyftiduft og hrærið saman við. Blandið saman ávaxtabitunum ásamt 1 msk. af hveiti og hrærið saman við deigið. Hellið deiginu í ca 1 1/2 1 stórt mót og bakið kökuna neðst í 175° heitum ofni i ca I klukkustund. Hvolfið kökunni, en látið hana kólna í mótinu. Húsráð Þegar gerdeig er aö lyfta sér er gott að breiöa yfir það plasthimnu. Pressuger er mjög viökvæmt. Þegar bakað er úr pressugeri I_______:__________________________ má alls ekki opna ofninn fyrstu mínúturnar og alls ekki ef um mótkökur er að ræöa. í bakstri, þar sem mikið er af eggjum, lyfta þau deiginu og því er hætta á að kakan falli ef ofninn er opnaður of snemma. Notið bandprjón til að ganga úr skugga um hvort kakan sé bökuð og eins á kakan að losna frá börmunum. Látið deigið ekki fylla meira en 2/3 hluta mótsins svo kakan hafi nóg pláss til að lyfta sér. Sætar kökur eru yfirleitt ein- göngu orkugjafi. Þær hafa ekkert næringargildi og þœr ætti því einungis að baka til hátíðarbrigða. Slíkur bakstur er mjög fitandi og því ólíkt hollara að baka úr góðum og næringarríkum hráefnum, t.d. grófu korni. Deig með lyftidufti þarf að hnoða saman fljótt og baka það ætíð strax. Ger á að hrœrast upp í yl- volgu vatni (37°-40° C). Deigið á að vera lint þegar það lyftir sér og því er betra að hræra 2/3 hlutum hveitis- ins í það í byrjun og afgangn- um eftir að deigið hefur lyft sér. 14 Vikan 48. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.