Vikan


Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 29.11.1979, Blaðsíða 23
að samaina alla lýðrœðissinnaða jafnaðarmenn í einn flokk. að taka i taumana. Á sama tíma viluðu þau ekki fyrir sér aö skerða laun hinna lægstlaunuðu. — Afskiptaleysi almennings hefur líka valdið því að forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar hefur liðist að misnota völd sín í pólitiskum tilgangi. Ég leyfi mér að fullyrða að ólöglegu verkföllin i febr.-mars á siðasta ári ásamt útflutningsbanninu hafi beinlinis verið pólitísk verkföll. Þarna bregðast forystumennirnir svo til átölulaust þvi hlutverki sinu að þjóna hagsmunum félagsmanna. Verkfall er vissulega vopn sem ekki má beita nema allt annað hafi brugðist enda varð hagur launþega siður en svo blómlegri að þessum verkföllum loknum. Mun halda áfram að taka þær ákvarðanir sem ég tel réttastar — Það var ekki áiakalaust fyrir mig að taka ákvörðun um að ganga í Alþýðuflokkinn. En auðvitað er nauðsynlegt hverjum og einum að horfast í augu við staðreyndir og taka ákvörðun i samræmi við þær. Ég veit að einn fæ ég engu áorkað og Alþýðu- flokkurinn er sá flokkur sem ég get helst sætt mig við. Eftir að hafa tekið þessa ákvörðun mun ég auðvitað ganga heill og óskiptur til liðs við hann og beygja mig undir meirihluta samþykktir — svo framarlega að þær striði ekki gegn samvisku minni. Satt að segja virði ég flokkinn fyrir að hafa haft kjark til að standa upp frá vonlausu stjórnarsamstarfi þar sem þeir fengu sára- litlu framgengt af þeim málum sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Ég fer samt,ekki i neinn flokk til að láta traðka á mér, ég hef minar föstu skoðanir á vissum málum og þær breytast ekki neitt við það að ganga i Alþýðu- flokkinn. Svo verður bara að sýna sig hvort þær fá hljómgrunn eða ekki. Ég hef hingað til ekki hikað við að halda minum skoðunum tii streitu og taka þær ákvarðanir sem ég tel réttastar. Því mun ég halda áfram. — Það þarf varla að taka það fram að brýnasta verkefni hinnar nýju ríkisstjórnar verður baráttan gegn verðbólgunni og allri þeirri spillingu sem fylgir í kjölfar hennar. Þar hafa allir flokkar hingað til brugðist, þær bráðabirgðalausnir sem hafa viðgengist árum saman á þessum málum eru ekki í þágu almennings. Fólk vill að stjórnvöid fari loks að taka á þessu með festu og abyrgðartilfinninau. jafnvel þó það kosti timabundnar fórnir. Að visu með því skilvrði að byrðunum verði skipt réttlátlega niður á alla. að nauðsynlegar aðgerðir komi ekki verst niður a r-. lægstlaunuðu á meðan þeir sem' meira mega sín bein- línis græða á þeim. Ég vil engu spá um samsetningu þessarar nýju stjórnar og ég tel mig heldur ekki þess umkominn að segja nokkuð til um hug þess flokks sem ég er nú í framboði fyrir. Persónulega er ég þó algjörlega mótfallinn þvi að Alþýðuflokkurinn fari i neina samsteypustjóm nema hann hafi tryggingu fyrir því að sú hin sama vilji leggja út i heiðarlega baráttu gegn verðbólgunni. Konan af rótgrónum íhaldsættum — Vissulega hefur lif mitt verið mun stormasamara vegna þátttöku minnar i félags- og stjórnmálum en það hefði orðið ef ég hefði haldið að mér höndum. Samt held ég að ég mundi óhikað leggja út á sömu braut ef mér gæfist kostur á að lifa lifinu á ný. Mér finnst að félagsstörf hljóti að vera hverjum og einum nauðsynlegur þroski þó þeim fylgi oft og tiðum sár vonbrigði. En á móti kemur sú innilega gleði sem maður finnur fyrir þegar maður telur sig hafa komið einhverju nauðsynjamáli í höfn. Auðvitað hljóta slik störf að bitna nokkuö á fjölskyldulífi og leiða til mikillar fráveru. Og ég veit að mínir nánustu voru i fyrstu viðkvæmir fyrir þeim persónulega óhróðri sem því miður virðist enn fylgja störfum stjórnmálamannsins. En auðvitað venst slikt og fjölskylda min hefur styrkt mig með ráðum og dáð hverjar svo sem persónulegar skoðanir hennar eru svo á þessum umsvifum minum. Konan min hefur t.d. engan áhuga á stjórnmálum, satt að segja veit ég ekki einu sinni hvað hún kýs. En hún er af rótgrónum íhaldsættum. Með sjálfum mér vona ég þó að ég hafi orðið til að minnka þau áhrif. J.Þ. 48. tbl. VIIum l|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.